Ógna birgðalínum Rússa í austri Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2022 11:52 Úkraínskur hermaður tekur sjálfu í austurhluta landsins. AP/Kostiantyn Liberov Hersveitir Úkraínu virðast hafa náð þó nokkrum árangri í gagnsókn þeirra í Kharkív-héraði í norðurhluta landsins. Gagnsóknin hófst í gær og virðast Úkraínumenn hafa komið Rússum á óvart, umkringt rússneska hermenn í borginni Balaklia og sótt áfram austur inn á yfirráðasvæði Rússa. Sérfræðingar segja líklegt að Rússar ætli sér að skera á birgðalínur úkraínskra hermanna í Izyum, sem er ein af þungamiðjum herafla Rússlands í austurhluta Úkraínu. Í frétt Wall Street Journal (áskriftarvefur) er vitnað í bæði úkraínska embættismenn og rússneska sérfræðinga sem fjalla um málefni rússneska hersins á samfélagsmiðlum, um að eitt af skotmörkum Úkraínumanna sé borgin Kupyansk. Hún er norður af Izyum en Rússar nota hana til birgðaflutninga til hersveita sinna í austurhluta Úkraínu. Þá hafa borist fregnir af því í morgun að Úkraínumenn hafi skotið niður orrustuþotu yfir Kharkív-héraði í morgun. Stated to be a footage of recent SU-25 down by in Kharkiv regionExcellent vid, btw Might be wrong, but it looks like fighter shot him down??@vcdgf555 @CovertShores @TheShipYard2 pic.twitter.com/HeoiDE8lb3— Cyx (@Cyx_5) September 7, 2022 Rússar hafa ekkert sagt opinberlega um átökin í Kharkív en Oleksiy Arestovych, ráðgjafi Vólódímírs Selenskís, forseta Úkraínu, staðfesti við WSJ að Úkraínumenn væru að ná góðum árangri. Hér má sjá myndband af úkraínskum hermönnum á ferðinni í Kharkív í morgun. Continued rapid Ukrainian gains being reported in the Kharkiv region. pic.twitter.com/4HlHrFaFy8— Moshe Schwartz (@YWNReporter) September 7, 2022 Undanfarnar vikur hafa Úkraínumenn herjað á Rússa í Kherson-héraði í suðurhluta Úkraínu, þar sem þeir hafa frelsað nokkra bæi og eru sagðir reyna að umkringja rússneska hermenn á norðurbakka Dnipro. Sagt var frá því í gær að ráðgjafi Selenskís hefði sagt von á óvæntum og góðum fréttum frá Kharkív í norðri. Færslur á samfélagsmiðlum höfðu þá sýnt Úkraínska hermenn í bæjum nærri Balaklia og úthverfum en það svæði hafði lengi verið í höndum Rússa. Enn er tiltölulega óljóst hve umfangsmikil sókn Úkraínumanna í Kharkív er en hún er þó sögð hafa valdið miklum usla meðal rússneskra hermanna á svæðinu. Úkraínumenn hafa undirbúið gagnsóknir víða í Úkraínu, með því markmiði að ná frumkvæðinu í átökunum við Rússa og þvinga Rússa til að bregðast við aðgerðum þeirra og þannig stjórna því hvar barist er og hvenær. Sjá má stöðuna á víglínunum í Úkraínu í grófum dráttum á gagnvirku korti á vef hugveitunnar Institute for the study of war. Nýjustu gagnsókn Úkraínumanna í Kharkív virðist þó vanta á kortið. Miklar vendingar á víglínunum Eftir að Rússar hörfuðu frá Kænugarði í vor og einbeittu sér að Donbas-svæðinu í austurhluta landsins, þar sem birgðalínur Rússa voru mun styttri og þeir gátu beitt yfirburðum sínum í mannafla og stórskotaliði betur, náðu þeir hægum en stöðugum árangri gegn Úkraínumönnum. Úkraínumenn fóru þá að beita HIMARS-eldflaugakerfum sérstaklega gegn stjórnstöðvum og birgðageymslum rússneska hersins í austri og seinna í suðri, eftir að Úkraínumenn opinberuðu að þeir ætluðu sér að reka Rússa frá Kherson-héraði. Því brugðust Rússar við með að flytja hermenn frá víglínunum í norðri og austri til Kherson-héraðs í suðri. Sókn Rússa í austri virðist nú hafa verið stöðvuð að mestu og eru Úkraínumenn að sækja fram gegn Rússum í bæði norðri og suðri. Sóknin í suðri hefur þó enn sem komið er reynst Úkraínumönnum dýrkeyptari og hafa fregnir borist af því að Rússar hafi sent marga af sínum vönustu og bestu hermönnum til Kherson. Sjá einnig: Árangurinn í suðri dýrkeyptur Úkraínumönnum #Ukraine : Ukrainian soldiers also managed to advance north of Balakliya, taking the town of Volokhiv Yar, which opens the road to #Izyum and to #Kupyansk.Russian forces in #Kharkiv are in a though position. pic.twitter.com/IWT2PKqezt— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) September 7, 2022 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Bandaríkin segja Rússa kaupa vopn frá Norður-Kóreu Samkvæmt nýrri skýrslu frá leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa yfirvöld í Moskvu keypt vopn fyrir milljónir dala frá Norður-Kóreu. Samkvæmt skýrslunni hafa Rússar notað bæði eldflaugar og sprengjur frá Norður-Kóreumönnum. 6. september 2022 07:23 Fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson Rússar hafa ákveðið að fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson af „öryggisástæðum“. Til stóð að efna til eins konar atkvæðagreiðslu á meðal íbúa hinnar hernumdu borgar Kherson sem er í suðurhluta Ukraínu um hvort borgin eigi að tilheyra Rússlandi. 5. september 2022 16:28 Segja eðlilegt að gagnsóknin gangi hægt: „Það liggur ekkert á“ Úkraínskir embættismenn segja gagnsókn þeirra í Kherson-héraði ganga hægt. Það sé þó í lagi, þar sem sóknin eigi að ganga hægt. Þeir búi hvorki yfir nægjanlegum mannafla né nægum hergögnum eins og skriðdrekum og bryndrekum til að sækja hratt fram gegn Rússum í héraðinu. 4. september 2022 11:00 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Sérfræðingar segja líklegt að Rússar ætli sér að skera á birgðalínur úkraínskra hermanna í Izyum, sem er ein af þungamiðjum herafla Rússlands í austurhluta Úkraínu. Í frétt Wall Street Journal (áskriftarvefur) er vitnað í bæði úkraínska embættismenn og rússneska sérfræðinga sem fjalla um málefni rússneska hersins á samfélagsmiðlum, um að eitt af skotmörkum Úkraínumanna sé borgin Kupyansk. Hún er norður af Izyum en Rússar nota hana til birgðaflutninga til hersveita sinna í austurhluta Úkraínu. Þá hafa borist fregnir af því í morgun að Úkraínumenn hafi skotið niður orrustuþotu yfir Kharkív-héraði í morgun. Stated to be a footage of recent SU-25 down by in Kharkiv regionExcellent vid, btw Might be wrong, but it looks like fighter shot him down??@vcdgf555 @CovertShores @TheShipYard2 pic.twitter.com/HeoiDE8lb3— Cyx (@Cyx_5) September 7, 2022 Rússar hafa ekkert sagt opinberlega um átökin í Kharkív en Oleksiy Arestovych, ráðgjafi Vólódímírs Selenskís, forseta Úkraínu, staðfesti við WSJ að Úkraínumenn væru að ná góðum árangri. Hér má sjá myndband af úkraínskum hermönnum á ferðinni í Kharkív í morgun. Continued rapid Ukrainian gains being reported in the Kharkiv region. pic.twitter.com/4HlHrFaFy8— Moshe Schwartz (@YWNReporter) September 7, 2022 Undanfarnar vikur hafa Úkraínumenn herjað á Rússa í Kherson-héraði í suðurhluta Úkraínu, þar sem þeir hafa frelsað nokkra bæi og eru sagðir reyna að umkringja rússneska hermenn á norðurbakka Dnipro. Sagt var frá því í gær að ráðgjafi Selenskís hefði sagt von á óvæntum og góðum fréttum frá Kharkív í norðri. Færslur á samfélagsmiðlum höfðu þá sýnt Úkraínska hermenn í bæjum nærri Balaklia og úthverfum en það svæði hafði lengi verið í höndum Rússa. Enn er tiltölulega óljóst hve umfangsmikil sókn Úkraínumanna í Kharkív er en hún er þó sögð hafa valdið miklum usla meðal rússneskra hermanna á svæðinu. Úkraínumenn hafa undirbúið gagnsóknir víða í Úkraínu, með því markmiði að ná frumkvæðinu í átökunum við Rússa og þvinga Rússa til að bregðast við aðgerðum þeirra og þannig stjórna því hvar barist er og hvenær. Sjá má stöðuna á víglínunum í Úkraínu í grófum dráttum á gagnvirku korti á vef hugveitunnar Institute for the study of war. Nýjustu gagnsókn Úkraínumanna í Kharkív virðist þó vanta á kortið. Miklar vendingar á víglínunum Eftir að Rússar hörfuðu frá Kænugarði í vor og einbeittu sér að Donbas-svæðinu í austurhluta landsins, þar sem birgðalínur Rússa voru mun styttri og þeir gátu beitt yfirburðum sínum í mannafla og stórskotaliði betur, náðu þeir hægum en stöðugum árangri gegn Úkraínumönnum. Úkraínumenn fóru þá að beita HIMARS-eldflaugakerfum sérstaklega gegn stjórnstöðvum og birgðageymslum rússneska hersins í austri og seinna í suðri, eftir að Úkraínumenn opinberuðu að þeir ætluðu sér að reka Rússa frá Kherson-héraði. Því brugðust Rússar við með að flytja hermenn frá víglínunum í norðri og austri til Kherson-héraðs í suðri. Sókn Rússa í austri virðist nú hafa verið stöðvuð að mestu og eru Úkraínumenn að sækja fram gegn Rússum í bæði norðri og suðri. Sóknin í suðri hefur þó enn sem komið er reynst Úkraínumönnum dýrkeyptari og hafa fregnir borist af því að Rússar hafi sent marga af sínum vönustu og bestu hermönnum til Kherson. Sjá einnig: Árangurinn í suðri dýrkeyptur Úkraínumönnum #Ukraine : Ukrainian soldiers also managed to advance north of Balakliya, taking the town of Volokhiv Yar, which opens the road to #Izyum and to #Kupyansk.Russian forces in #Kharkiv are in a though position. pic.twitter.com/IWT2PKqezt— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) September 7, 2022
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Bandaríkin segja Rússa kaupa vopn frá Norður-Kóreu Samkvæmt nýrri skýrslu frá leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa yfirvöld í Moskvu keypt vopn fyrir milljónir dala frá Norður-Kóreu. Samkvæmt skýrslunni hafa Rússar notað bæði eldflaugar og sprengjur frá Norður-Kóreumönnum. 6. september 2022 07:23 Fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson Rússar hafa ákveðið að fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson af „öryggisástæðum“. Til stóð að efna til eins konar atkvæðagreiðslu á meðal íbúa hinnar hernumdu borgar Kherson sem er í suðurhluta Ukraínu um hvort borgin eigi að tilheyra Rússlandi. 5. september 2022 16:28 Segja eðlilegt að gagnsóknin gangi hægt: „Það liggur ekkert á“ Úkraínskir embættismenn segja gagnsókn þeirra í Kherson-héraði ganga hægt. Það sé þó í lagi, þar sem sóknin eigi að ganga hægt. Þeir búi hvorki yfir nægjanlegum mannafla né nægum hergögnum eins og skriðdrekum og bryndrekum til að sækja hratt fram gegn Rússum í héraðinu. 4. september 2022 11:00 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Bandaríkin segja Rússa kaupa vopn frá Norður-Kóreu Samkvæmt nýrri skýrslu frá leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa yfirvöld í Moskvu keypt vopn fyrir milljónir dala frá Norður-Kóreu. Samkvæmt skýrslunni hafa Rússar notað bæði eldflaugar og sprengjur frá Norður-Kóreumönnum. 6. september 2022 07:23
Fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson Rússar hafa ákveðið að fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson af „öryggisástæðum“. Til stóð að efna til eins konar atkvæðagreiðslu á meðal íbúa hinnar hernumdu borgar Kherson sem er í suðurhluta Ukraínu um hvort borgin eigi að tilheyra Rússlandi. 5. september 2022 16:28
Segja eðlilegt að gagnsóknin gangi hægt: „Það liggur ekkert á“ Úkraínskir embættismenn segja gagnsókn þeirra í Kherson-héraði ganga hægt. Það sé þó í lagi, þar sem sóknin eigi að ganga hægt. Þeir búi hvorki yfir nægjanlegum mannafla né nægum hergögnum eins og skriðdrekum og bryndrekum til að sækja hratt fram gegn Rússum í héraðinu. 4. september 2022 11:00