Enski boltinn

Ekkert spilað á Englandi um helgina

Valur Páll Eiríksson skrifar
Manchester United lék í Evrópudeildinni í gærkvöld eftir samráð við ensk og evrópsk knattspyrnuyfirvöld. Minning drottningarinnar var heiðruð með mínútu þögn fyrir leik.
Manchester United lék í Evrópudeildinni í gærkvöld eftir samráð við ensk og evrópsk knattspyrnuyfirvöld. Minning drottningarinnar var heiðruð með mínútu þögn fyrir leik. Jan Kruger - UEFA/UEFA via Getty Images

Öllum fyrirhuguðum íþróttaviðburðum á Englandi um helgina hefur verið frestað. Því verða engir leikir í enska boltanum.

Enska úrvalsdeildin sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem greint var frá því að félög í deildinni, auk þeirra í neðri deildum, hefðu komist að þeirri niðurstöðu að ekki skyldi leikið um helgina í ljósi andláts Elísabetar II Bretlandsdrottningar.

Krikketleikur milli Englands og Suður-Afríku sem átti að fara fram í kvöld mun ekki fara fram og þá hefur þá hefur öðrum degi PGA meistaramótsins í golfi einnig verið aflýst.

Heil umferð átti að fara fram í ensku úrvalsdeildinni um helgina, auk neðri deildanna, en sú ákvörðun var tekin af forráðamönnum deildanna, ásamt ráðuneyti íþrótta, að fresta þeim leikjum. Það sama á við um kvennaboltann en enska ofurdeildin átti að fara af stað um helgina.

Samkvæmt viðmiðum frá yfirvöldum í Bretlandi er ekki skylda að fresta íþróttaviðburðum þegar þjóðarsorg er lýst yfir. Til að mynda voru leikir leiknir í efstu deild á Englandi skömmu eftir andlát föður Elísabetar, Georgs VI Bretlandskonungs, árið 1952.

Einnig var mínútu þögn í hálfleik í leik Arsenal og Zurich í Sviss.Christian Kaspar-Bartke/Getty Images
Elísabet afhendir Bobby Moore Jules Rimet-styttuna eftir að England vann HM í Lundúnum árið 1966.Hulton-Deutsch Collection/CORBIS/Corbis via Getty Images



Fleiri fréttir

Sjá meira


×