Fyrrverandi lögreglumaður játar sök í máli Breonna Taylor Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. ágúst 2022 21:00 Breonna Taylor var drepin á heimili sínu í mars 2020 þegar lögreglumenn réðust þangað inn undir fölsku flaggi. AP Fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður í Louisville hefur játað að hafa falsað leitarheimild sem leiddi til dauða blökkukonunnar Breonna Taylor. Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur sakað fyrrverandi rannsóknarlögreglumanninn Kelly Goodlett um að hafa falsað hluta af leitarheimild og síðar búið til, í samráði við annan lögreglumann, falssögu til að hylma yfir atburðarrásina sem leiddi til dauða Taylor. Málið vakti gríðarlega athygli á sínum tíma en Taylor var drepin á heimili sínu þann 13. mars 2020 af lögreglumönnum sem réðust inn á heimili hennar í meintri leit að sönnunargögnum um að heimilismenn seldu fíkniefni. Taylor var þá aðeins 26 ára gömul. Taylor og kærasti hennar voru sofandi í rúmi sínu þegar lögreglumennirnir réðust inn á heimilið og greip kærasti hennar til skammbyssu, sem hann geymdi í náttborðinu sínu, og skaut einn lögreglumannanna þegar þeir réðust inn í svefnherbergið. Lögreglumennirnir hófu þá skothríð sem hæfði Taylor ítrekað. Goodlett, sem er 35 ára gömul, mætti fyrir alríkisdómara í Louisville síðdegis í dag og játaði að hafa falsað leitarheimildina með öðrum lögreglumanni. Þá segir í frétt AP um málið að húnhafi svarað nokkrum spurningum dómarans. Þá segir í fréttinni að Tamika Palmer, móðir Taylor, hafi verið viðstödd í dómsal. Þrír fyrrverandi lögreglumenn voru ákærðir fyrr í mánuðnum fyrir að hafa brotið á glæpsamlegan hátt á borgararéttindum Taylor. Goodlett var ekki ákærð samhliða þeim og telja fjölmiðlar vestanhafs líklegt að Goodlett vilji aðstoða rannsakendur við málið í von um að fá mildari dóm, sem er talið líklegt þar sem húnjátaði sök. Dómur verður kveðinn upp í máli Goodlett 22. nóvember næstkomandi ef áætlanir standast. Hún gæti átt yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsisdóm. Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Fjögur ákærð vegna máls Breonna Taylor Bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið og ákært fjóra nú- og fyrrverandi lögregluþjóna í Louisville í Kentucky vegna máls sjúkraliðans Breonna Taylor. Taylor var skotin til bana af lögregluþjónum sem brutust inn á heimili hennar árið 2020. Hún var aðeins 26 ára gömul. 4. ágúst 2022 16:00 Mótmælendur minnast Breonnu Taylor ári eftir dauða hennar Í dag er eitt ár síðan Breonna Taylor, 26 ára gömul blökkukona og sjúkraliði, var skotin til bana af lögreglu á heimili sínu í Louisville í Bandaríkjunum. Fjöldi fólks kom saman í miðborg Louisville í dag til þess að minnast hennar. 13. mars 2021 22:07 Áfram mótmælt í Louisville Mótmæli á götum Louisville í Kentucky héldu áfram í nótt en fólk er afar ósátt við þá ákvörðun yfirvalda að ákæra lögreglumenn sem skutu Breonnu Taylor til bana, ekki fyrir morð. 25. september 2020 07:32 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Sjá meira
Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur sakað fyrrverandi rannsóknarlögreglumanninn Kelly Goodlett um að hafa falsað hluta af leitarheimild og síðar búið til, í samráði við annan lögreglumann, falssögu til að hylma yfir atburðarrásina sem leiddi til dauða Taylor. Málið vakti gríðarlega athygli á sínum tíma en Taylor var drepin á heimili sínu þann 13. mars 2020 af lögreglumönnum sem réðust inn á heimili hennar í meintri leit að sönnunargögnum um að heimilismenn seldu fíkniefni. Taylor var þá aðeins 26 ára gömul. Taylor og kærasti hennar voru sofandi í rúmi sínu þegar lögreglumennirnir réðust inn á heimilið og greip kærasti hennar til skammbyssu, sem hann geymdi í náttborðinu sínu, og skaut einn lögreglumannanna þegar þeir réðust inn í svefnherbergið. Lögreglumennirnir hófu þá skothríð sem hæfði Taylor ítrekað. Goodlett, sem er 35 ára gömul, mætti fyrir alríkisdómara í Louisville síðdegis í dag og játaði að hafa falsað leitarheimildina með öðrum lögreglumanni. Þá segir í frétt AP um málið að húnhafi svarað nokkrum spurningum dómarans. Þá segir í fréttinni að Tamika Palmer, móðir Taylor, hafi verið viðstödd í dómsal. Þrír fyrrverandi lögreglumenn voru ákærðir fyrr í mánuðnum fyrir að hafa brotið á glæpsamlegan hátt á borgararéttindum Taylor. Goodlett var ekki ákærð samhliða þeim og telja fjölmiðlar vestanhafs líklegt að Goodlett vilji aðstoða rannsakendur við málið í von um að fá mildari dóm, sem er talið líklegt þar sem húnjátaði sök. Dómur verður kveðinn upp í máli Goodlett 22. nóvember næstkomandi ef áætlanir standast. Hún gæti átt yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsisdóm.
Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Fjögur ákærð vegna máls Breonna Taylor Bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið og ákært fjóra nú- og fyrrverandi lögregluþjóna í Louisville í Kentucky vegna máls sjúkraliðans Breonna Taylor. Taylor var skotin til bana af lögregluþjónum sem brutust inn á heimili hennar árið 2020. Hún var aðeins 26 ára gömul. 4. ágúst 2022 16:00 Mótmælendur minnast Breonnu Taylor ári eftir dauða hennar Í dag er eitt ár síðan Breonna Taylor, 26 ára gömul blökkukona og sjúkraliði, var skotin til bana af lögreglu á heimili sínu í Louisville í Bandaríkjunum. Fjöldi fólks kom saman í miðborg Louisville í dag til þess að minnast hennar. 13. mars 2021 22:07 Áfram mótmælt í Louisville Mótmæli á götum Louisville í Kentucky héldu áfram í nótt en fólk er afar ósátt við þá ákvörðun yfirvalda að ákæra lögreglumenn sem skutu Breonnu Taylor til bana, ekki fyrir morð. 25. september 2020 07:32 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Sjá meira
Fjögur ákærð vegna máls Breonna Taylor Bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið og ákært fjóra nú- og fyrrverandi lögregluþjóna í Louisville í Kentucky vegna máls sjúkraliðans Breonna Taylor. Taylor var skotin til bana af lögregluþjónum sem brutust inn á heimili hennar árið 2020. Hún var aðeins 26 ára gömul. 4. ágúst 2022 16:00
Mótmælendur minnast Breonnu Taylor ári eftir dauða hennar Í dag er eitt ár síðan Breonna Taylor, 26 ára gömul blökkukona og sjúkraliði, var skotin til bana af lögreglu á heimili sínu í Louisville í Bandaríkjunum. Fjöldi fólks kom saman í miðborg Louisville í dag til þess að minnast hennar. 13. mars 2021 22:07
Áfram mótmælt í Louisville Mótmæli á götum Louisville í Kentucky héldu áfram í nótt en fólk er afar ósátt við þá ákvörðun yfirvalda að ákæra lögreglumenn sem skutu Breonnu Taylor til bana, ekki fyrir morð. 25. september 2020 07:32