Fyrrverandi lögreglumaður játar sök í máli Breonna Taylor Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. ágúst 2022 21:00 Breonna Taylor var drepin á heimili sínu í mars 2020 þegar lögreglumenn réðust þangað inn undir fölsku flaggi. AP Fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður í Louisville hefur játað að hafa falsað leitarheimild sem leiddi til dauða blökkukonunnar Breonna Taylor. Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur sakað fyrrverandi rannsóknarlögreglumanninn Kelly Goodlett um að hafa falsað hluta af leitarheimild og síðar búið til, í samráði við annan lögreglumann, falssögu til að hylma yfir atburðarrásina sem leiddi til dauða Taylor. Málið vakti gríðarlega athygli á sínum tíma en Taylor var drepin á heimili sínu þann 13. mars 2020 af lögreglumönnum sem réðust inn á heimili hennar í meintri leit að sönnunargögnum um að heimilismenn seldu fíkniefni. Taylor var þá aðeins 26 ára gömul. Taylor og kærasti hennar voru sofandi í rúmi sínu þegar lögreglumennirnir réðust inn á heimilið og greip kærasti hennar til skammbyssu, sem hann geymdi í náttborðinu sínu, og skaut einn lögreglumannanna þegar þeir réðust inn í svefnherbergið. Lögreglumennirnir hófu þá skothríð sem hæfði Taylor ítrekað. Goodlett, sem er 35 ára gömul, mætti fyrir alríkisdómara í Louisville síðdegis í dag og játaði að hafa falsað leitarheimildina með öðrum lögreglumanni. Þá segir í frétt AP um málið að húnhafi svarað nokkrum spurningum dómarans. Þá segir í fréttinni að Tamika Palmer, móðir Taylor, hafi verið viðstödd í dómsal. Þrír fyrrverandi lögreglumenn voru ákærðir fyrr í mánuðnum fyrir að hafa brotið á glæpsamlegan hátt á borgararéttindum Taylor. Goodlett var ekki ákærð samhliða þeim og telja fjölmiðlar vestanhafs líklegt að Goodlett vilji aðstoða rannsakendur við málið í von um að fá mildari dóm, sem er talið líklegt þar sem húnjátaði sök. Dómur verður kveðinn upp í máli Goodlett 22. nóvember næstkomandi ef áætlanir standast. Hún gæti átt yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsisdóm. Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Fjögur ákærð vegna máls Breonna Taylor Bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið og ákært fjóra nú- og fyrrverandi lögregluþjóna í Louisville í Kentucky vegna máls sjúkraliðans Breonna Taylor. Taylor var skotin til bana af lögregluþjónum sem brutust inn á heimili hennar árið 2020. Hún var aðeins 26 ára gömul. 4. ágúst 2022 16:00 Mótmælendur minnast Breonnu Taylor ári eftir dauða hennar Í dag er eitt ár síðan Breonna Taylor, 26 ára gömul blökkukona og sjúkraliði, var skotin til bana af lögreglu á heimili sínu í Louisville í Bandaríkjunum. Fjöldi fólks kom saman í miðborg Louisville í dag til þess að minnast hennar. 13. mars 2021 22:07 Áfram mótmælt í Louisville Mótmæli á götum Louisville í Kentucky héldu áfram í nótt en fólk er afar ósátt við þá ákvörðun yfirvalda að ákæra lögreglumenn sem skutu Breonnu Taylor til bana, ekki fyrir morð. 25. september 2020 07:32 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur sakað fyrrverandi rannsóknarlögreglumanninn Kelly Goodlett um að hafa falsað hluta af leitarheimild og síðar búið til, í samráði við annan lögreglumann, falssögu til að hylma yfir atburðarrásina sem leiddi til dauða Taylor. Málið vakti gríðarlega athygli á sínum tíma en Taylor var drepin á heimili sínu þann 13. mars 2020 af lögreglumönnum sem réðust inn á heimili hennar í meintri leit að sönnunargögnum um að heimilismenn seldu fíkniefni. Taylor var þá aðeins 26 ára gömul. Taylor og kærasti hennar voru sofandi í rúmi sínu þegar lögreglumennirnir réðust inn á heimilið og greip kærasti hennar til skammbyssu, sem hann geymdi í náttborðinu sínu, og skaut einn lögreglumannanna þegar þeir réðust inn í svefnherbergið. Lögreglumennirnir hófu þá skothríð sem hæfði Taylor ítrekað. Goodlett, sem er 35 ára gömul, mætti fyrir alríkisdómara í Louisville síðdegis í dag og játaði að hafa falsað leitarheimildina með öðrum lögreglumanni. Þá segir í frétt AP um málið að húnhafi svarað nokkrum spurningum dómarans. Þá segir í fréttinni að Tamika Palmer, móðir Taylor, hafi verið viðstödd í dómsal. Þrír fyrrverandi lögreglumenn voru ákærðir fyrr í mánuðnum fyrir að hafa brotið á glæpsamlegan hátt á borgararéttindum Taylor. Goodlett var ekki ákærð samhliða þeim og telja fjölmiðlar vestanhafs líklegt að Goodlett vilji aðstoða rannsakendur við málið í von um að fá mildari dóm, sem er talið líklegt þar sem húnjátaði sök. Dómur verður kveðinn upp í máli Goodlett 22. nóvember næstkomandi ef áætlanir standast. Hún gæti átt yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsisdóm.
Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Fjögur ákærð vegna máls Breonna Taylor Bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið og ákært fjóra nú- og fyrrverandi lögregluþjóna í Louisville í Kentucky vegna máls sjúkraliðans Breonna Taylor. Taylor var skotin til bana af lögregluþjónum sem brutust inn á heimili hennar árið 2020. Hún var aðeins 26 ára gömul. 4. ágúst 2022 16:00 Mótmælendur minnast Breonnu Taylor ári eftir dauða hennar Í dag er eitt ár síðan Breonna Taylor, 26 ára gömul blökkukona og sjúkraliði, var skotin til bana af lögreglu á heimili sínu í Louisville í Bandaríkjunum. Fjöldi fólks kom saman í miðborg Louisville í dag til þess að minnast hennar. 13. mars 2021 22:07 Áfram mótmælt í Louisville Mótmæli á götum Louisville í Kentucky héldu áfram í nótt en fólk er afar ósátt við þá ákvörðun yfirvalda að ákæra lögreglumenn sem skutu Breonnu Taylor til bana, ekki fyrir morð. 25. september 2020 07:32 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Fjögur ákærð vegna máls Breonna Taylor Bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið og ákært fjóra nú- og fyrrverandi lögregluþjóna í Louisville í Kentucky vegna máls sjúkraliðans Breonna Taylor. Taylor var skotin til bana af lögregluþjónum sem brutust inn á heimili hennar árið 2020. Hún var aðeins 26 ára gömul. 4. ágúst 2022 16:00
Mótmælendur minnast Breonnu Taylor ári eftir dauða hennar Í dag er eitt ár síðan Breonna Taylor, 26 ára gömul blökkukona og sjúkraliði, var skotin til bana af lögreglu á heimili sínu í Louisville í Bandaríkjunum. Fjöldi fólks kom saman í miðborg Louisville í dag til þess að minnast hennar. 13. mars 2021 22:07
Áfram mótmælt í Louisville Mótmæli á götum Louisville í Kentucky héldu áfram í nótt en fólk er afar ósátt við þá ákvörðun yfirvalda að ákæra lögreglumenn sem skutu Breonnu Taylor til bana, ekki fyrir morð. 25. september 2020 07:32