Bandaríkin segja Rússa kaupa vopn frá Norður-Kóreu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. september 2022 07:23 Rússar eru sagðir hafa keypt fjölda vopna frá Norður-Kóreu. EPA-EFE/YURI KOCHETKOV Samkvæmt nýrri skýrslu frá leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa yfirvöld í Moskvu keypt vopn fyrir milljónir dala frá Norður-Kóreu. Samkvæmt skýrslunni hafa Rússar notað bæði eldflaugar og sprengjur frá Norður-Kóreumönnum. Opinberir starfsmenn bandarísku leyniþjónustunnar staðfestu þetta í samtali við New York Times, sem greinir frá, og bættu við að búist sé við því að Rússar muni halda vopnaviðskiptum áfram við Norður-Kóreu. Þetta eru ekki fyrstu fréttirnar um vafasöm vopnakaup Rússa undanfarið en nýlega var greint frá því í fjölmiðlum að grunur sé um að Rússar séu farnir að nota dróna frá Íran. „Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur fest kaup á milljónum eldflauga og sprengja frá Norður-Kóreu til þess að nota í stríðinu í Úkraínu,“ sagði starfsmaður leyniþjónustunnar í skriflegu svari við fyrirspurn New York Times. Að sögn starfsmannsins benda vopnakaupin til þess að rússneski herinn sé enn þjakaður af hergagnaskorti í Úkraínu. Rússar hafa átt erfitt með ýmis konar framleiðslu undanfarna mánuði vegna hrávöruskorts, meðal annars vegna þeirra viðskiptaþvingana sem Vestræn ríki hafa beitt Rússa undanfarna mánuði. Það hefur haft áhrif á framleiðslu hergagna í Rússlandi. Fram kemur í frétt Times að bandarískir leyniþjónustustarfsmenn telji kaupin benda til þess að viðskiptaþvinganir Vesturlanda séu farnar að hafa áhrif á Rússa og draga úr mætti þeirra til þess að viðhalda stríðsrekstri í Úkraínu. Eins og áður segir kom nýlega fram að Rússar hafi fest kaup á írönskum drónum og notað þá í Úkraínu en starfsmaður bandarísku leyniþjónustunnar sagði í samtali við Reuters fyrir um mánuði að drónarnir hafi ekki reynst vel og bilað ítrekað. Rússar séu þó líklegir til að festa kaup á hundruðum Mohajer-6 og Shahed drónum. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Norður-Kórea Hernaður Tengdar fréttir Fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson Rússar hafa ákveðið að fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson af „öryggisástæðum“. Til stóð að efna til eins konar atkvæðagreiðslu á meðal íbúa hinnar hernumdu borgar Kherson sem er í suðurhluta Ukraínu um hvort borgin eigi að tilheyra Rússlandi. 5. september 2022 16:28 Lokað á Novaya Gazeta í Rússlandi Dómstóll í Rússlandi hefur svipt Novaya Gazeta, einn af síðustu frjálsu fjölmiðlum Rússlands, starfsleyfinu. Blaðið verður því að hætta allri sinni starfsemi í Rússlandi. 5. september 2022 12:16 Segir kveðjuathöfn Gorbatsjov hafa verið virðulega og viðeigandi Sendiherra Íslands í Rússlandi, Árni Þór Sigurðsson var viðstaddur kveðjuathöfn sem haldin var í gær til heiðurs Míkhaíl Gorbatsjov sem lést nú á dögunum, 91 árs. Árni segir athöfnina hafa verið virðulega og viðeigandi. 4. september 2022 10:26 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Sjá meira
Opinberir starfsmenn bandarísku leyniþjónustunnar staðfestu þetta í samtali við New York Times, sem greinir frá, og bættu við að búist sé við því að Rússar muni halda vopnaviðskiptum áfram við Norður-Kóreu. Þetta eru ekki fyrstu fréttirnar um vafasöm vopnakaup Rússa undanfarið en nýlega var greint frá því í fjölmiðlum að grunur sé um að Rússar séu farnir að nota dróna frá Íran. „Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur fest kaup á milljónum eldflauga og sprengja frá Norður-Kóreu til þess að nota í stríðinu í Úkraínu,“ sagði starfsmaður leyniþjónustunnar í skriflegu svari við fyrirspurn New York Times. Að sögn starfsmannsins benda vopnakaupin til þess að rússneski herinn sé enn þjakaður af hergagnaskorti í Úkraínu. Rússar hafa átt erfitt með ýmis konar framleiðslu undanfarna mánuði vegna hrávöruskorts, meðal annars vegna þeirra viðskiptaþvingana sem Vestræn ríki hafa beitt Rússa undanfarna mánuði. Það hefur haft áhrif á framleiðslu hergagna í Rússlandi. Fram kemur í frétt Times að bandarískir leyniþjónustustarfsmenn telji kaupin benda til þess að viðskiptaþvinganir Vesturlanda séu farnar að hafa áhrif á Rússa og draga úr mætti þeirra til þess að viðhalda stríðsrekstri í Úkraínu. Eins og áður segir kom nýlega fram að Rússar hafi fest kaup á írönskum drónum og notað þá í Úkraínu en starfsmaður bandarísku leyniþjónustunnar sagði í samtali við Reuters fyrir um mánuði að drónarnir hafi ekki reynst vel og bilað ítrekað. Rússar séu þó líklegir til að festa kaup á hundruðum Mohajer-6 og Shahed drónum.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Norður-Kórea Hernaður Tengdar fréttir Fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson Rússar hafa ákveðið að fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson af „öryggisástæðum“. Til stóð að efna til eins konar atkvæðagreiðslu á meðal íbúa hinnar hernumdu borgar Kherson sem er í suðurhluta Ukraínu um hvort borgin eigi að tilheyra Rússlandi. 5. september 2022 16:28 Lokað á Novaya Gazeta í Rússlandi Dómstóll í Rússlandi hefur svipt Novaya Gazeta, einn af síðustu frjálsu fjölmiðlum Rússlands, starfsleyfinu. Blaðið verður því að hætta allri sinni starfsemi í Rússlandi. 5. september 2022 12:16 Segir kveðjuathöfn Gorbatsjov hafa verið virðulega og viðeigandi Sendiherra Íslands í Rússlandi, Árni Þór Sigurðsson var viðstaddur kveðjuathöfn sem haldin var í gær til heiðurs Míkhaíl Gorbatsjov sem lést nú á dögunum, 91 árs. Árni segir athöfnina hafa verið virðulega og viðeigandi. 4. september 2022 10:26 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Sjá meira
Fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson Rússar hafa ákveðið að fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson af „öryggisástæðum“. Til stóð að efna til eins konar atkvæðagreiðslu á meðal íbúa hinnar hernumdu borgar Kherson sem er í suðurhluta Ukraínu um hvort borgin eigi að tilheyra Rússlandi. 5. september 2022 16:28
Lokað á Novaya Gazeta í Rússlandi Dómstóll í Rússlandi hefur svipt Novaya Gazeta, einn af síðustu frjálsu fjölmiðlum Rússlands, starfsleyfinu. Blaðið verður því að hætta allri sinni starfsemi í Rússlandi. 5. september 2022 12:16
Segir kveðjuathöfn Gorbatsjov hafa verið virðulega og viðeigandi Sendiherra Íslands í Rússlandi, Árni Þór Sigurðsson var viðstaddur kveðjuathöfn sem haldin var í gær til heiðurs Míkhaíl Gorbatsjov sem lést nú á dögunum, 91 árs. Árni segir athöfnina hafa verið virðulega og viðeigandi. 4. september 2022 10:26