Íslenski boltinn

Búinn að skora meira en fimm sinnum fleiri mörk í ár en í fyrra

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nökkvi Þeyr Þórisson hefur verið sjóðheitur í allt sumar.
Nökkvi Þeyr Þórisson hefur verið sjóðheitur í allt sumar. Vísir/Hulda Margrét

KA-maðurinn Nökkvi Þeyr Þórisson var enn á ný á skotskónum í gærkvöldi þegar KA-liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins.

Nökkvi Þeyr skoraði þá tvö mörk í 3-0 sigri á Ægi en bæði mörkin hans komu undir lok leiksins.

Nökkvi hefur skorað fimm mörk í tveimur bikarleikjum sínum í sumar en hann skoraði þrennu í sigri á Fram í sextán liða úrslitunum.

Þetta þýðir að Nökkvi Þeyr hefur samtals skorað sextán mörk í átján deildar- og bikarleikjum í sumar. Hann hefur skorað ellefu mörk í sextán leikjum KA í Bestu deildinni.

Þessi sextán mörk í sumar eru meira en fimm sinnum fleiri mörk en hann skoraði allt síðasta sumar þegar Nökkvi var með þrjú mörk í tuttugu deildar- og bikarleikjum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.