Vill slökkva í vonum Blika: „Munum brjóta ansi mörg hjörtu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 31. ágúst 2022 11:01 Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings Vísir/Diego Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir sína menn vel stemmda fyrir stórleik kvöldsins er Víkingur tekst á við Breiðablik á Kópavogsvelli í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Arnar skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við Víking í gær og var af því tilefni til viðtals. Hann gerði stuttlega upp þróun sína sem þjálfari og hvað hefði breyst á þeim árum sem hann hefur verið í Víkinni. Hann var þá spurður um komandi stórleik. Hann segir mikilvægt að Víkingur hafi komist aftur á sigurbraut með naumum 3-2 sigri á KA um helgina, eftir fjögur jafntefli í röð í deildinni. „Við erum búnir að vera á ótrúlegu rönni síðan við töpuðum á móti Breiðabliki 3-0 [þann 16. maí síðastliðinn]. Við erum búnir að spila 22 leiki, eitthvað svoleiðis, á öllum vígstöðvum og bara tapað tveimur leikjum; á móti Malmö á útivelli og Lech Poznan á útivelli,“ segir Arnar. Víkingur vann tvöfalt á síðustu leiktíð en endaði aðeins stigi fyrir ofan Breiðablik í deildarkeppninni. Blikar leita enn síns fyrsta titils undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar en Arnar segir að sigri Víkingar í kvöld geti það einnig haft áhrif í toppbaráttunni í deildinni. Víkingar eru sem stendur tíu stigum á eftir Blikum en eiga leik inni þegar átta umferðir eru eftir. Klippa: Viðtal við Arnar Gunnlaugsson „Ég vil meina það að við erum það lið sem er hvað sterkast sem stendur, ásamt Blikunum. Þetta verður hörkuleikur, mikið barist. Blikarnir þrá að vinna titil og ég held að með því að við vinnum á morgun þá munum við brjóta ansi mörg hjörtu sem mun svo hjálpa okkur í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn,“ „Það er að miklu að keppa, leikmenn eru vel stemmdir, svo þetta verður geggjað,“ segir Arnar. Viðtalið við Arnar má sjá í heild sinni að ofan. Ummælin um Blika eru aftast í klippunni og hefjast á 5:20. Besta deild karla Mjólkurbikar karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Fótbolti Lillard með blóðtappa í kálfa Körfubolti „Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ Körfubolti „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Handbolti Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Handbolti Haukar kláruðu deildarkeppnina með stæl Körfubolti Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Fótbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Handbolti Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð Handbolti Fleiri fréttir „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Sjá meira
Arnar skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við Víking í gær og var af því tilefni til viðtals. Hann gerði stuttlega upp þróun sína sem þjálfari og hvað hefði breyst á þeim árum sem hann hefur verið í Víkinni. Hann var þá spurður um komandi stórleik. Hann segir mikilvægt að Víkingur hafi komist aftur á sigurbraut með naumum 3-2 sigri á KA um helgina, eftir fjögur jafntefli í röð í deildinni. „Við erum búnir að vera á ótrúlegu rönni síðan við töpuðum á móti Breiðabliki 3-0 [þann 16. maí síðastliðinn]. Við erum búnir að spila 22 leiki, eitthvað svoleiðis, á öllum vígstöðvum og bara tapað tveimur leikjum; á móti Malmö á útivelli og Lech Poznan á útivelli,“ segir Arnar. Víkingur vann tvöfalt á síðustu leiktíð en endaði aðeins stigi fyrir ofan Breiðablik í deildarkeppninni. Blikar leita enn síns fyrsta titils undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar en Arnar segir að sigri Víkingar í kvöld geti það einnig haft áhrif í toppbaráttunni í deildinni. Víkingar eru sem stendur tíu stigum á eftir Blikum en eiga leik inni þegar átta umferðir eru eftir. Klippa: Viðtal við Arnar Gunnlaugsson „Ég vil meina það að við erum það lið sem er hvað sterkast sem stendur, ásamt Blikunum. Þetta verður hörkuleikur, mikið barist. Blikarnir þrá að vinna titil og ég held að með því að við vinnum á morgun þá munum við brjóta ansi mörg hjörtu sem mun svo hjálpa okkur í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn,“ „Það er að miklu að keppa, leikmenn eru vel stemmdir, svo þetta verður geggjað,“ segir Arnar. Viðtalið við Arnar má sjá í heild sinni að ofan. Ummælin um Blika eru aftast í klippunni og hefjast á 5:20.
Besta deild karla Mjólkurbikar karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Fótbolti Lillard með blóðtappa í kálfa Körfubolti „Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ Körfubolti „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Handbolti Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Handbolti Haukar kláruðu deildarkeppnina með stæl Körfubolti Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Fótbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Handbolti Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð Handbolti Fleiri fréttir „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Sjá meira