Teymi Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar loks á leið til Zaporizhzhia Atli Ísleifsson skrifar 29. ágúst 2022 06:36 Rússar náðu kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia á sitt vald í mars, en harðir bardagar hafa staðið í grennd við verið síðustu vikurnar. AP Eftirlitsmenn á vegum Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) eru nú á leið til úkraínska kjarnorkuversins í Zaporizhzhia þar sem harðir bardagar hafa staðið milli úkraínskra og rússneskra hersveita síðustu vikurnar. Rafael Grossi, forstjóri IAEA, fylgir teyminu sem ferðast nú til versins. Í tísti segir Grossi að dagurinn sé runninn upp – teymi á vegum stofnunarinnar sé nú á leiðinni, en búist er við að það geti hafið sín störf síðar í vikunni. Segir hann nauðsynlegt að tryggja öryggi þessa stærsta kjarnorkuvers Evrópu. Kjarnorkuverið er að finna í suðausturhluta Úkraínu, en margir hafa óttast að kjarnorkuslys kunni að verða í verinu sem hefur verið á valdi Rússa síðan í mars. Harðir bardagar hafa staðið í grennd við verið síðustu vikurnar og sagði Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti í síðustu viku að litlu hafi mátt muna að kjarnorkuslys hafi orðið þegar síðasta rafmagnslínan að verinu hafi dottið út í átökum, en nokkrar klukkustundir tók að gera við línuna. Selenskí sagði að varaaflstöðvar hafi haldið verinu gangandi og bjargað því að stórslys hafi ekki orðið. The day has come, @IAEAorg's Support and Assistance Mission to #Zaporizhzhya (ISAMZ) is now on its way. We must protect the safety and security of #Ukraine s and Europe s biggest nuclear facility. Proud to lead this mission which will be in #ZNPP later this week. pic.twitter.com/tyVY7l4SrM— Rafael MarianoGrossi (@rafaelmgrossi) August 29, 2022 Í síðustu viku varð ljóst að bæði Úkraínumenn og Rússar væru samþykkir að hleypa fulltrúum IAEA að verinu. Teymi Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar er ætlað að meta mögulegar skemmdir sem hafi orðið á kjarnorkuverinu, leggja mat á öryggiskerfi versins, meta aðstæður starfsfólks og sjá til þess að gripið verði til nauðsynlegra aðgerða til að hægt sé að tryggja öryggi. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Kjarnorka Tengdar fréttir Rússar komu í veg fyrir endurnýjun samnings SÞ um kjarnorkuvopn Andstaða Rússlands kom í gær í veg fyrir samþykkt sameiginlegrar yfirlýsingar ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um takmörkun kjarnorkuvopna. 27. ágúst 2022 17:32 Selenskí segir varaaflstöðvar hafa forðað kjarnorkuslysi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti segir að litlu hafi mátt muni að kjarnorkuslys yrði þegar síðasta rafmagnslínan að Zaporizhzhia kjarnorkuverinu datt út í átökum í kringum verið. Nokkrar klukkustundir tók að gera við línuna. 26. ágúst 2022 07:22 Sameinuðu þjóðirnar uggandi eftir ítrekaðar árásir á kjarnorkuver Rússar og Úkraínumenn benda enn hvorir á aðra vegna ítrekaðra árása á stærsta kjarnorkuver Evrópu í austurhluta Úkraínu. Árásir þessar hafa aukið á áhyggjur manna af því árásirnar leiði til stórslyss í kjarnorkuverinu sem hafi óafturkræfar afleiðingar í för með sér. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna kallar eftir því að svæðið í kringum kjarnorkuverið verði hlutlaust. 12. ágúst 2022 10:00 Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fleiri fréttir Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Sjá meira
Rafael Grossi, forstjóri IAEA, fylgir teyminu sem ferðast nú til versins. Í tísti segir Grossi að dagurinn sé runninn upp – teymi á vegum stofnunarinnar sé nú á leiðinni, en búist er við að það geti hafið sín störf síðar í vikunni. Segir hann nauðsynlegt að tryggja öryggi þessa stærsta kjarnorkuvers Evrópu. Kjarnorkuverið er að finna í suðausturhluta Úkraínu, en margir hafa óttast að kjarnorkuslys kunni að verða í verinu sem hefur verið á valdi Rússa síðan í mars. Harðir bardagar hafa staðið í grennd við verið síðustu vikurnar og sagði Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti í síðustu viku að litlu hafi mátt muna að kjarnorkuslys hafi orðið þegar síðasta rafmagnslínan að verinu hafi dottið út í átökum, en nokkrar klukkustundir tók að gera við línuna. Selenskí sagði að varaaflstöðvar hafi haldið verinu gangandi og bjargað því að stórslys hafi ekki orðið. The day has come, @IAEAorg's Support and Assistance Mission to #Zaporizhzhya (ISAMZ) is now on its way. We must protect the safety and security of #Ukraine s and Europe s biggest nuclear facility. Proud to lead this mission which will be in #ZNPP later this week. pic.twitter.com/tyVY7l4SrM— Rafael MarianoGrossi (@rafaelmgrossi) August 29, 2022 Í síðustu viku varð ljóst að bæði Úkraínumenn og Rússar væru samþykkir að hleypa fulltrúum IAEA að verinu. Teymi Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar er ætlað að meta mögulegar skemmdir sem hafi orðið á kjarnorkuverinu, leggja mat á öryggiskerfi versins, meta aðstæður starfsfólks og sjá til þess að gripið verði til nauðsynlegra aðgerða til að hægt sé að tryggja öryggi.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Kjarnorka Tengdar fréttir Rússar komu í veg fyrir endurnýjun samnings SÞ um kjarnorkuvopn Andstaða Rússlands kom í gær í veg fyrir samþykkt sameiginlegrar yfirlýsingar ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um takmörkun kjarnorkuvopna. 27. ágúst 2022 17:32 Selenskí segir varaaflstöðvar hafa forðað kjarnorkuslysi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti segir að litlu hafi mátt muni að kjarnorkuslys yrði þegar síðasta rafmagnslínan að Zaporizhzhia kjarnorkuverinu datt út í átökum í kringum verið. Nokkrar klukkustundir tók að gera við línuna. 26. ágúst 2022 07:22 Sameinuðu þjóðirnar uggandi eftir ítrekaðar árásir á kjarnorkuver Rússar og Úkraínumenn benda enn hvorir á aðra vegna ítrekaðra árása á stærsta kjarnorkuver Evrópu í austurhluta Úkraínu. Árásir þessar hafa aukið á áhyggjur manna af því árásirnar leiði til stórslyss í kjarnorkuverinu sem hafi óafturkræfar afleiðingar í för með sér. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna kallar eftir því að svæðið í kringum kjarnorkuverið verði hlutlaust. 12. ágúst 2022 10:00 Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fleiri fréttir Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Sjá meira
Rússar komu í veg fyrir endurnýjun samnings SÞ um kjarnorkuvopn Andstaða Rússlands kom í gær í veg fyrir samþykkt sameiginlegrar yfirlýsingar ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um takmörkun kjarnorkuvopna. 27. ágúst 2022 17:32
Selenskí segir varaaflstöðvar hafa forðað kjarnorkuslysi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti segir að litlu hafi mátt muni að kjarnorkuslys yrði þegar síðasta rafmagnslínan að Zaporizhzhia kjarnorkuverinu datt út í átökum í kringum verið. Nokkrar klukkustundir tók að gera við línuna. 26. ágúst 2022 07:22
Sameinuðu þjóðirnar uggandi eftir ítrekaðar árásir á kjarnorkuver Rússar og Úkraínumenn benda enn hvorir á aðra vegna ítrekaðra árása á stærsta kjarnorkuver Evrópu í austurhluta Úkraínu. Árásir þessar hafa aukið á áhyggjur manna af því árásirnar leiði til stórslyss í kjarnorkuverinu sem hafi óafturkræfar afleiðingar í för með sér. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna kallar eftir því að svæðið í kringum kjarnorkuverið verði hlutlaust. 12. ágúst 2022 10:00