Erlent

Verður Karl III Bret­lands­konungur

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Karl er orðinn konungur Bretlands, 73 ára að aldri.
Karl er orðinn konungur Bretlands, 73 ára að aldri. Chris Jackson - WPA Pool /Getty

Karl Bretakonungur, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, verður þekktur sem Karl III Bretlandskonungur. Hann er tekinn við sem konungur Bretlands eftir að móðir hans lést í dag.

Karl heitir fullu nafni Karl Filippus Artúr Georg, og hafði því úr fleiri en einu nafni að velja. Kenningar voru uppi um að Karl kynni að taka sér nafnið Georg sjöundi. Georg sjötti, sem var konungur frá 1936 til 1952, var afi Karls.

Breskir fjölmiðlar fjalla um að komið sé að veigamiklum kaflaskilum í lífi Karls. Sorgin sem fylgi andláti móður hans sé mikil, en nú sé komið að því að hann uppfylli örlög sín. Hann er sá sem lengst hefur verið næstur í röðinni að krúnunni, og jafnframt elstur til að taka við embætti þjóðhöfðingja Bretlands. Hann er 73 ára.

Þá fjalla breskir miðlar um að hans bíði risavaxið verkefni, að fylgja eftir valdatíð móður sinnar sem af mörgum er talin einn farsælasti þjóðhöfðingi sögunnar, hvort sem er innan Bretlands eða utan þess,

„Hann mun ríkja á sinn eigin hátt, en þó innan þeirra marka sem konungsveldið býður upp á,“ segir Nicholas Witchell, sérlegur fréttaritari breska ríkisútvarpsins um konungsfjölskylduna.


Tengdar fréttir

Elísa­bet II Bret­lands­drottning er látin

Elísabet önnur, drottning Bretlands er látin. Hún var 96 ára gömul. Heilsu drottningarinnar hafði hrakað hratt á undanförnum mánuðum en hún lést í kastala sínum í Skotlandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×