Þórsarar reyndu ekki að fá bulldómnum breytt Sindri Sverrisson skrifar 16. ágúst 2022 13:01 Bæði leikmenn Þórs og Selfoss reyndu að benda dómaranum reynslumikla Erlendi Eiríkssyni á það að hann væri að reka rangan leikmann af velli. Skjáskot/433.is Knattspyrnudeild Þórs ákvað að sækjast ekki formlega eftir því að Hermann Helgi Rúnarsson slyppi við leikbann eftir rauða spjaldið sem hann fékk ranglega vegna misskilnings dómarans reynslumikla, Erlends Eiríkssonar, í leik gegn Selfossi. Ákvörðun Þórsara þýddi að Orri Sigurjónsson, sem með réttu hefði átt að fá rauða spjaldið í leiknum hefði Erlendur ekki ruglast á mönnum, gat spilað leik Þórs gegn HK á sunnudaginn. Á meðan að Hermann Helgi húkti upp í stúku léku Orri og félagar þeirra í Þórsliðinu til 2-0 sigurs gegn toppliði HK sem ekki hafði tapað neinum af síðustu átta leikjum sínum. Hermann Helgi sendi mynd á Twitter í banni sínu á leiknum og skrifaði: „Stúkan í dag í boði KSÍ.“ Stúkan í dag í boði KSÍ. pic.twitter.com/57lYxZrH6n— Hermann Helgi (@Hermannhelgi) August 14, 2022 Haukur Hinriksson, yfirlögfræðingur KSÍ, staðfesti hins vegar við Vísi í dag að ekkert erindi hefði borist til sín eða aga- og úrskurðanefndar KSÍ, frá Þórsurum eða öðrum aðilum, vegna málsins. „Við ákváðum bara að gera ekki neitt í þessu. Þetta voru bara dómaramistök og það þarf að lifa með því,“ sagði Bjarni Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, þegar Vísir bað hann að útskýra ákvörðun Þórsara. Bjarni sagði Þórsara þó hafa ráðfært sig við Akureyringinn Þórodd Hjaltalín, sem starfar við dómaramál hjá KSÍ, og fengið þau svör að ekki myndi takast í tæka tíð að gera nokkuð í málinu vegna þess hve skammt hefði verið á milli leikja. Að fundir aga- og úrskurðanefndar væru bara einu sinni í viku og næsti fundur hefði verið eftir leik Þórs gegn HK. Heimild til að leiðrétta leikbann Þórsarar gerðu hins vegar enga formlega tilraun til að fá banni Hermanns hnekkt og virðast ekki hafa talið það áhættunnar virði að missa Orra í leikbann. „Það kom ekkert erindi til mín eða aganefndar út af þessu máli, hvorki frá dómurum, eftirlitsmönnum eða Þór eða Selfossi,“ segir Haukur, sem sér um aga- og kærumál hjá KSÍ. „Það er heimild í FIFA-reglugerð til að leiðrétta leikbann, ef um er að ræða „mistaken identity“, en í öllum slíkum tilvikum þarf að beina því til nefndarinnar að skoða það. Fyrst að það var ekki gert í þessu tilviki þá gildir þetta rauða spjald, og það hefur þau áhrif að menn fara sjálfkrafa í eins leiks bann. Ef að það á að skoða málið eða leiðrétta þennan sjálfkrafa úrskurð þá þarf að beina erindi til aganefndarinnar því það er ekki hægt að gera þær kröfur til hennar að hún taki upp mál að sjálfsdáðum. Þá væri hún alltaf í einhverju rannsóknarhlutverki,“ segir Haukur. Úr þessu sé hins vegar ljóst að búið sé að taka út bannið og málinu lokið. Lengjudeild karla Þór Akureyri Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Ákvörðun Þórsara þýddi að Orri Sigurjónsson, sem með réttu hefði átt að fá rauða spjaldið í leiknum hefði Erlendur ekki ruglast á mönnum, gat spilað leik Þórs gegn HK á sunnudaginn. Á meðan að Hermann Helgi húkti upp í stúku léku Orri og félagar þeirra í Þórsliðinu til 2-0 sigurs gegn toppliði HK sem ekki hafði tapað neinum af síðustu átta leikjum sínum. Hermann Helgi sendi mynd á Twitter í banni sínu á leiknum og skrifaði: „Stúkan í dag í boði KSÍ.“ Stúkan í dag í boði KSÍ. pic.twitter.com/57lYxZrH6n— Hermann Helgi (@Hermannhelgi) August 14, 2022 Haukur Hinriksson, yfirlögfræðingur KSÍ, staðfesti hins vegar við Vísi í dag að ekkert erindi hefði borist til sín eða aga- og úrskurðanefndar KSÍ, frá Þórsurum eða öðrum aðilum, vegna málsins. „Við ákváðum bara að gera ekki neitt í þessu. Þetta voru bara dómaramistök og það þarf að lifa með því,“ sagði Bjarni Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, þegar Vísir bað hann að útskýra ákvörðun Þórsara. Bjarni sagði Þórsara þó hafa ráðfært sig við Akureyringinn Þórodd Hjaltalín, sem starfar við dómaramál hjá KSÍ, og fengið þau svör að ekki myndi takast í tæka tíð að gera nokkuð í málinu vegna þess hve skammt hefði verið á milli leikja. Að fundir aga- og úrskurðanefndar væru bara einu sinni í viku og næsti fundur hefði verið eftir leik Þórs gegn HK. Heimild til að leiðrétta leikbann Þórsarar gerðu hins vegar enga formlega tilraun til að fá banni Hermanns hnekkt og virðast ekki hafa talið það áhættunnar virði að missa Orra í leikbann. „Það kom ekkert erindi til mín eða aganefndar út af þessu máli, hvorki frá dómurum, eftirlitsmönnum eða Þór eða Selfossi,“ segir Haukur, sem sér um aga- og kærumál hjá KSÍ. „Það er heimild í FIFA-reglugerð til að leiðrétta leikbann, ef um er að ræða „mistaken identity“, en í öllum slíkum tilvikum þarf að beina því til nefndarinnar að skoða það. Fyrst að það var ekki gert í þessu tilviki þá gildir þetta rauða spjald, og það hefur þau áhrif að menn fara sjálfkrafa í eins leiks bann. Ef að það á að skoða málið eða leiðrétta þennan sjálfkrafa úrskurð þá þarf að beina erindi til aganefndarinnar því það er ekki hægt að gera þær kröfur til hennar að hún taki upp mál að sjálfsdáðum. Þá væri hún alltaf í einhverju rannsóknarhlutverki,“ segir Haukur. Úr þessu sé hins vegar ljóst að búið sé að taka út bannið og málinu lokið.
Lengjudeild karla Þór Akureyri Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann