Enski boltinn

Nottingham Forest gæti borgað 7,4 milljarða fyrir 22 ára leikmann Úlfanna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Morgan Gibbs-White í leik með Wolves á móti Fulham í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.
Morgan Gibbs-White í leik með Wolves á móti Fulham í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Getty/David Davies

Nýliðar Nottingham Forest hafa samþykkt að borga 44,5 milljónir punda fyrir Morgan Gibbs-White, miðjumaður Wolves.

Sky Sports segir frá þessu sem og að leikmaðurinn muni ganga undir læknisskoðun á næstu 24 klukkutímum.

Forest borgar 25 milljónir út núna en gæti þurft að borga nítján milljónir í viðbótar í árangstengdar greiðslur. Þetta eru því möguleika samanlagt meira en 7,4 milljarðar í íslenskum krónum.

Þetta gerir hann að dýrasta leikmanninum í sögu félagsins en þrír þeir dýrustu voru keyptir í sumar. Hinir eru Taiwo Awoniyi frá Union Berlin og Neco Williams frá Liverpool.

Forest var búið að bjóða þrisvar áður í leikmanninn en Úlfarnir höfnuðu þeim öllum.

Gibbs-White hefur verið á óskalista Nottingham Forest í allt sumar en hann lék undir stjórn Steve Cooper, núverandi stjóra Forest, þegar hann fór á láni til Swansea City 2020-21 tímabili.

Morgan Gibbs-White er 22 ára gamall, fæddur í janúar 2000, og getur spilað alls staðar á miðjunni.

Hann hefur spilað allar 180 mínúturnar í tveimur fyrstu leikjum Úlfanna á nýju tímabili í ensku úrvalsdeildinni en var á láni hjá Sheffied United á síðustu leiktíð þar sem hann var með 11 mörk og 9 stoðsendingar í 35 leikjum.

Gibbs-White verður sextándi leikmaðurinn sem Forest kaupir í sumar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.