Eiður Smári: „Verðum að hætta að bjóða sjálfum okkur upp á að gera okkur lífið svona erfitt“ Árni Jóhansson skrifar 11. ágúst 2022 21:00 Fjalar Þorgeirsson og Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfair FH. Vísir/Diego Þjálfara FH, Eið Smára Guðjohnsen, var skiljanlega létt eftir að hans menn náðu að klára verkefnið í kvöld þegar liðið lagði Kórdrengi 2-4 í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Hann var ánægður með ýmislegt í kvöld en biðlaði til sinna manna hætta að koma sér í klandur. „Léttir? Já. Auðvitað. Við ætluðum okkur áfram í þessari keppni en við gerðum okkur erfitt fyrir ef ég á að segja alveg eins og er. Við sýndum þó að það braut okkur ekki á bak aftur. Við komum til baka, héldum ró okkar, betur en við höfum gert undanfarnar vikur en þetta er aldrei auðvelt. Alveg sama hver mótherjinn er“, sagði Eiður þegar hann var beðinn um að lýsa tilfinningum sínum eftir leikinn og hvort honum væri ekki létt. Hann var næst spurður hver skilaboðin voru í hálfleik til sinna manna. Þeir gerðu sér erfitt fyrir en það sem Eiður lagði upp með hefur gengið eftir. „Við gerðum okkur erfitt fyrir og við verðum að hætta að bjóða sjálfum okkur upp með að gera okkur lífið svona erfitt. Það sem ég lagði mest upp með var að hreyfa boltann eins mikið og við getum. Helst of margar sendingar, aðeins að yfirspila, þannig myndum við drepa tempóið í leiknum og þá myndi markið koma að sjálfum sér. Sem það gerði.“ Steven Lennon gerði þrennu í leiknum. Hann sýndi gæði sín í því að vera réttur maður á réttum stað og klára færin sín í dag og Eiður var spurður hvort það væri ekki þægilegt að eiga hann inni. „Kominn tími á að hann sprakk út“, sagði Eiður og hló við áður en hann hélt áfram: „Eins og ég hef alltaf sagt, Lenny er ennþá sami leikmaðurinn sem ég þjálfaði fyrir tveimur árum. Hann þarf bara að halda áfram.“ Eiður var neyddur í að gera tvöfalda breytingu í hálfleik en Eggert Gunnþór tognaði í lok hálfleiksins en einnig var Gunnari Nielsen, markverði, skipt út. Eiður var spurður að því hver pælingin hafi verið á bakvið þá breytingu. „Gunnar er með smávægileg meiðsli. Mér fannst ekki vera 100 prósent og þá vorum við bara óhræddir við að gera þá breytingu.“ Að lokum var Eiður spurður hvað þessi sigur gæfi FH. „Hann gefur okkur það að við erum komnir í undanúrslit í bikarnum. Við leggjum þessa keppni til hliðar núna, tímabundið og förum í stríð út í Eyjum á sunnudaginn.“ Mjólkurbikar karla FH Fótbolti Íslenski boltinn Kórdrengir Tengdar fréttir Leik lokið: Kórdrengir - FH 2-4 | Lennon með þrennu í fyrri hálfleik og FH fer í undanúrslit Kórdrengir geta gengið stoltir frá borði þrátt fyrir að hafa tapað fyrir FH í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld. Leikar enduðu 2-4 fyrir FH en Kórdrengir sýndu stórveldinu enga virðingu og komust tvisvar yfir í fyrri hálfleik. Gæði Steven Lennon og örlítil heppni gerðu það að verkum að FH-ingar komust þó yfir og sigldu svo leiknum heim. 11. ágúst 2022 20:10 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra Sjá meira
„Léttir? Já. Auðvitað. Við ætluðum okkur áfram í þessari keppni en við gerðum okkur erfitt fyrir ef ég á að segja alveg eins og er. Við sýndum þó að það braut okkur ekki á bak aftur. Við komum til baka, héldum ró okkar, betur en við höfum gert undanfarnar vikur en þetta er aldrei auðvelt. Alveg sama hver mótherjinn er“, sagði Eiður þegar hann var beðinn um að lýsa tilfinningum sínum eftir leikinn og hvort honum væri ekki létt. Hann var næst spurður hver skilaboðin voru í hálfleik til sinna manna. Þeir gerðu sér erfitt fyrir en það sem Eiður lagði upp með hefur gengið eftir. „Við gerðum okkur erfitt fyrir og við verðum að hætta að bjóða sjálfum okkur upp með að gera okkur lífið svona erfitt. Það sem ég lagði mest upp með var að hreyfa boltann eins mikið og við getum. Helst of margar sendingar, aðeins að yfirspila, þannig myndum við drepa tempóið í leiknum og þá myndi markið koma að sjálfum sér. Sem það gerði.“ Steven Lennon gerði þrennu í leiknum. Hann sýndi gæði sín í því að vera réttur maður á réttum stað og klára færin sín í dag og Eiður var spurður hvort það væri ekki þægilegt að eiga hann inni. „Kominn tími á að hann sprakk út“, sagði Eiður og hló við áður en hann hélt áfram: „Eins og ég hef alltaf sagt, Lenny er ennþá sami leikmaðurinn sem ég þjálfaði fyrir tveimur árum. Hann þarf bara að halda áfram.“ Eiður var neyddur í að gera tvöfalda breytingu í hálfleik en Eggert Gunnþór tognaði í lok hálfleiksins en einnig var Gunnari Nielsen, markverði, skipt út. Eiður var spurður að því hver pælingin hafi verið á bakvið þá breytingu. „Gunnar er með smávægileg meiðsli. Mér fannst ekki vera 100 prósent og þá vorum við bara óhræddir við að gera þá breytingu.“ Að lokum var Eiður spurður hvað þessi sigur gæfi FH. „Hann gefur okkur það að við erum komnir í undanúrslit í bikarnum. Við leggjum þessa keppni til hliðar núna, tímabundið og förum í stríð út í Eyjum á sunnudaginn.“
Mjólkurbikar karla FH Fótbolti Íslenski boltinn Kórdrengir Tengdar fréttir Leik lokið: Kórdrengir - FH 2-4 | Lennon með þrennu í fyrri hálfleik og FH fer í undanúrslit Kórdrengir geta gengið stoltir frá borði þrátt fyrir að hafa tapað fyrir FH í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld. Leikar enduðu 2-4 fyrir FH en Kórdrengir sýndu stórveldinu enga virðingu og komust tvisvar yfir í fyrri hálfleik. Gæði Steven Lennon og örlítil heppni gerðu það að verkum að FH-ingar komust þó yfir og sigldu svo leiknum heim. 11. ágúst 2022 20:10 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra Sjá meira
Leik lokið: Kórdrengir - FH 2-4 | Lennon með þrennu í fyrri hálfleik og FH fer í undanúrslit Kórdrengir geta gengið stoltir frá borði þrátt fyrir að hafa tapað fyrir FH í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld. Leikar enduðu 2-4 fyrir FH en Kórdrengir sýndu stórveldinu enga virðingu og komust tvisvar yfir í fyrri hálfleik. Gæði Steven Lennon og örlítil heppni gerðu það að verkum að FH-ingar komust þó yfir og sigldu svo leiknum heim. 11. ágúst 2022 20:10