Erfitt að gagnrýna menn fyrir að klúðra vítaspyrnu Smári Jökull Jónsson skrifar 4. september 2022 16:35 Eiður Smári þungt hugsi. Vísir/Hulda Margrét „Við segjum bara hlutina eins og þeir eru, þetta voru tvö kjörin tækifæri til að klára leikinn. Við ætlum greinilega ekki auðveldu leiðina í þessu,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH eftir að hans menn gerðu markalaust jafntefli við Leikni í Bestu deildinni. FH misnotaði tvær vítaspyrnur í leiknum. „Við megum ekki hengja haus. Það eru fjórir dagar síðan við vorum í skýjunum og svo erum við svekktir í dag. Við höldum hreinu í þriðja sinn í röð í deildinni sem er jákvætt,“ bætti Eiður Smári við en FH tryggði sér sæti í úrslitum Mjólkurbikarsins á fimmtudag eftir dramatískan leik gegn KA. Þeir eru hins vegar enn í bullandi fallbaráttu í Bestu deildinni. FH byrjaði leikinn ekki vel í dag og Leiknismenn voru mun sprækari aðilinn í upphafi. FH vann sig þó inn í leikinn þegar á leið en leikur Hafnfirðinga náði aldrei neinum sérstökum hæðum í dag. „Það vantaði aðeins orku, hvort það var smá þreyta eða hvað. Það tók okkur góðan hálftíma að koma okkur inn í leikinn en við áttum fínustu kafla og nokkur þokkaleg færi. Eitt stig, við tökum það með okkur.“ Sóknarlega voru FH-ingar bitlausir lengi vel og lítill hraði í þeirra leik. „Það vantaði í raun aðeins meiri ákefð. Við vorum í ágætum stöðum en af því að ákefðin var ekki næg þá nýttum við þær stöður ekki nógu vel. Það er alveg eðlilegt eftir að adrenalínið er búið að fara upp í vikunni þá vill maður upplifa þá stemmningu aftur og það er erfitt að finna hana.“ „Ég hef alveg skilning á því að það hafi verið smá slen í okkur en þegar leið á leikinn þá stigum við meira og meira upp. Auðvitað er það svekkjandi að hafa ekki klárað þetta.“ Steven Lennon misnotaði fyrri vítaspyrnu FH í dag en hann klikkaði einnig á vítapunktinum í leiknum gegn KA á fimmtudag. „Ég þekki ekki þessa tilfinningu, sem betur fer,“ sagði Eiður Smári glottandi. „Ég á rosalega erfitt með að gagnrýna menn fyrir einhver einstaklingsmistök eða að misnota vítaspyrnu því það eru allir að gera þetta af einlægni. Það er enginn sem ætlar sér að klúðra á einhverjum svona augnablikum.“ „Ég horfi ekki svo mikið á það, ég horfi miklu frekar á hvernig við komum inn í leikinn og hvernig við náðum smám saman að bæta okkar leik og setja pressu á Leiknismenn. Það er margt sem ég er ánægður með og margt sem ég er svekktur yfir,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: Leiknir R.-FH 0-0 | Viktor Freyr hetja Leiknis er hann varði vítaspyrnu í uppbótartíma Leiknir Reykjavík og FH gerðu markalaust jafntefli í sannkölluðum sex stiga fallslag í Bestu deild karla í dag. Gestirnir úr Hafnafirði brenndu af tveimur vítaspyrnum í leiknum. Þá fyrri setti Steven Lennon í slánna og þá síðari, á síðustu mínútu uppbótartíma varrði Viktor Freyr Sigurðsson frá Birni Daníel Sverrissyni. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 4. september 2022 15:55 Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Fleiri fréttir Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjá meira
„Við megum ekki hengja haus. Það eru fjórir dagar síðan við vorum í skýjunum og svo erum við svekktir í dag. Við höldum hreinu í þriðja sinn í röð í deildinni sem er jákvætt,“ bætti Eiður Smári við en FH tryggði sér sæti í úrslitum Mjólkurbikarsins á fimmtudag eftir dramatískan leik gegn KA. Þeir eru hins vegar enn í bullandi fallbaráttu í Bestu deildinni. FH byrjaði leikinn ekki vel í dag og Leiknismenn voru mun sprækari aðilinn í upphafi. FH vann sig þó inn í leikinn þegar á leið en leikur Hafnfirðinga náði aldrei neinum sérstökum hæðum í dag. „Það vantaði aðeins orku, hvort það var smá þreyta eða hvað. Það tók okkur góðan hálftíma að koma okkur inn í leikinn en við áttum fínustu kafla og nokkur þokkaleg færi. Eitt stig, við tökum það með okkur.“ Sóknarlega voru FH-ingar bitlausir lengi vel og lítill hraði í þeirra leik. „Það vantaði í raun aðeins meiri ákefð. Við vorum í ágætum stöðum en af því að ákefðin var ekki næg þá nýttum við þær stöður ekki nógu vel. Það er alveg eðlilegt eftir að adrenalínið er búið að fara upp í vikunni þá vill maður upplifa þá stemmningu aftur og það er erfitt að finna hana.“ „Ég hef alveg skilning á því að það hafi verið smá slen í okkur en þegar leið á leikinn þá stigum við meira og meira upp. Auðvitað er það svekkjandi að hafa ekki klárað þetta.“ Steven Lennon misnotaði fyrri vítaspyrnu FH í dag en hann klikkaði einnig á vítapunktinum í leiknum gegn KA á fimmtudag. „Ég þekki ekki þessa tilfinningu, sem betur fer,“ sagði Eiður Smári glottandi. „Ég á rosalega erfitt með að gagnrýna menn fyrir einhver einstaklingsmistök eða að misnota vítaspyrnu því það eru allir að gera þetta af einlægni. Það er enginn sem ætlar sér að klúðra á einhverjum svona augnablikum.“ „Ég horfi ekki svo mikið á það, ég horfi miklu frekar á hvernig við komum inn í leikinn og hvernig við náðum smám saman að bæta okkar leik og setja pressu á Leiknismenn. Það er margt sem ég er ánægður með og margt sem ég er svekktur yfir,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: Leiknir R.-FH 0-0 | Viktor Freyr hetja Leiknis er hann varði vítaspyrnu í uppbótartíma Leiknir Reykjavík og FH gerðu markalaust jafntefli í sannkölluðum sex stiga fallslag í Bestu deild karla í dag. Gestirnir úr Hafnafirði brenndu af tveimur vítaspyrnum í leiknum. Þá fyrri setti Steven Lennon í slánna og þá síðari, á síðustu mínútu uppbótartíma varrði Viktor Freyr Sigurðsson frá Birni Daníel Sverrissyni. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 4. september 2022 15:55 Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Fleiri fréttir Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjá meira
Leik lokið: Leiknir R.-FH 0-0 | Viktor Freyr hetja Leiknis er hann varði vítaspyrnu í uppbótartíma Leiknir Reykjavík og FH gerðu markalaust jafntefli í sannkölluðum sex stiga fallslag í Bestu deild karla í dag. Gestirnir úr Hafnafirði brenndu af tveimur vítaspyrnum í leiknum. Þá fyrri setti Steven Lennon í slánna og þá síðari, á síðustu mínútu uppbótartíma varrði Viktor Freyr Sigurðsson frá Birni Daníel Sverrissyni. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 4. september 2022 15:55