Skoraði áður en hann fékk bílprófið en náði ekki að vera undan pabba sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2022 11:31 Haukur Andri Haraldsson sést hér skora og fagna markinu sínu í gær. Samsett/S2 Sport Þeir eru ekki margir sem skora sitt fyrsta mark í efstu deild áður en þeir fá bílprófið en Skagamaðurinn Haukur Andri Haraldsson komst í þann hóp í gær. Hann náði þó ekki að slá fjölskyldumetið. Haukur Andri er í raun einn fárra Skagamanna sem hafa opnað markareikninginn fyrir sautján ára afmælið. Haukur Andri skoraði í gær gríðarlega mikilvægt sigurmark fyrir ÍA á móti ÍBV á Norðurálsvellinum á Akranesi. Haukur Andri var í gær sextán ára, ellefu mánaða og 28 daga gamall en hann heldur upp á sautján ára afmælið sitt á fimmtudaginn kemur. Haraldur faðir hans var aðeins yngri þegar hann skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild sumarið 1987. Haraldur skoraði markið á móti Val á Hlíðarenda í júní en hann var þá aðeins sextán ára, tíu mánaða og tuttugu daga. Haukur var þó á undan móður sinni því Jónína Halla Víglundsdóttir skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild sumarið 1987 þar sem hún varð átján ára í janúar. Elsti bróðir hans, Tryggvi Hrafn Haraldsson, skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild þegar hann var nítján ára, tíu mánaða og 29 daga og Hákon Arnar Haraldsson lék ekki í efstu deild áður en hann fór út í atvinnumennsku í Danmörku. Yngsti markaskorari Skagamanna í efstu deild frá upphafi er Arnar Bergmann Gunnlaugsson sem var aðeins sextán ára, þriggja mánaða og nítján daga þegar hann skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild í 3-1 sigri í Keflavík í júní 1989. Þetta var fyrsti leikur Arnars í efstu deild en hann var einnig með fiskað víti og stoðsendingu í leiknum. Tvíburabróðir hans, Bjarki, skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild í september sama ár og er sá annar yngsti til að skora fyrir ÍA í efstu deild eða sextán ára, sex mánaða og þriggja daga. Báðir komust þeir þá fram úr Sigurði Jónssyni sem var sextán ára, níu mánaða og átján daga þegar hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir Skagamenn í efstu deild sumarið 1983. Sigurður var þá að bæta met Eyleifs Hafsteinssonar sem skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild sumarið 1964 þegar hann vantaði aðeins þrjá daga í sautján ára afmælið en hann var þá yngsti markaskorari í efstu deild. Björn Bergmann Sigurðssonar náði einnig að skora sitt fyrsta mark í efstu deild fyrir sautján ára afmælið en það gerði hann í september 2007 þegar hann var sextán ára, sex mánaða og 22 daga. Besta deild karla ÍA Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Ætla að láta frjálsíþróttakonur gangast undir kynjapróf Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Lífsferill íþróttamannsins: Við verðum að tala meira um sálina í íþróttunum Sport Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Fótbolti Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Sjá meira
Haukur Andri er í raun einn fárra Skagamanna sem hafa opnað markareikninginn fyrir sautján ára afmælið. Haukur Andri skoraði í gær gríðarlega mikilvægt sigurmark fyrir ÍA á móti ÍBV á Norðurálsvellinum á Akranesi. Haukur Andri var í gær sextán ára, ellefu mánaða og 28 daga gamall en hann heldur upp á sautján ára afmælið sitt á fimmtudaginn kemur. Haraldur faðir hans var aðeins yngri þegar hann skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild sumarið 1987. Haraldur skoraði markið á móti Val á Hlíðarenda í júní en hann var þá aðeins sextán ára, tíu mánaða og tuttugu daga. Haukur var þó á undan móður sinni því Jónína Halla Víglundsdóttir skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild sumarið 1987 þar sem hún varð átján ára í janúar. Elsti bróðir hans, Tryggvi Hrafn Haraldsson, skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild þegar hann var nítján ára, tíu mánaða og 29 daga og Hákon Arnar Haraldsson lék ekki í efstu deild áður en hann fór út í atvinnumennsku í Danmörku. Yngsti markaskorari Skagamanna í efstu deild frá upphafi er Arnar Bergmann Gunnlaugsson sem var aðeins sextán ára, þriggja mánaða og nítján daga þegar hann skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild í 3-1 sigri í Keflavík í júní 1989. Þetta var fyrsti leikur Arnars í efstu deild en hann var einnig með fiskað víti og stoðsendingu í leiknum. Tvíburabróðir hans, Bjarki, skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild í september sama ár og er sá annar yngsti til að skora fyrir ÍA í efstu deild eða sextán ára, sex mánaða og þriggja daga. Báðir komust þeir þá fram úr Sigurði Jónssyni sem var sextán ára, níu mánaða og átján daga þegar hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir Skagamenn í efstu deild sumarið 1983. Sigurður var þá að bæta met Eyleifs Hafsteinssonar sem skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild sumarið 1964 þegar hann vantaði aðeins þrjá daga í sautján ára afmælið en hann var þá yngsti markaskorari í efstu deild. Björn Bergmann Sigurðssonar náði einnig að skora sitt fyrsta mark í efstu deild fyrir sautján ára afmælið en það gerði hann í september 2007 þegar hann var sextán ára, sex mánaða og 22 daga.
Besta deild karla ÍA Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Ætla að láta frjálsíþróttakonur gangast undir kynjapróf Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Lífsferill íþróttamannsins: Við verðum að tala meira um sálina í íþróttunum Sport Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Fótbolti Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Sjá meira