Markafjörið í efstu deild aldrei meira Sindri Sverrisson skrifar 25. ágúst 2022 14:30 Guðmundur Magnússon fagnar einu af tólf mörkum sínum fyrir Framara sem hafa heillað með skemmtilegum fótbolta í sumar. vísir/diego Leikmenn hafa raðað inn mörkum sem aldrei fyrr í Bestu deild karla í fótbolta í sumar og útlit fyrir að markamet í tólf liða deild verði slegið. Aldrei hafa verið skoruð fleiri mörk að meðaltali í leik en í sumar, að minnsta kosti frá því að tólf liða efstu deild var komið á fót árið 2008. Hvort að nafnabreytingin á deildinni fyrir sumarið eða minnkandi pressa við lengingu Íslandsmótsins hafi haft þessi áhrif er óvíst, en það er að minnsta kosti staðreynd að í sumar hafa verið skoruð að meðaltali 3,45 mörk í leik hingað til, sem hlýtur að teljast veisla. Enn eru fjórar umferðir eftir áður en hinum hefðbundnu 22 umferðum verður lokið, en samt vantar aðeins fjögur mörk í viðbót til að liðin nái sama markafjölda og allt tímabilið í fyrra, eða 373 mörkum. Skora 3,45 mörk að meðaltali í leik Meðalfjöldi marka í leik í efstu deild: Ár Mörk 2022 3,45 2021 2,83 2020 3,28 2019 3,12 2018 2,95 2017 3,05 2016 2,73 2015 2,88 2014 3,02 2013 3,12 2012 3,22 2011 3,04 2010 3,33 2009 3,42 2008 3,12 Að þessu sinni lýkur svo mótinu ekki eftir 22 umferðir heldur skiptist þá deildin í tvennt, efri og neðri hluta, og verða spilaðar fimm umferðir í viðbót. Mögulega hefur sú staðreynd fengið einhverja þjálfara eða leikmenn til að taka meiri áhættu í sínum leik og blása frekar til sóknar. Blikar hafa skorað liða mest í sumar þó að Ísak Snær Þorvaldsson hafi aðeins gert eitt deildarmark síðan í júní.Vísir/Hulda Margrét Mest skorað í leikjum Framara Nökkvi Þeyr Þórisson í KA er sá leikmaður sem skorað hefur flest mörk, eða 16, og er hann farinn að ógna verulega markametinu í efstu deild sem er 19 mörk en fimm menn deila því meti. Markahæstir eftir 18 umferðir: 16 Nökkvi Þeyr Þórisson, KA 12 Ísak Snær Þorvaldsson, Breiðabliki 12 Guðmundur Magnússon, Fram 11 Emil Atlason, Stjörnunni Breiðablik hefur hins vegar skorað flest mörk allra liða eða 46 og Víkingur kemur næst með 39 mörk, marki meira en KA. Engu að síður eru Blikar þátttakendur í tveimur af aðeins sex markalausum jafnteflum sumarsins, gegn ÍBV og FH í júlí. Það er hins vegar í leikjum nýliða Fram sem að flest mörk eru skoruð, eða yfir fjögur mörk að meðaltali í leik. Framarar hafa skorað 35 mörk en fengið 38 á sig, og eru í baráttu um að enda í efri helmingi deildarinnar. Fæst mörk hafa verið skoruð í leikjum FH-inga eða 2,9 mörk í leik, og næstfæst í leikjum KR-inga eða rétt rúmlega 3 mörk í leik. Það eru þó Skagamenn, sem eru í botnsætinu, sem hafa skorað fæst mörk allra eða aðeins 17 í 18 leikjum, og Leiknismenn hafa skorað 18 í 17 leikjum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fleiri fréttir „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Sjá meira
Aldrei hafa verið skoruð fleiri mörk að meðaltali í leik en í sumar, að minnsta kosti frá því að tólf liða efstu deild var komið á fót árið 2008. Hvort að nafnabreytingin á deildinni fyrir sumarið eða minnkandi pressa við lengingu Íslandsmótsins hafi haft þessi áhrif er óvíst, en það er að minnsta kosti staðreynd að í sumar hafa verið skoruð að meðaltali 3,45 mörk í leik hingað til, sem hlýtur að teljast veisla. Enn eru fjórar umferðir eftir áður en hinum hefðbundnu 22 umferðum verður lokið, en samt vantar aðeins fjögur mörk í viðbót til að liðin nái sama markafjölda og allt tímabilið í fyrra, eða 373 mörkum. Skora 3,45 mörk að meðaltali í leik Meðalfjöldi marka í leik í efstu deild: Ár Mörk 2022 3,45 2021 2,83 2020 3,28 2019 3,12 2018 2,95 2017 3,05 2016 2,73 2015 2,88 2014 3,02 2013 3,12 2012 3,22 2011 3,04 2010 3,33 2009 3,42 2008 3,12 Að þessu sinni lýkur svo mótinu ekki eftir 22 umferðir heldur skiptist þá deildin í tvennt, efri og neðri hluta, og verða spilaðar fimm umferðir í viðbót. Mögulega hefur sú staðreynd fengið einhverja þjálfara eða leikmenn til að taka meiri áhættu í sínum leik og blása frekar til sóknar. Blikar hafa skorað liða mest í sumar þó að Ísak Snær Þorvaldsson hafi aðeins gert eitt deildarmark síðan í júní.Vísir/Hulda Margrét Mest skorað í leikjum Framara Nökkvi Þeyr Þórisson í KA er sá leikmaður sem skorað hefur flest mörk, eða 16, og er hann farinn að ógna verulega markametinu í efstu deild sem er 19 mörk en fimm menn deila því meti. Markahæstir eftir 18 umferðir: 16 Nökkvi Þeyr Þórisson, KA 12 Ísak Snær Þorvaldsson, Breiðabliki 12 Guðmundur Magnússon, Fram 11 Emil Atlason, Stjörnunni Breiðablik hefur hins vegar skorað flest mörk allra liða eða 46 og Víkingur kemur næst með 39 mörk, marki meira en KA. Engu að síður eru Blikar þátttakendur í tveimur af aðeins sex markalausum jafnteflum sumarsins, gegn ÍBV og FH í júlí. Það er hins vegar í leikjum nýliða Fram sem að flest mörk eru skoruð, eða yfir fjögur mörk að meðaltali í leik. Framarar hafa skorað 35 mörk en fengið 38 á sig, og eru í baráttu um að enda í efri helmingi deildarinnar. Fæst mörk hafa verið skoruð í leikjum FH-inga eða 2,9 mörk í leik, og næstfæst í leikjum KR-inga eða rétt rúmlega 3 mörk í leik. Það eru þó Skagamenn, sem eru í botnsætinu, sem hafa skorað fæst mörk allra eða aðeins 17 í 18 leikjum, og Leiknismenn hafa skorað 18 í 17 leikjum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Meðalfjöldi marka í leik í efstu deild: Ár Mörk 2022 3,45 2021 2,83 2020 3,28 2019 3,12 2018 2,95 2017 3,05 2016 2,73 2015 2,88 2014 3,02 2013 3,12 2012 3,22 2011 3,04 2010 3,33 2009 3,42 2008 3,12
Markahæstir eftir 18 umferðir: 16 Nökkvi Þeyr Þórisson, KA 12 Ísak Snær Þorvaldsson, Breiðabliki 12 Guðmundur Magnússon, Fram 11 Emil Atlason, Stjörnunni
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fleiri fréttir „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn