Erlent

Krókódíll synti með­fram brú með lík í kjaftinum

Bjarki Sigurðsson skrifar
Krókódíllinn vildi fyrst um sinn ekki losa tak sitt á líkinu.
Krókódíllinn vildi fyrst um sinn ekki losa tak sitt á líkinu. Getty

Gestum Carpintero-lónsins í Mexíkó brá í brún þegar krókódíll synti meðfram og undir göngubrú með lík í kjaftinum. Stranglega bannað er fyrir fólk að synda í lóninu vegna fjölda krókódíla sem búa þar. 

Carpintero-lónið er vinsæll ferðamannastaður en þar geta gestir gengið á göngubrú yfir lónið og fylgst með íbúum þess, sem flestir eru krókódílar. Þeim var þó heldur brugðið þegar einn þeirra synti fram hjá með lík í kjaftinum. Á líkið vantaði helming af vinstri handleggnum og vinstri fótinn. 

Í myndbandi sem birtist á samfélagsmiðlum um helgina má sjá krókódílinn vera með tak á hægri hlið mannsins og höfði hans en andlit mannsins sneri niður.

„Líklegast hefur maðurinn farið í lónið til þess að synda og dýrið hefur ráðist á hann,“ segir í umfjöllun mexíkóska blaðamannsins Porfirio Ibarra.

Að sögn annars mexíkósks blaðamanns, Jorge Becerril, var líkið dregið upp úr lóninu stuttu seinna af yfirvöldum á svæðinu. Krókódílinn vildi fyrst um sinn ekki sleppa taki sínu en gafst upp á endanum og var komið aftur í lónið.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan og er ekki fyrir viðkvæma.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×