Enski boltinn

Ajax hafnar risatilboði United í Antony en leikmaðurinn vill fara

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
United heldur áfram að kroppa í Antony.
United heldur áfram að kroppa í Antony. Rico Brouwer/Soccrates/Getty Images

Hollenska félagið Ajax hefur hafnað nýjasta tilboði Manchester United í brasilíska vængmanninn Antony. Tilboðið hljóðaði upp á 90 milljónir evra.

Viðræður á milli félaganna eru þó enn í gangi, en Ajax hafnaði einnig tilboði upp á 80 milljónir evra fyrr í vikunni. Talið er að félagið vilji í það minnsta 100 milljónir evra fyrir leikmanninn.

United hefur verið á höttunum eftir Antony undanfarnar vikur, en samkvæmt heimildarmönnum Sky Sports telja forráðamenn Ajax sig ekki vera undir neinni pressu að selja leikmanninn. Þá þykir þeim þeir einnig mögulega hafa of lítinn tíma til að finna eftirmann Antony þar sem félagsskiptaglugginn lokar á miðvikudaginn í næstu viku.

Antony var ekki í leikmannahóp Ajax síðastliðinn sunnudag er liðið vann 1-0 sigur gegn Sparta Rotterdam í hollensku úrvalsdeildinni. Þá mætti hann heldur ekki á æfingar fyrir leikinn og er talið að hann vilji koma sér burt frá félaginu og til Englands.

Þrátt fyrir eltingaleik United við Antony heldur félagið áfram að skoða aðra möguleika. Félagið hefur einnig áhuga á Pierre-Emerick Aubameyang, framherja Barcelona, og Cody Gakpo, vængmanni PSV Eindhoven. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.