Sakaður um að nauðga konum í læstum neyðarrýmum Sindri Sverrisson skrifar 15. ágúst 2022 16:31 Benjamin Mendy við komuna á réttarhöldin í Chester í Englandi í dag. Getty/Christopher Furlong Saksóknari lýsti því fyrir rétti í Englandi í dag hvernig knattspyrnumaðurinn Benjamin Mendy, leikmaður Manchester City, hefði ásamt félaga sínum gert sér að leik að nauðga ungum konum í afgirtri glæsivillu sinni í Cheshire-sýslu. Fyrsti dagur réttarhaldanna yfir Mendy var í dag en þeir Louis Saha Mattuire, sem sagður er hafa hjálpað Mendy að finna konur, eru sakaðir um kynferðisbrot gegn alls þrettán konum. Samkvæmt grein The Guardian segir saksóknari að Mendy og Saha hafi fundið margar kvennanna á næturklúbbum í Manchester. Þeir hafi nýtt frægð og velmegun Mendys, sem orðið hefur heimsmeistari með Frakklandi og Englandsmeistari með City, til að lokka konurnar á heimili hans þar sem brotið hafi verið gegn þeim. Þetta hafi í raun orðið að „leik“ hjá þeim tveimur en brotin munu hafa átt sér stað frá október 2018 og fram til ársins 2021. Chester Crown Court heard on Monday morning that Manchester City's Benjamin Mendy locked women into his bedroom using panic room style latches after nights out and then raped them.Mendy denies all charges.https://t.co/aie8HUH1Pv— Mirror Football (@MirrorFootball) August 15, 2022 Tvær kvennanna segja að Mendy hafi nauðgað þeim í læstum rýmum, eða svokölluðum neyðarherbergjum (e. panic rooms). Við réttarhöldin í dag var birt myndband þar sem lögreglumaður útskýrði hvernig slík herbergi virka, og saksóknari ítrekaði að aðeins Mendy hefði vitað hvernig hægt væri að opna þessi rými. Það sé því auðvelt að gera sér í hugarlund að konunum hafi getað liðið eins og þær væru læstar inni. Saksóknarinn sagði Mendy og Saha hafa vitað nákvæmlega hvað þeir væru að gera. „Þetta var ekkert þannig að þeir hefðu gleymt því hvernig hlutirnir virka, í einhverju kynferðislegu afskiptaleysi. Þeir vissu fullvel hvað þeir voru að gera. Þeir breyttu konuleit sinni í leik og ef að einhver meiddist eða fór illa út úr því – því miður. Látum það hverfa,“ sagði saksóknarinn. Réttarhöldin halda áfram en þeir Mendy og Saha neita báðir allri sök, varðandi öll 22 ákæruatriðin sem um er að ræða. Enski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sjá meira
Fyrsti dagur réttarhaldanna yfir Mendy var í dag en þeir Louis Saha Mattuire, sem sagður er hafa hjálpað Mendy að finna konur, eru sakaðir um kynferðisbrot gegn alls þrettán konum. Samkvæmt grein The Guardian segir saksóknari að Mendy og Saha hafi fundið margar kvennanna á næturklúbbum í Manchester. Þeir hafi nýtt frægð og velmegun Mendys, sem orðið hefur heimsmeistari með Frakklandi og Englandsmeistari með City, til að lokka konurnar á heimili hans þar sem brotið hafi verið gegn þeim. Þetta hafi í raun orðið að „leik“ hjá þeim tveimur en brotin munu hafa átt sér stað frá október 2018 og fram til ársins 2021. Chester Crown Court heard on Monday morning that Manchester City's Benjamin Mendy locked women into his bedroom using panic room style latches after nights out and then raped them.Mendy denies all charges.https://t.co/aie8HUH1Pv— Mirror Football (@MirrorFootball) August 15, 2022 Tvær kvennanna segja að Mendy hafi nauðgað þeim í læstum rýmum, eða svokölluðum neyðarherbergjum (e. panic rooms). Við réttarhöldin í dag var birt myndband þar sem lögreglumaður útskýrði hvernig slík herbergi virka, og saksóknari ítrekaði að aðeins Mendy hefði vitað hvernig hægt væri að opna þessi rými. Það sé því auðvelt að gera sér í hugarlund að konunum hafi getað liðið eins og þær væru læstar inni. Saksóknarinn sagði Mendy og Saha hafa vitað nákvæmlega hvað þeir væru að gera. „Þetta var ekkert þannig að þeir hefðu gleymt því hvernig hlutirnir virka, í einhverju kynferðislegu afskiptaleysi. Þeir vissu fullvel hvað þeir voru að gera. Þeir breyttu konuleit sinni í leik og ef að einhver meiddist eða fór illa út úr því – því miður. Látum það hverfa,“ sagði saksóknarinn. Réttarhöldin halda áfram en þeir Mendy og Saha neita báðir allri sök, varðandi öll 22 ákæruatriðin sem um er að ræða.
Enski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sjá meira