Íslenski boltinn

Þróttur Reykja­vik upp í Lengju­deildina

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sæti í Lengjudeildinni fagnað.
Sæti í Lengjudeildinni fagnað. Vísir/Atli

Þróttur Reykjavík er komið upp í Lengjudeild karla í fótbolta eftir eitt tímabil í 2. deild. Sætið var tryggt með 3-0 heimasigri á Haukum fyrr í dag.

Guðmundur Axel Hilmarsson kom Þrótti yfir snemma leiks en það reyndist eina mark fyrri hálfleiksins. Í síðari hálfleik skoraði Ernest Slupski tvívegis og sigur Þróttar aldrei í hættu. Lokatölur í Laugardalnum 3-0 og heimamenn eru komnir upp í Lengjudeildina á nýjan leik.

Þróttur er með 45 stig að loknum 20 leikjum og getur enn náð toppsæti deildarinnar af Njarðvík sem er með 49 stig þegar tvær umferðir eru eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×