Segist hafa orðið fyrir rasisma á Selfossi: „Ef hann drepst er fullt af Pólverjum sem geta komið í staðinn fyrir hann“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. ágúst 2022 12:01 Chris Jastrzembski fer ekki fögrum orðum um dvöl sína á Selfossi. selfoss Pólski fótboltamaðurinn Chris Jastrzembski segist hafa yfirgefið Selfoss vegna kynþáttafordóma. Hann ræður öðrum pólskum leikmönnum frá því að spila á Íslandi. Jastrzembski gekk í raðir Selfoss fyrir tímabilið og lék þrettán leiki í deild og bikar með liðinu áður en hann skipti yfir til Prey Veng í Kambódíu í síðasta mánuði. Í viðtali við Gazeta í heimalandinu fer hann ekki fögrum orðum um dvölina á Selfossi og segir að sér hafi verið mismunað vegna kynþáttar. „Þetta er versta land sem ég hef komið til á ævinni. Ég fer aldrei þangað aftur. Margir Pólverjar búa þarna og hafa það fínt en reynsla mín af Íslendingum er hræðileg. Ég myndi ekki mæla með þessu fyrir neinn. Fólk er dregið í dilka þarna,“ sagði Jastrzembski. „Félagið kom verr fram við mig því ég er með pólskt vegabréf. Frá fyrsta degi bar þetta fólk enga virðingu fyrir mér.“ Í viðtalinu rifjaði Jastrzembski upp atvik sem situr greinilega mikið í honum. Hann var þá að setja saman vinnupall á íþróttasvæðinu á Selfossi og var uppi í stiga sem íslensk kona hélt við. „Þá kom yfirmaðurinn og sagði henni að hætta að hjálpa mér því vindurinn væri ekki það sterkur og það yrði í góðu lagi með mig. Konan fór í burtu og ég datt,“ sagði Jastrzembski og bætti við að konan hefði verið afar leið yfir þessu. Hann sagði henni að hafa ekki áhyggjur. Yfirmaðurinn ræddi í kjölfarið við hana á íslensku og hún þýddi það sem hann sagði fyrir Jastrzembski. „Til fjandans með hann. Hann er bara Pólverji. Ef hann drepst er fullt af Pólverjum sem geta komið í staðinn fyrir hann.“ Jastrzembski, sem er 25 ára, var um tíma á mála hjá Hamburg í Þýskalandi og á leiki fyrir yngri landslið Póllands á ferilskránni. Lengjudeild karla UMF Selfoss Kynþáttafordómar Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjá meira
Jastrzembski gekk í raðir Selfoss fyrir tímabilið og lék þrettán leiki í deild og bikar með liðinu áður en hann skipti yfir til Prey Veng í Kambódíu í síðasta mánuði. Í viðtali við Gazeta í heimalandinu fer hann ekki fögrum orðum um dvölina á Selfossi og segir að sér hafi verið mismunað vegna kynþáttar. „Þetta er versta land sem ég hef komið til á ævinni. Ég fer aldrei þangað aftur. Margir Pólverjar búa þarna og hafa það fínt en reynsla mín af Íslendingum er hræðileg. Ég myndi ekki mæla með þessu fyrir neinn. Fólk er dregið í dilka þarna,“ sagði Jastrzembski. „Félagið kom verr fram við mig því ég er með pólskt vegabréf. Frá fyrsta degi bar þetta fólk enga virðingu fyrir mér.“ Í viðtalinu rifjaði Jastrzembski upp atvik sem situr greinilega mikið í honum. Hann var þá að setja saman vinnupall á íþróttasvæðinu á Selfossi og var uppi í stiga sem íslensk kona hélt við. „Þá kom yfirmaðurinn og sagði henni að hætta að hjálpa mér því vindurinn væri ekki það sterkur og það yrði í góðu lagi með mig. Konan fór í burtu og ég datt,“ sagði Jastrzembski og bætti við að konan hefði verið afar leið yfir þessu. Hann sagði henni að hafa ekki áhyggjur. Yfirmaðurinn ræddi í kjölfarið við hana á íslensku og hún þýddi það sem hann sagði fyrir Jastrzembski. „Til fjandans með hann. Hann er bara Pólverji. Ef hann drepst er fullt af Pólverjum sem geta komið í staðinn fyrir hann.“ Jastrzembski, sem er 25 ára, var um tíma á mála hjá Hamburg í Þýskalandi og á leiki fyrir yngri landslið Póllands á ferilskránni.
Lengjudeild karla UMF Selfoss Kynþáttafordómar Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjá meira