Hálfur sigur fjölmiðla í deilu um eldfimar upplýsingar um húsleitina sögulegu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. ágúst 2022 23:16 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Julia Nikhinson Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur skipað Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, að koma með tillögu að útstrikunum svo opinbera megi eiðsvarna yfirlýsingu sem lögreglan nýtti til að réttlæta húsleit í húsnæði Donald Trump á dögunum. Húsleitin, sem braut blað í sögu Bandaríkjanna, var byggð á leitarheimild vegna gruns um meint brot á lögum, þar á meðal njósnalögum Bandaríkjanna. Til að fá heimild til húsleitar þurftu fulltrúar FBI að lýsa fyrir dómara á hverju grunurinn væri reistur. Það var gert með eiðsvarinni yfirlýsingu þar sem röksemdum og sönnunargögnum var lýst. Í frétt New York Times segir að ætla megi að yfirlýsingin innihaldi eldfimar upplýsingar. Alla jafna séu slíkar yfirlýsingar ekki gerðar aðgengilegar almenningi. Fjölmiðlar hafa hins vegar höfðað mál til að fá aðgang að yfirlýsingunni, á þeim grundvelli að almenningur í Bandaríkjunum eigi rétt á að vita á hverju grunur FBI sé reistur í máli fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Alríkisdómari í málinu úrskurðaði hins vegar í dag að yfirvöldum, sem streittust á móti beiðni fjölmiðlanna, hafi ekki tekist að sýna fram á að öll yfirlýsingin ættu ekki erindi við almenning. Því þarf FBI að koma með tillögu að útgáfu af skjalinu sem megi fara fyrir augu almennings. Með öðrum orðum, alríkislögreglan þarf að koma með tillögu að því hvaða upplýsingar hún vilji að strikað sé yfir. Segir dómarinn að hann telji mikilvægt að almenningur fái mestar upplýsingar um málið. Því hallist hann að því að gera hluta skjalsins opinbera. Það sé þó annað mál hvort að útstrikað skal geti nýst til þess að upplýsa almenning. Það sé þó ekki hans að ákveða það. álfurÍ greiningu New York Times kemur fram að svo virðist sem að með þessu sé dómarinn að fara bil beggja, þar sem fjölmiðlar hafi viljað fá allt skjalið, en yfirvöld hafi ekki viljað neinn hluta þess opinberaðan. Yfirvöld hafa eina viku til að senda inn tillögu. Dómarinn mun svo fara yfir tillöguna og ákveða hvort að þær fullnægi. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Gögnin innihéldu upplýsingar um forseta Frakklands Alls voru tuttugu kassar sem innihéldu meðal annars ljósmyndir, leynileg gögn og bréf, fjarlægð af heimili Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta á mánudaginn. Ekki er ljóst á hverju húsleitarheimild alríkislögreglunnar var byggð en von er á að heimildin verði birt í kvöld. 12. ágúst 2022 20:39 Leitarheimildin byggði á grun um brot á njósnalögum Meðal þeirra leynilegu gagna sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna fjarlægðu úr sveitarklúbbi og heimili Donalds Trump, fyrrverandi forseta, í Flórída voru gögn sem höfðu hlotið einhverjar af hæstu leyndarskilgreiningum bandarískra stjórnvalda. 13. ágúst 2022 08:19 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Stofna sérstakan dómstól vegna árásarglæpa Rússa Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Sjá meira
Húsleitin, sem braut blað í sögu Bandaríkjanna, var byggð á leitarheimild vegna gruns um meint brot á lögum, þar á meðal njósnalögum Bandaríkjanna. Til að fá heimild til húsleitar þurftu fulltrúar FBI að lýsa fyrir dómara á hverju grunurinn væri reistur. Það var gert með eiðsvarinni yfirlýsingu þar sem röksemdum og sönnunargögnum var lýst. Í frétt New York Times segir að ætla megi að yfirlýsingin innihaldi eldfimar upplýsingar. Alla jafna séu slíkar yfirlýsingar ekki gerðar aðgengilegar almenningi. Fjölmiðlar hafa hins vegar höfðað mál til að fá aðgang að yfirlýsingunni, á þeim grundvelli að almenningur í Bandaríkjunum eigi rétt á að vita á hverju grunur FBI sé reistur í máli fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Alríkisdómari í málinu úrskurðaði hins vegar í dag að yfirvöldum, sem streittust á móti beiðni fjölmiðlanna, hafi ekki tekist að sýna fram á að öll yfirlýsingin ættu ekki erindi við almenning. Því þarf FBI að koma með tillögu að útgáfu af skjalinu sem megi fara fyrir augu almennings. Með öðrum orðum, alríkislögreglan þarf að koma með tillögu að því hvaða upplýsingar hún vilji að strikað sé yfir. Segir dómarinn að hann telji mikilvægt að almenningur fái mestar upplýsingar um málið. Því hallist hann að því að gera hluta skjalsins opinbera. Það sé þó annað mál hvort að útstrikað skal geti nýst til þess að upplýsa almenning. Það sé þó ekki hans að ákveða það. álfurÍ greiningu New York Times kemur fram að svo virðist sem að með þessu sé dómarinn að fara bil beggja, þar sem fjölmiðlar hafi viljað fá allt skjalið, en yfirvöld hafi ekki viljað neinn hluta þess opinberaðan. Yfirvöld hafa eina viku til að senda inn tillögu. Dómarinn mun svo fara yfir tillöguna og ákveða hvort að þær fullnægi.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Gögnin innihéldu upplýsingar um forseta Frakklands Alls voru tuttugu kassar sem innihéldu meðal annars ljósmyndir, leynileg gögn og bréf, fjarlægð af heimili Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta á mánudaginn. Ekki er ljóst á hverju húsleitarheimild alríkislögreglunnar var byggð en von er á að heimildin verði birt í kvöld. 12. ágúst 2022 20:39 Leitarheimildin byggði á grun um brot á njósnalögum Meðal þeirra leynilegu gagna sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna fjarlægðu úr sveitarklúbbi og heimili Donalds Trump, fyrrverandi forseta, í Flórída voru gögn sem höfðu hlotið einhverjar af hæstu leyndarskilgreiningum bandarískra stjórnvalda. 13. ágúst 2022 08:19 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Stofna sérstakan dómstól vegna árásarglæpa Rússa Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Sjá meira
Gögnin innihéldu upplýsingar um forseta Frakklands Alls voru tuttugu kassar sem innihéldu meðal annars ljósmyndir, leynileg gögn og bréf, fjarlægð af heimili Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta á mánudaginn. Ekki er ljóst á hverju húsleitarheimild alríkislögreglunnar var byggð en von er á að heimildin verði birt í kvöld. 12. ágúst 2022 20:39
Leitarheimildin byggði á grun um brot á njósnalögum Meðal þeirra leynilegu gagna sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna fjarlægðu úr sveitarklúbbi og heimili Donalds Trump, fyrrverandi forseta, í Flórída voru gögn sem höfðu hlotið einhverjar af hæstu leyndarskilgreiningum bandarískra stjórnvalda. 13. ágúst 2022 08:19