Alríkislögreglan gerði húsleit heima hjá Trump Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. ágúst 2022 23:56 Donald Trump heldur ræðu í Alaska fyrir stuðningsmenn Repúblíkana í júlí síðastliðnum. Getty Donald Trump sagði í yfirlýsingu í dag að Alríkislögregla Bandaríkjanna hefði gert árás á heimili hans í Mar-a-Lago í Palm Beach í Flórída og tekið það yfir. Hann segir húsleitina hluta af árásum „róttækra vinstri Demókrata“ sem vilji ekki að hann bjóði sig aftur fram til forseta árið 2024. Maggie Haberman, blaðamaður New York Times, sem hefur fjallað mikið um Donald Trump og er að vinna að bók um forsetatíð forsetans fyrrverandi, birti brot úr yfirlýsingu Trump á Twitter. Heimili Trump í Mar-a-Lago í Flórída er ansi glæsilegt.Getty Miðað við lýsingar Trump virðast aðgerðir Alríkislögreglunnar á heimili Trump hafa falið í sér húsleit en það er ekki enn ljóst hvers vegna ráðist var í hana enda ýmislegt sem kemur til greina. Hugsanlega tengjast aðgerðirnar því að Trump tók fjölda leynilegra skjala með sér til Flórída eftir að forsetatíð hans lauk. Trump sjálfur hefur hins vegar þvertekið fyrir þær ásakanir. Einnig gæti húsleitin tengst rannsókn Alríkislögreglunnar á síðustu forsetakosningum Bandaríkjanna. Fyrr í sumar framkvæmdu Alríkislögregluþjónar fjölda húsleita heima hjá stuðningsmönnum Trump í tengslum við tilraunir þeirra til að tefla fram fölskum kjörmönnum til að halda forsetanum fyrrverandi við völd í kosningunum í fyrra. Húsleitin sé vopnvæðing dómskerfisins og árás róttækra vinstrimanna Á skjáskoti sem Haberman birtir af yfirlýsingunni segir Trump að ekkert í líkingu við þetta hafi nokkru sinni komið fyrir forseta Bandaríkjanna. Þá hafi „þessi óvænta skyndiárás“ hvorki verið „nauðsynleg né viðeigandi“ eftir að hann hafði fúslega unnið með yfirvöldum. Trump segir að „árásin“ feli í sér misferli saksóknara, hún sé „vopnvæðing dómskerfisins“ og „árás róttækra vinstrisinnaðra Demókrata“ sem vilji ekki að hann bjóði sig fram til forseta. Trump says MAL has been searched by feds pic.twitter.com/UEC5KE5pJm— Maggie Haberman (@maggieNYT) August 8, 2022 Hann segir jafnframt að slík árás gæti aðeins átt sér stað í brotnum þriðja heims ríkjum sem Bandaríkin séu því miður orðin vegna spillingar. Hann segir að lögreglumennirnir hafi meira að segja brotist inn í peningaskáp hans. Þá veltir Trump því fyrir sér hver sé munurinn á þessari aðgerð Alríkislögreglunnar og aðgerða spæjara í Watergate-hneykslinu. Að lokum segir hann að þetta sé þáttur í áframhaldandi pólitískri ofsókn gegn sér sem hafi staðið yfir í mörg ár. Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Dómsmálaráðuneytið rannsakar aðild Trumps að áhlaupinu á þinghúsið Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur til rannsóknar aðild Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta að tilraunum til að snúa við niðurstöðu forsetakosninganna þar í landi árið 2020. Alríkissaksóknarar eru sagðir hafa spurt vitni beint út í hegðun forsetans fyrrverandi í tengslum við málið. 27. júlí 2022 15:40 Lögðu hald á síma kosningalögmanns Trump Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar FBI lögðu hald á farsíma lögmanns Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta í síðustu viku. Lögmaðurinn var framarlega í flokki þeirra sem héldu á lofti stoðlausum samsæriskenningum um kosningasvik og reyndi að fá repúblikana til að koma í veg fyrir að Joe Biden yrði forseti. 28. júní 2022 10:24 Húsleitir og stefnur vegna falskra kjörmanna Trump Alríkislögreglumenn gerðu húsleit og birtu hópi stuðningsmanna Donalds Trump stefnur víðsvegar um Bandaríkin í gær. Aðgerðirnar eru sagðar tengjast rannsókn á fölskum kjörmönnum sem stuðningsmenn Trump reyndu að tefla fram til þess að halda honum við völd í fyrra. 23. júní 2022 11:49 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Sjá meira
Maggie Haberman, blaðamaður New York Times, sem hefur fjallað mikið um Donald Trump og er að vinna að bók um forsetatíð forsetans fyrrverandi, birti brot úr yfirlýsingu Trump á Twitter. Heimili Trump í Mar-a-Lago í Flórída er ansi glæsilegt.Getty Miðað við lýsingar Trump virðast aðgerðir Alríkislögreglunnar á heimili Trump hafa falið í sér húsleit en það er ekki enn ljóst hvers vegna ráðist var í hana enda ýmislegt sem kemur til greina. Hugsanlega tengjast aðgerðirnar því að Trump tók fjölda leynilegra skjala með sér til Flórída eftir að forsetatíð hans lauk. Trump sjálfur hefur hins vegar þvertekið fyrir þær ásakanir. Einnig gæti húsleitin tengst rannsókn Alríkislögreglunnar á síðustu forsetakosningum Bandaríkjanna. Fyrr í sumar framkvæmdu Alríkislögregluþjónar fjölda húsleita heima hjá stuðningsmönnum Trump í tengslum við tilraunir þeirra til að tefla fram fölskum kjörmönnum til að halda forsetanum fyrrverandi við völd í kosningunum í fyrra. Húsleitin sé vopnvæðing dómskerfisins og árás róttækra vinstrimanna Á skjáskoti sem Haberman birtir af yfirlýsingunni segir Trump að ekkert í líkingu við þetta hafi nokkru sinni komið fyrir forseta Bandaríkjanna. Þá hafi „þessi óvænta skyndiárás“ hvorki verið „nauðsynleg né viðeigandi“ eftir að hann hafði fúslega unnið með yfirvöldum. Trump segir að „árásin“ feli í sér misferli saksóknara, hún sé „vopnvæðing dómskerfisins“ og „árás róttækra vinstrisinnaðra Demókrata“ sem vilji ekki að hann bjóði sig fram til forseta. Trump says MAL has been searched by feds pic.twitter.com/UEC5KE5pJm— Maggie Haberman (@maggieNYT) August 8, 2022 Hann segir jafnframt að slík árás gæti aðeins átt sér stað í brotnum þriðja heims ríkjum sem Bandaríkin séu því miður orðin vegna spillingar. Hann segir að lögreglumennirnir hafi meira að segja brotist inn í peningaskáp hans. Þá veltir Trump því fyrir sér hver sé munurinn á þessari aðgerð Alríkislögreglunnar og aðgerða spæjara í Watergate-hneykslinu. Að lokum segir hann að þetta sé þáttur í áframhaldandi pólitískri ofsókn gegn sér sem hafi staðið yfir í mörg ár.
Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Dómsmálaráðuneytið rannsakar aðild Trumps að áhlaupinu á þinghúsið Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur til rannsóknar aðild Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta að tilraunum til að snúa við niðurstöðu forsetakosninganna þar í landi árið 2020. Alríkissaksóknarar eru sagðir hafa spurt vitni beint út í hegðun forsetans fyrrverandi í tengslum við málið. 27. júlí 2022 15:40 Lögðu hald á síma kosningalögmanns Trump Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar FBI lögðu hald á farsíma lögmanns Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta í síðustu viku. Lögmaðurinn var framarlega í flokki þeirra sem héldu á lofti stoðlausum samsæriskenningum um kosningasvik og reyndi að fá repúblikana til að koma í veg fyrir að Joe Biden yrði forseti. 28. júní 2022 10:24 Húsleitir og stefnur vegna falskra kjörmanna Trump Alríkislögreglumenn gerðu húsleit og birtu hópi stuðningsmanna Donalds Trump stefnur víðsvegar um Bandaríkin í gær. Aðgerðirnar eru sagðar tengjast rannsókn á fölskum kjörmönnum sem stuðningsmenn Trump reyndu að tefla fram til þess að halda honum við völd í fyrra. 23. júní 2022 11:49 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið rannsakar aðild Trumps að áhlaupinu á þinghúsið Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur til rannsóknar aðild Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta að tilraunum til að snúa við niðurstöðu forsetakosninganna þar í landi árið 2020. Alríkissaksóknarar eru sagðir hafa spurt vitni beint út í hegðun forsetans fyrrverandi í tengslum við málið. 27. júlí 2022 15:40
Lögðu hald á síma kosningalögmanns Trump Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar FBI lögðu hald á farsíma lögmanns Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta í síðustu viku. Lögmaðurinn var framarlega í flokki þeirra sem héldu á lofti stoðlausum samsæriskenningum um kosningasvik og reyndi að fá repúblikana til að koma í veg fyrir að Joe Biden yrði forseti. 28. júní 2022 10:24
Húsleitir og stefnur vegna falskra kjörmanna Trump Alríkislögreglumenn gerðu húsleit og birtu hópi stuðningsmanna Donalds Trump stefnur víðsvegar um Bandaríkin í gær. Aðgerðirnar eru sagðar tengjast rannsókn á fölskum kjörmönnum sem stuðningsmenn Trump reyndu að tefla fram til þess að halda honum við völd í fyrra. 23. júní 2022 11:49