Markafjörið í efstu deild aldrei meira Sindri Sverrisson skrifar 25. ágúst 2022 14:30 Guðmundur Magnússon fagnar einu af tólf mörkum sínum fyrir Framara sem hafa heillað með skemmtilegum fótbolta í sumar. vísir/diego Leikmenn hafa raðað inn mörkum sem aldrei fyrr í Bestu deild karla í fótbolta í sumar og útlit fyrir að markamet í tólf liða deild verði slegið. Aldrei hafa verið skoruð fleiri mörk að meðaltali í leik en í sumar, að minnsta kosti frá því að tólf liða efstu deild var komið á fót árið 2008. Hvort að nafnabreytingin á deildinni fyrir sumarið eða minnkandi pressa við lengingu Íslandsmótsins hafi haft þessi áhrif er óvíst, en það er að minnsta kosti staðreynd að í sumar hafa verið skoruð að meðaltali 3,45 mörk í leik hingað til, sem hlýtur að teljast veisla. Enn eru fjórar umferðir eftir áður en hinum hefðbundnu 22 umferðum verður lokið, en samt vantar aðeins fjögur mörk í viðbót til að liðin nái sama markafjölda og allt tímabilið í fyrra, eða 373 mörkum. Skora 3,45 mörk að meðaltali í leik Meðalfjöldi marka í leik í efstu deild: Ár Mörk 2022 3,45 2021 2,83 2020 3,28 2019 3,12 2018 2,95 2017 3,05 2016 2,73 2015 2,88 2014 3,02 2013 3,12 2012 3,22 2011 3,04 2010 3,33 2009 3,42 2008 3,12 Að þessu sinni lýkur svo mótinu ekki eftir 22 umferðir heldur skiptist þá deildin í tvennt, efri og neðri hluta, og verða spilaðar fimm umferðir í viðbót. Mögulega hefur sú staðreynd fengið einhverja þjálfara eða leikmenn til að taka meiri áhættu í sínum leik og blása frekar til sóknar. Blikar hafa skorað liða mest í sumar þó að Ísak Snær Þorvaldsson hafi aðeins gert eitt deildarmark síðan í júní.Vísir/Hulda Margrét Mest skorað í leikjum Framara Nökkvi Þeyr Þórisson í KA er sá leikmaður sem skorað hefur flest mörk, eða 16, og er hann farinn að ógna verulega markametinu í efstu deild sem er 19 mörk en fimm menn deila því meti. Markahæstir eftir 18 umferðir: 16 Nökkvi Þeyr Þórisson, KA 12 Ísak Snær Þorvaldsson, Breiðabliki 12 Guðmundur Magnússon, Fram 11 Emil Atlason, Stjörnunni Breiðablik hefur hins vegar skorað flest mörk allra liða eða 46 og Víkingur kemur næst með 39 mörk, marki meira en KA. Engu að síður eru Blikar þátttakendur í tveimur af aðeins sex markalausum jafnteflum sumarsins, gegn ÍBV og FH í júlí. Það er hins vegar í leikjum nýliða Fram sem að flest mörk eru skoruð, eða yfir fjögur mörk að meðaltali í leik. Framarar hafa skorað 35 mörk en fengið 38 á sig, og eru í baráttu um að enda í efri helmingi deildarinnar. Fæst mörk hafa verið skoruð í leikjum FH-inga eða 2,9 mörk í leik, og næstfæst í leikjum KR-inga eða rétt rúmlega 3 mörk í leik. Það eru þó Skagamenn, sem eru í botnsætinu, sem hafa skorað fæst mörk allra eða aðeins 17 í 18 leikjum, og Leiknismenn hafa skorað 18 í 17 leikjum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Feðgarnir slógust eftir leik Sport „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Fótbolti Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - ÍA | Tíminn að renna út hjá gula stórveldinu Í beinni: Vestri - KR | Ennþá partý á Ísafirði? Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Sjá meira
Aldrei hafa verið skoruð fleiri mörk að meðaltali í leik en í sumar, að minnsta kosti frá því að tólf liða efstu deild var komið á fót árið 2008. Hvort að nafnabreytingin á deildinni fyrir sumarið eða minnkandi pressa við lengingu Íslandsmótsins hafi haft þessi áhrif er óvíst, en það er að minnsta kosti staðreynd að í sumar hafa verið skoruð að meðaltali 3,45 mörk í leik hingað til, sem hlýtur að teljast veisla. Enn eru fjórar umferðir eftir áður en hinum hefðbundnu 22 umferðum verður lokið, en samt vantar aðeins fjögur mörk í viðbót til að liðin nái sama markafjölda og allt tímabilið í fyrra, eða 373 mörkum. Skora 3,45 mörk að meðaltali í leik Meðalfjöldi marka í leik í efstu deild: Ár Mörk 2022 3,45 2021 2,83 2020 3,28 2019 3,12 2018 2,95 2017 3,05 2016 2,73 2015 2,88 2014 3,02 2013 3,12 2012 3,22 2011 3,04 2010 3,33 2009 3,42 2008 3,12 Að þessu sinni lýkur svo mótinu ekki eftir 22 umferðir heldur skiptist þá deildin í tvennt, efri og neðri hluta, og verða spilaðar fimm umferðir í viðbót. Mögulega hefur sú staðreynd fengið einhverja þjálfara eða leikmenn til að taka meiri áhættu í sínum leik og blása frekar til sóknar. Blikar hafa skorað liða mest í sumar þó að Ísak Snær Þorvaldsson hafi aðeins gert eitt deildarmark síðan í júní.Vísir/Hulda Margrét Mest skorað í leikjum Framara Nökkvi Þeyr Þórisson í KA er sá leikmaður sem skorað hefur flest mörk, eða 16, og er hann farinn að ógna verulega markametinu í efstu deild sem er 19 mörk en fimm menn deila því meti. Markahæstir eftir 18 umferðir: 16 Nökkvi Þeyr Þórisson, KA 12 Ísak Snær Þorvaldsson, Breiðabliki 12 Guðmundur Magnússon, Fram 11 Emil Atlason, Stjörnunni Breiðablik hefur hins vegar skorað flest mörk allra liða eða 46 og Víkingur kemur næst með 39 mörk, marki meira en KA. Engu að síður eru Blikar þátttakendur í tveimur af aðeins sex markalausum jafnteflum sumarsins, gegn ÍBV og FH í júlí. Það er hins vegar í leikjum nýliða Fram sem að flest mörk eru skoruð, eða yfir fjögur mörk að meðaltali í leik. Framarar hafa skorað 35 mörk en fengið 38 á sig, og eru í baráttu um að enda í efri helmingi deildarinnar. Fæst mörk hafa verið skoruð í leikjum FH-inga eða 2,9 mörk í leik, og næstfæst í leikjum KR-inga eða rétt rúmlega 3 mörk í leik. Það eru þó Skagamenn, sem eru í botnsætinu, sem hafa skorað fæst mörk allra eða aðeins 17 í 18 leikjum, og Leiknismenn hafa skorað 18 í 17 leikjum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Meðalfjöldi marka í leik í efstu deild: Ár Mörk 2022 3,45 2021 2,83 2020 3,28 2019 3,12 2018 2,95 2017 3,05 2016 2,73 2015 2,88 2014 3,02 2013 3,12 2012 3,22 2011 3,04 2010 3,33 2009 3,42 2008 3,12
Markahæstir eftir 18 umferðir: 16 Nökkvi Þeyr Þórisson, KA 12 Ísak Snær Þorvaldsson, Breiðabliki 12 Guðmundur Magnússon, Fram 11 Emil Atlason, Stjörnunni
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Feðgarnir slógust eftir leik Sport „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Fótbolti Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - ÍA | Tíminn að renna út hjá gula stórveldinu Í beinni: Vestri - KR | Ennþá partý á Ísafirði? Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Sjá meira