Rússar komu í veg fyrir endurnýjun samnings SÞ um kjarnorkuvopn Eiður Þór Árnason skrifar 27. ágúst 2022 17:32 Ráðstefnan hefur staðið yfir í um heilan mánuð. EPA/JUSTIN LANE Andstaða Rússlands kom í gær í veg fyrir samþykkt sameiginlegrar yfirlýsingar ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um takmörkun kjarnorkuvopna. Alls hefur 191 ríki átt aðild að samningi SÞ um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna en samkomulagið hefur jafnan verið endurskoðað á fimm ára fresti. Markmið þess er meðal annars að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu vopnanna en fulltrúar allra ríkjanna þurftu að samþykkja yfirlýsinguna. Fulltrúar Rússlands lögðust gegn hluta textans þar sem lýst er yfir alvarlegum áhyggjum af hernaðarumsvifum í kringum kjarnorkuver í Úkraínu, einkum við kjarnorkuverið í Zaporizhzhia, sem rússneskar hersveitir náðu á sitt vald snemma í innrás sinni í Úkraínu. Í drögunum er einnig komið inn á að stjórnvöld í Úkraínu hafi misst stjórn á slíkum innviðum í kjölfar hernaðarumsvifa sem hafi mjög neikvæð áhrif á öryggi fólks. Igor Vishnevetsky, fulltrúi Rússa sagði textann pólitískan og kallaði eftir auknu „jafnvægi.“ Sátt náðist ekki heldur árið 2015 Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu og hefur eftir Penny Wong, utanríkisráðherra Ástralíu að niðurstaðan valdi henni miklum vonbrigðum. „Rússland kom í veg fyrir framfarir með því að neita að gera málamiðlun og samþykkja texta sem hafði verið samþykktur af öllum öðrum ríkjum.“ Aðildarríkjunum mistókst sömuleiðis að komast að samkomulagi þegar samningurinn var síðast endurskoðaður árið 2015. Nýafstaðin ráðstefna átti upphaflega að fara fram árið 2020 en var frestað vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Bonnie Jenkins, fulltrúi Bandaríkjanna á ráðstefnu SÞ, segir Bandaríkin harma þessa niðurstöðu og „enn fremur þær aðgerðir Rússa sem leiddu okkur á þennan stað í dag.“ Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Kjarnorka Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Alls hefur 191 ríki átt aðild að samningi SÞ um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna en samkomulagið hefur jafnan verið endurskoðað á fimm ára fresti. Markmið þess er meðal annars að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu vopnanna en fulltrúar allra ríkjanna þurftu að samþykkja yfirlýsinguna. Fulltrúar Rússlands lögðust gegn hluta textans þar sem lýst er yfir alvarlegum áhyggjum af hernaðarumsvifum í kringum kjarnorkuver í Úkraínu, einkum við kjarnorkuverið í Zaporizhzhia, sem rússneskar hersveitir náðu á sitt vald snemma í innrás sinni í Úkraínu. Í drögunum er einnig komið inn á að stjórnvöld í Úkraínu hafi misst stjórn á slíkum innviðum í kjölfar hernaðarumsvifa sem hafi mjög neikvæð áhrif á öryggi fólks. Igor Vishnevetsky, fulltrúi Rússa sagði textann pólitískan og kallaði eftir auknu „jafnvægi.“ Sátt náðist ekki heldur árið 2015 Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu og hefur eftir Penny Wong, utanríkisráðherra Ástralíu að niðurstaðan valdi henni miklum vonbrigðum. „Rússland kom í veg fyrir framfarir með því að neita að gera málamiðlun og samþykkja texta sem hafði verið samþykktur af öllum öðrum ríkjum.“ Aðildarríkjunum mistókst sömuleiðis að komast að samkomulagi þegar samningurinn var síðast endurskoðaður árið 2015. Nýafstaðin ráðstefna átti upphaflega að fara fram árið 2020 en var frestað vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Bonnie Jenkins, fulltrúi Bandaríkjanna á ráðstefnu SÞ, segir Bandaríkin harma þessa niðurstöðu og „enn fremur þær aðgerðir Rússa sem leiddu okkur á þennan stað í dag.“
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Kjarnorka Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira