Sjáðu mörkin: Öruggt hjá Blikum, dramatík á Akureyri og í Keflavík, ÍBV kom til baka og ekkert gerðist í Vesturbæ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. ágúst 2022 14:01 Úr leik Breiðabliks og Leiknis Reykjavíkur. Vísir/Diego Alls fóru fimm leikir fram í Bestu deild karla í fótbolta á sunnudag. Það var nóg um að vera, mikið af mörkum, nóg af dramatík og mikil skemmtun á flestum völlum. Hér að neðan má sjá öll mörkin og allt það helsta sem gerðist. Stórleikur umferðarinnar fór fram á Akureyri þar sem Íslandsmeistarar Víkings mættu heimamönnum í KA. Leikurinn var mikil skemmtun og voru það gestirnir sem tóku forystuna þegar Erlingur Agnarsson stangaði fyrirgjöf Pablo Punyed. Í kjölfarið átti Ari Sigurpálsson skot í slá og svo skoraði Sveinn Margeir Hauksson fyrir KA en markið var dæmt af þar sem Sveinn Margeir var talinn brotlegur í aðdragandanum. Hann var það hins vegar ekki sjö mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks þegar hann skoraði með skoti sem Ingvar Jónsson varði í raun í hnéð á Kyle McLagan og í netið. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og staðan 1-1. Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði stórglæsilegt mark á 67. mínútu og kom KA yfir. Fyrirliðinn Júlíus Magnússon steig þá upp og stangaði hornspyrnu Loga Tómassonar í netið. Það var svo Birnir Snær Ingason sem tryggði Íslandsmeisturunum sigurinn með skoti sem fór af varnarmanni og í netið á 90. mínútu leiksins, lokatölur 2-3. Klippa: Besta deild karla: KA 2-3 Víkingur Topplið Breiðabliks valtaði yfir botnlið Leiknis Reykjavíkur á Kópavogsvelli, lokatölur 4-0. Mikkel Qvist kom heimamönnum yfir með skalla eftir hornspyrnu fyrirliðans Höskuldar Gunnlaugssonar. Heimamenn fengu svo vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks en Atli Jónasson sá við Höskuldi. Í síðari hálfleik gengu Blikar á lagið. Sölvi Snær Guðbjargarson kom þeim í 2-0, Gísli Eyjólfsson í 3-0 og Dagur Dan Þórhallsson í 4-0 undir lok leiks. Klippa: Besta deild karla: Breiðablik 4-0 Leiknir Reykjavík ÍBV vann góðan 3-1 sigur á Stjörnunni þar sem gestirnir úr Garðabæ óðu í færum í upphafi leiks. Þeir nýttu þó aðeins eitt, það gerði Einar Karl Ingvarsson með skoti fyrir utan vítateig. Andri Rúnar Bjarnason skoraði hins vegar tvívegis undir lok fyrri hálfleiks. Fyrra markið kom með frábærum skalla af löngu færi og hitt var yfirveguð afgreiðsla frá vítateigslínunni. Arnar Breki Gunnarsson gerði svo út um leikinn snemma í síðari hálfleik með þriðja marki heimamanna. Skömmu áður hafði Jóhann Árni Gunnarsson fengið sitt annað gula spjald og þar með rautt í liði Stjörnunnar. Gestirnir áttu engin svör og lauk leiknum með 3-1 sigri ÍBV. Klippa: Besta deild karla: ÍBV 3-1 Stjarnan ÍA vann 1-0 sigur í Keflavík þökk sé marki Olivers Stefánssonar undir lok leiks. Klippa: Besta deild karla: Keflavík 0-1 ÍA KR og FH gerðu markalaust jafntefli í frekar döprum leik á Meistaravöllum. Klippa: Besta deild karla: KR 0-0 FH Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV-Stjarnan 3-1 | Frábær Eyjasigur á tíu Stjörnumönnum ÍBV tók á móti Stjörnunni á Hásteinsvelli í fyrsta leik dagsins í Bestu deild karla. Leikurinn endaði með 3-1 sgiri ÍBV. Eftir tap fyrir ÍA í síðasta leik þurftu Eyjamenn sigur í botnbaráttunni en Stjörnumenn fjarlægðust Evrópubaráttuna enn frekar. 28. ágúst 2022 13:16 Umfjöllun og viðtöl: KA 2- 3 Víkingur | Birnir Snær tryggði Íslandsmeisturunum dramatískan sigur Víkingur sigraði KA, 2-3, í frábærum fótbolta leik á Akureyri fyrr í dag. KA leiddi 2-1 þegar stundarfjórðungur lifði leiks en Víkingar grófu djúpt og uppskáru sigur með marki frá Birni Snæ Ingasyni á 90. mínútu. 28. ágúst 2022 18:00 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 4-0 Leiknir | Blikar ekki í vandræðum með Leikni Breiðablik vann sannfærandi 4-0 sigur á Leiknismönnum í 18. umferð Bestu deildarinnar í kvöld. 28. ágúst 2022 21:15 Umfjöllun,viðtöl og myndir: KR-FH 0-0| Vögguvísa á Meistaravöllum Það var mikið húllumhæ fyrir leik KR og FH. Ný útgáfa af stuðningsmannalagi KR, Öll sem eitt var frumflutt og var fjölmennt á vellinum.Leikurinn var einn sá allra lokaðasti sem hefur verið spilaður á tímabilinu og var afar lítið um marktækifæri og var markalaust jafntefli niðurstaðan. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 28. ágúst 2022 19:00 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík-ÍA 0-1 | Mark Olivers í lokin tryggði Skagamönnum annan sigurinn í röð Oliver Stefánsson var hetja Skagamanna þegar hann skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri á Keflavík suður með sjó í dag. Þetta er annar sigur ÍA í röð sem fara úr neðsta sæti deildarinnar með sigrinum. 28. ágúst 2022 20:02 Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
Stórleikur umferðarinnar fór fram á Akureyri þar sem Íslandsmeistarar Víkings mættu heimamönnum í KA. Leikurinn var mikil skemmtun og voru það gestirnir sem tóku forystuna þegar Erlingur Agnarsson stangaði fyrirgjöf Pablo Punyed. Í kjölfarið átti Ari Sigurpálsson skot í slá og svo skoraði Sveinn Margeir Hauksson fyrir KA en markið var dæmt af þar sem Sveinn Margeir var talinn brotlegur í aðdragandanum. Hann var það hins vegar ekki sjö mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks þegar hann skoraði með skoti sem Ingvar Jónsson varði í raun í hnéð á Kyle McLagan og í netið. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og staðan 1-1. Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði stórglæsilegt mark á 67. mínútu og kom KA yfir. Fyrirliðinn Júlíus Magnússon steig þá upp og stangaði hornspyrnu Loga Tómassonar í netið. Það var svo Birnir Snær Ingason sem tryggði Íslandsmeisturunum sigurinn með skoti sem fór af varnarmanni og í netið á 90. mínútu leiksins, lokatölur 2-3. Klippa: Besta deild karla: KA 2-3 Víkingur Topplið Breiðabliks valtaði yfir botnlið Leiknis Reykjavíkur á Kópavogsvelli, lokatölur 4-0. Mikkel Qvist kom heimamönnum yfir með skalla eftir hornspyrnu fyrirliðans Höskuldar Gunnlaugssonar. Heimamenn fengu svo vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks en Atli Jónasson sá við Höskuldi. Í síðari hálfleik gengu Blikar á lagið. Sölvi Snær Guðbjargarson kom þeim í 2-0, Gísli Eyjólfsson í 3-0 og Dagur Dan Þórhallsson í 4-0 undir lok leiks. Klippa: Besta deild karla: Breiðablik 4-0 Leiknir Reykjavík ÍBV vann góðan 3-1 sigur á Stjörnunni þar sem gestirnir úr Garðabæ óðu í færum í upphafi leiks. Þeir nýttu þó aðeins eitt, það gerði Einar Karl Ingvarsson með skoti fyrir utan vítateig. Andri Rúnar Bjarnason skoraði hins vegar tvívegis undir lok fyrri hálfleiks. Fyrra markið kom með frábærum skalla af löngu færi og hitt var yfirveguð afgreiðsla frá vítateigslínunni. Arnar Breki Gunnarsson gerði svo út um leikinn snemma í síðari hálfleik með þriðja marki heimamanna. Skömmu áður hafði Jóhann Árni Gunnarsson fengið sitt annað gula spjald og þar með rautt í liði Stjörnunnar. Gestirnir áttu engin svör og lauk leiknum með 3-1 sigri ÍBV. Klippa: Besta deild karla: ÍBV 3-1 Stjarnan ÍA vann 1-0 sigur í Keflavík þökk sé marki Olivers Stefánssonar undir lok leiks. Klippa: Besta deild karla: Keflavík 0-1 ÍA KR og FH gerðu markalaust jafntefli í frekar döprum leik á Meistaravöllum. Klippa: Besta deild karla: KR 0-0 FH
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV-Stjarnan 3-1 | Frábær Eyjasigur á tíu Stjörnumönnum ÍBV tók á móti Stjörnunni á Hásteinsvelli í fyrsta leik dagsins í Bestu deild karla. Leikurinn endaði með 3-1 sgiri ÍBV. Eftir tap fyrir ÍA í síðasta leik þurftu Eyjamenn sigur í botnbaráttunni en Stjörnumenn fjarlægðust Evrópubaráttuna enn frekar. 28. ágúst 2022 13:16 Umfjöllun og viðtöl: KA 2- 3 Víkingur | Birnir Snær tryggði Íslandsmeisturunum dramatískan sigur Víkingur sigraði KA, 2-3, í frábærum fótbolta leik á Akureyri fyrr í dag. KA leiddi 2-1 þegar stundarfjórðungur lifði leiks en Víkingar grófu djúpt og uppskáru sigur með marki frá Birni Snæ Ingasyni á 90. mínútu. 28. ágúst 2022 18:00 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 4-0 Leiknir | Blikar ekki í vandræðum með Leikni Breiðablik vann sannfærandi 4-0 sigur á Leiknismönnum í 18. umferð Bestu deildarinnar í kvöld. 28. ágúst 2022 21:15 Umfjöllun,viðtöl og myndir: KR-FH 0-0| Vögguvísa á Meistaravöllum Það var mikið húllumhæ fyrir leik KR og FH. Ný útgáfa af stuðningsmannalagi KR, Öll sem eitt var frumflutt og var fjölmennt á vellinum.Leikurinn var einn sá allra lokaðasti sem hefur verið spilaður á tímabilinu og var afar lítið um marktækifæri og var markalaust jafntefli niðurstaðan. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 28. ágúst 2022 19:00 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík-ÍA 0-1 | Mark Olivers í lokin tryggði Skagamönnum annan sigurinn í röð Oliver Stefánsson var hetja Skagamanna þegar hann skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri á Keflavík suður með sjó í dag. Þetta er annar sigur ÍA í röð sem fara úr neðsta sæti deildarinnar með sigrinum. 28. ágúst 2022 20:02 Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV-Stjarnan 3-1 | Frábær Eyjasigur á tíu Stjörnumönnum ÍBV tók á móti Stjörnunni á Hásteinsvelli í fyrsta leik dagsins í Bestu deild karla. Leikurinn endaði með 3-1 sgiri ÍBV. Eftir tap fyrir ÍA í síðasta leik þurftu Eyjamenn sigur í botnbaráttunni en Stjörnumenn fjarlægðust Evrópubaráttuna enn frekar. 28. ágúst 2022 13:16
Umfjöllun og viðtöl: KA 2- 3 Víkingur | Birnir Snær tryggði Íslandsmeisturunum dramatískan sigur Víkingur sigraði KA, 2-3, í frábærum fótbolta leik á Akureyri fyrr í dag. KA leiddi 2-1 þegar stundarfjórðungur lifði leiks en Víkingar grófu djúpt og uppskáru sigur með marki frá Birni Snæ Ingasyni á 90. mínútu. 28. ágúst 2022 18:00
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 4-0 Leiknir | Blikar ekki í vandræðum með Leikni Breiðablik vann sannfærandi 4-0 sigur á Leiknismönnum í 18. umferð Bestu deildarinnar í kvöld. 28. ágúst 2022 21:15
Umfjöllun,viðtöl og myndir: KR-FH 0-0| Vögguvísa á Meistaravöllum Það var mikið húllumhæ fyrir leik KR og FH. Ný útgáfa af stuðningsmannalagi KR, Öll sem eitt var frumflutt og var fjölmennt á vellinum.Leikurinn var einn sá allra lokaðasti sem hefur verið spilaður á tímabilinu og var afar lítið um marktækifæri og var markalaust jafntefli niðurstaðan. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 28. ágúst 2022 19:00
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík-ÍA 0-1 | Mark Olivers í lokin tryggði Skagamönnum annan sigurinn í röð Oliver Stefánsson var hetja Skagamanna þegar hann skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri á Keflavík suður með sjó í dag. Þetta er annar sigur ÍA í röð sem fara úr neðsta sæti deildarinnar með sigrinum. 28. ágúst 2022 20:02