Vill slökkva í vonum Blika: „Munum brjóta ansi mörg hjörtu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 31. ágúst 2022 11:01 Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings Vísir/Diego Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir sína menn vel stemmda fyrir stórleik kvöldsins er Víkingur tekst á við Breiðablik á Kópavogsvelli í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Arnar skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við Víking í gær og var af því tilefni til viðtals. Hann gerði stuttlega upp þróun sína sem þjálfari og hvað hefði breyst á þeim árum sem hann hefur verið í Víkinni. Hann var þá spurður um komandi stórleik. Hann segir mikilvægt að Víkingur hafi komist aftur á sigurbraut með naumum 3-2 sigri á KA um helgina, eftir fjögur jafntefli í röð í deildinni. „Við erum búnir að vera á ótrúlegu rönni síðan við töpuðum á móti Breiðabliki 3-0 [þann 16. maí síðastliðinn]. Við erum búnir að spila 22 leiki, eitthvað svoleiðis, á öllum vígstöðvum og bara tapað tveimur leikjum; á móti Malmö á útivelli og Lech Poznan á útivelli,“ segir Arnar. Víkingur vann tvöfalt á síðustu leiktíð en endaði aðeins stigi fyrir ofan Breiðablik í deildarkeppninni. Blikar leita enn síns fyrsta titils undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar en Arnar segir að sigri Víkingar í kvöld geti það einnig haft áhrif í toppbaráttunni í deildinni. Víkingar eru sem stendur tíu stigum á eftir Blikum en eiga leik inni þegar átta umferðir eru eftir. Klippa: Viðtal við Arnar Gunnlaugsson „Ég vil meina það að við erum það lið sem er hvað sterkast sem stendur, ásamt Blikunum. Þetta verður hörkuleikur, mikið barist. Blikarnir þrá að vinna titil og ég held að með því að við vinnum á morgun þá munum við brjóta ansi mörg hjörtu sem mun svo hjálpa okkur í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn,“ „Það er að miklu að keppa, leikmenn eru vel stemmdir, svo þetta verður geggjað,“ segir Arnar. Viðtalið við Arnar má sjá í heild sinni að ofan. Ummælin um Blika eru aftast í klippunni og hefjast á 5:20. Besta deild karla Mjólkurbikar karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Fleiri fréttir Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Sjá meira
Arnar skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við Víking í gær og var af því tilefni til viðtals. Hann gerði stuttlega upp þróun sína sem þjálfari og hvað hefði breyst á þeim árum sem hann hefur verið í Víkinni. Hann var þá spurður um komandi stórleik. Hann segir mikilvægt að Víkingur hafi komist aftur á sigurbraut með naumum 3-2 sigri á KA um helgina, eftir fjögur jafntefli í röð í deildinni. „Við erum búnir að vera á ótrúlegu rönni síðan við töpuðum á móti Breiðabliki 3-0 [þann 16. maí síðastliðinn]. Við erum búnir að spila 22 leiki, eitthvað svoleiðis, á öllum vígstöðvum og bara tapað tveimur leikjum; á móti Malmö á útivelli og Lech Poznan á útivelli,“ segir Arnar. Víkingur vann tvöfalt á síðustu leiktíð en endaði aðeins stigi fyrir ofan Breiðablik í deildarkeppninni. Blikar leita enn síns fyrsta titils undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar en Arnar segir að sigri Víkingar í kvöld geti það einnig haft áhrif í toppbaráttunni í deildinni. Víkingar eru sem stendur tíu stigum á eftir Blikum en eiga leik inni þegar átta umferðir eru eftir. Klippa: Viðtal við Arnar Gunnlaugsson „Ég vil meina það að við erum það lið sem er hvað sterkast sem stendur, ásamt Blikunum. Þetta verður hörkuleikur, mikið barist. Blikarnir þrá að vinna titil og ég held að með því að við vinnum á morgun þá munum við brjóta ansi mörg hjörtu sem mun svo hjálpa okkur í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn,“ „Það er að miklu að keppa, leikmenn eru vel stemmdir, svo þetta verður geggjað,“ segir Arnar. Viðtalið við Arnar má sjá í heild sinni að ofan. Ummælin um Blika eru aftast í klippunni og hefjast á 5:20.
Besta deild karla Mjólkurbikar karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Fleiri fréttir Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Sjá meira