Parker fær sparkið eftir afhroðið á Anfield Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. ágúst 2022 08:00 Scott Parker á hliðarlínunni á Anfield. Robin Jones/Getty Images Scott Parker hefur verið rekinn sem þjálfari Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni. Lið hans tapaði 9-0 á Anfield um liðna helgi, var það þriðji tapleikurinn í röð í deildinni. Markatala liðsins í leikjunum þremur var 0-16. Scott Parker tók við Bournemouth fyrir síðustu leiktíð er liðið lék í ensku B-deildinni. Þar áður þjálfaði hann Fulham. Parker stýrði Bournemouth upp í úrvalsdeildina á sínu fyrsta tímabili en liðið endaði í 2. sæti B-deildar með 88 stig, aðeins tveimur stigum á eftir Fulham sem vann deildina. Tímabilið hjá Bournemouth byrjaði vel en liðið mætti Aston Villa í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar og vann 2-0 sigur. Síðan þá hefur leiðin aðeins legið niður á við en nýliðarnir hafa mætt Manchester City, Arsenal og Liverpool í deildinni síðan þá. Í millitíðinni tókst þeim að leggja Norwich City að velli eftir vítaspyrnukeppni í enska deildarbikarnum. Svo virðist sem forráðamenn Bournemouth hafi fengið nóg er liðið var gjörsigrað á Anfield um helgina, staðan var 5-0 í hálfleik og voru mörk heimamanna orðin níu er flautað var til leiksloka. Eftir að hugsa sig um var ákveðið að láta Parker taka poka sinn. Er hann fyrsti þjálfari ensku úrvalsdeildarinnar til að vera rekinn á þessari leiktíð. AFC Bournemouth can announce that the club has parted company with head coach Scott Parker.— AFC Bournemouth (@afcbournemouth) August 30, 2022 Parker líður eflaust eins og hann hefði mátt fá meiri hjálp á leikmannamarkaðnum en Bournemouth hefur aðeins sótt fimm nýja leikmenn í sumar, þar af þrjá á frjálsi sölu. Á sama tíma er Nottingham Forest búið að sækja 19 nýja leikmenn og Fulham sjö. Bournemouth er í 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með þrjú stig eftir fjórar umferðir og markatöluna 2-16. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool lék sér að Bournemouth Eftir erfiða byrjun í ensku úrvalsdeildinni er Liverpool komið í gang eftir sannkallaðan stórsigur gegn nýliðum Bournemouth í dag. Lokatölur 9-0 þar sem Roberto Firmino var allt í öllu í sóknarleik heimamanna. 27. ágúst 2022 15:56 Klopp: Gætum ekki borið meiri virðingu fyrir Bournemouth Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, kallaði eftir því fyrir leikinn gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag að leikmennirnir sínir sýndu almennileg viðbrögð við slæmri byrjun félagsins í fyrstu þremur umferðunum. Hann hafi þó ekki vilja niðurlægja Bournemouth á þann hátt sem Liverpool gerði 27. ágúst 2022 21:30 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjá meira
Scott Parker tók við Bournemouth fyrir síðustu leiktíð er liðið lék í ensku B-deildinni. Þar áður þjálfaði hann Fulham. Parker stýrði Bournemouth upp í úrvalsdeildina á sínu fyrsta tímabili en liðið endaði í 2. sæti B-deildar með 88 stig, aðeins tveimur stigum á eftir Fulham sem vann deildina. Tímabilið hjá Bournemouth byrjaði vel en liðið mætti Aston Villa í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar og vann 2-0 sigur. Síðan þá hefur leiðin aðeins legið niður á við en nýliðarnir hafa mætt Manchester City, Arsenal og Liverpool í deildinni síðan þá. Í millitíðinni tókst þeim að leggja Norwich City að velli eftir vítaspyrnukeppni í enska deildarbikarnum. Svo virðist sem forráðamenn Bournemouth hafi fengið nóg er liðið var gjörsigrað á Anfield um helgina, staðan var 5-0 í hálfleik og voru mörk heimamanna orðin níu er flautað var til leiksloka. Eftir að hugsa sig um var ákveðið að láta Parker taka poka sinn. Er hann fyrsti þjálfari ensku úrvalsdeildarinnar til að vera rekinn á þessari leiktíð. AFC Bournemouth can announce that the club has parted company with head coach Scott Parker.— AFC Bournemouth (@afcbournemouth) August 30, 2022 Parker líður eflaust eins og hann hefði mátt fá meiri hjálp á leikmannamarkaðnum en Bournemouth hefur aðeins sótt fimm nýja leikmenn í sumar, þar af þrjá á frjálsi sölu. Á sama tíma er Nottingham Forest búið að sækja 19 nýja leikmenn og Fulham sjö. Bournemouth er í 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með þrjú stig eftir fjórar umferðir og markatöluna 2-16.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool lék sér að Bournemouth Eftir erfiða byrjun í ensku úrvalsdeildinni er Liverpool komið í gang eftir sannkallaðan stórsigur gegn nýliðum Bournemouth í dag. Lokatölur 9-0 þar sem Roberto Firmino var allt í öllu í sóknarleik heimamanna. 27. ágúst 2022 15:56 Klopp: Gætum ekki borið meiri virðingu fyrir Bournemouth Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, kallaði eftir því fyrir leikinn gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag að leikmennirnir sínir sýndu almennileg viðbrögð við slæmri byrjun félagsins í fyrstu þremur umferðunum. Hann hafi þó ekki vilja niðurlægja Bournemouth á þann hátt sem Liverpool gerði 27. ágúst 2022 21:30 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjá meira
Liverpool lék sér að Bournemouth Eftir erfiða byrjun í ensku úrvalsdeildinni er Liverpool komið í gang eftir sannkallaðan stórsigur gegn nýliðum Bournemouth í dag. Lokatölur 9-0 þar sem Roberto Firmino var allt í öllu í sóknarleik heimamanna. 27. ágúst 2022 15:56
Klopp: Gætum ekki borið meiri virðingu fyrir Bournemouth Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, kallaði eftir því fyrir leikinn gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag að leikmennirnir sínir sýndu almennileg viðbrögð við slæmri byrjun félagsins í fyrstu þremur umferðunum. Hann hafi þó ekki vilja niðurlægja Bournemouth á þann hátt sem Liverpool gerði 27. ágúst 2022 21:30