Kærasti Kim Wall óánægður með framgöngu fjölmiðla Bjarki Sigurðsson skrifar 10. ágúst 2022 19:26 Peter Madsen var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Kim Wall. Vísir Ole Stobbe, kærasti sænsku blaðakonunnar Kim Wall sem myrt var árið 2017, er ekki ánægður með hversu langt fjölmiðlar gengu í fréttaumfjöllun um morðið á Wall. Líf hans snúi enn um málið, fimm árum seinna. Kim Wall var myrt aðfaranótt 11. ágúst árið 2017 í kafbáti danska uppfinningamannsins Peter Madsen. Stobbe var gestur danska hlaðvarpsins Genstart vegna þess að fimm ár væru liðin frá morðinu. Hefur reynt að forðast fjölmiðlalestur „Þetta fyllir allt enn þann dag í dag. Þetta er það sem ég vakna við á morgnanna og það sem ég sofna við á kvöldin,“ segir Stobbe um morðið og umfjöllun fjölmiðla. Hann hefur reynt sitt besta við að forðast það að lesa fjölmiðla eftir morðið en það hefur reynst honum erfitt. Stobbe þjáist af áfallastreituröskun, kvíða og fær tíðar martraðir eftir að Peter Madsen myrti kærustuna hans. Í viðtalinu minnist hann þess þegar tveir lögreglumenn gengu að honum er hann sat fyrir utan íbúð sína og Wall. „Þeir gengu til mín, sögðu að ég væri örugglega sá sem þeir ættu að tala við og tilkynntu mér þetta. Þá var nú þegar búið að halda jarðarför á sjó,“ segir Stobbe. „Það eru mjög orð sem ég á mjög erfitt með eftir þetta. Mörg orð sem ég á erfitt með að segja. Og þegar aðrir segja þessi orð sýni ég mikil viðbrögð,“ segir hann og vill meina að fjölmiðlar eigi hluta af sök þess. Fjölmiðlar of ágengir Hann segist aldrei hafa fengið tíma í að skilja og átta sig á því hvað hefði gerst við kærustu sína þar sem fjölmiðlar voru svo ágengir. „Það voru sumir tóku þetta mál og eignuðu sér það, þrátt fyrir að þetta væri mikill harmleikur fyrir mig,“ segir Stobbe. Hann nefnir eitt dæmi þar sem fréttamaður hringdi í hann og bað hann um að koma í viðtal. Ef hann vildi ekki tjá sig um málið ætlaði viðkomandi blaðamaður að fylla restina af frétt sinni með umfjöllun um morðingjann, Peter Madsen. Hann segir þó að það sem hafi farið mest fyrir brjóstið á sér sé ekki hvað kom fram í umfjölluninni um morðið heldur hversu ákafir blaðamenn voru, magn fréttanna og hversu lengi umfjallanir héldu áfram. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Lýsti Madsen sem manni sem væri heillaður af dauðanum Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. 26. mars 2018 11:31 „Tvö sigldu af stað, aðeins einn kom til baka“ Saksóknari fer fram á lífstíðarfangelsi yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen og segir engan vafa leika á því að hann hafi myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall á hryllilegan hátt. 23. apríl 2018 11:45 Kærasti Kim Wall lýsir síðustu stundum þeirra saman áður en hún sigldi á brott með Madsen Danskur kærasti sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur lýst síðustu stundum þeirra saman fyrir fréttamönnum dansks sjónvarpsþáttar sem sýndur verður á TV2 í kvöld. 25. janúar 2018 12:50 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Kim Wall var myrt aðfaranótt 11. ágúst árið 2017 í kafbáti danska uppfinningamannsins Peter Madsen. Stobbe var gestur danska hlaðvarpsins Genstart vegna þess að fimm ár væru liðin frá morðinu. Hefur reynt að forðast fjölmiðlalestur „Þetta fyllir allt enn þann dag í dag. Þetta er það sem ég vakna við á morgnanna og það sem ég sofna við á kvöldin,“ segir Stobbe um morðið og umfjöllun fjölmiðla. Hann hefur reynt sitt besta við að forðast það að lesa fjölmiðla eftir morðið en það hefur reynst honum erfitt. Stobbe þjáist af áfallastreituröskun, kvíða og fær tíðar martraðir eftir að Peter Madsen myrti kærustuna hans. Í viðtalinu minnist hann þess þegar tveir lögreglumenn gengu að honum er hann sat fyrir utan íbúð sína og Wall. „Þeir gengu til mín, sögðu að ég væri örugglega sá sem þeir ættu að tala við og tilkynntu mér þetta. Þá var nú þegar búið að halda jarðarför á sjó,“ segir Stobbe. „Það eru mjög orð sem ég á mjög erfitt með eftir þetta. Mörg orð sem ég á erfitt með að segja. Og þegar aðrir segja þessi orð sýni ég mikil viðbrögð,“ segir hann og vill meina að fjölmiðlar eigi hluta af sök þess. Fjölmiðlar of ágengir Hann segist aldrei hafa fengið tíma í að skilja og átta sig á því hvað hefði gerst við kærustu sína þar sem fjölmiðlar voru svo ágengir. „Það voru sumir tóku þetta mál og eignuðu sér það, þrátt fyrir að þetta væri mikill harmleikur fyrir mig,“ segir Stobbe. Hann nefnir eitt dæmi þar sem fréttamaður hringdi í hann og bað hann um að koma í viðtal. Ef hann vildi ekki tjá sig um málið ætlaði viðkomandi blaðamaður að fylla restina af frétt sinni með umfjöllun um morðingjann, Peter Madsen. Hann segir þó að það sem hafi farið mest fyrir brjóstið á sér sé ekki hvað kom fram í umfjölluninni um morðið heldur hversu ákafir blaðamenn voru, magn fréttanna og hversu lengi umfjallanir héldu áfram.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Lýsti Madsen sem manni sem væri heillaður af dauðanum Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. 26. mars 2018 11:31 „Tvö sigldu af stað, aðeins einn kom til baka“ Saksóknari fer fram á lífstíðarfangelsi yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen og segir engan vafa leika á því að hann hafi myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall á hryllilegan hátt. 23. apríl 2018 11:45 Kærasti Kim Wall lýsir síðustu stundum þeirra saman áður en hún sigldi á brott með Madsen Danskur kærasti sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur lýst síðustu stundum þeirra saman fyrir fréttamönnum dansks sjónvarpsþáttar sem sýndur verður á TV2 í kvöld. 25. janúar 2018 12:50 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Lýsti Madsen sem manni sem væri heillaður af dauðanum Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. 26. mars 2018 11:31
„Tvö sigldu af stað, aðeins einn kom til baka“ Saksóknari fer fram á lífstíðarfangelsi yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen og segir engan vafa leika á því að hann hafi myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall á hryllilegan hátt. 23. apríl 2018 11:45
Kærasti Kim Wall lýsir síðustu stundum þeirra saman áður en hún sigldi á brott með Madsen Danskur kærasti sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur lýst síðustu stundum þeirra saman fyrir fréttamönnum dansks sjónvarpsþáttar sem sýndur verður á TV2 í kvöld. 25. janúar 2018 12:50