Reyndi að ráða þjóðaröryggisráðgjafa Trumps af dögum Samúel Karl Ólason skrifar 10. ágúst 2022 15:59 John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump. Getty/Win McNamee Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur ákært íranskan hermann fyrir ráðabrugg um að að ráða John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna af dögum. Talið er að morðið hafi átt að vera hefndaraðgerð eftir að Bandaríkjamenn felldu íranskan herforingja í loftárás í Írak. Ákærur voru opinberaðar gegn Shahram Poursafi en hann er meðlimur svokallaðra Byltingarvarða Írans, sem er valdamikil deild íranska hersins. Poursafi er sakaður um að hafa í október árið 2021, að skipan forsvarsmanna Quds-deildar Byltingarvarðanna, sem sér um aðgerðir íranska hersins á erlendri grundu, byrjað að reyna að ráða launmorðingja í Bandaríkjunum til að myrða Bolton. Í yfirlýsingu frá forsvarsmönnum dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna segir að líklegast hafi verið um hefndaraðgerð að ræða. Bolton var þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump en hafði hætt þegar Bandaríkjamenn réðu íranska herforingjann Qasem Soleimani af dögum árið 2020. Bolton sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann þakkaði Alríkislögreglu Bandaríkjanna fyrir og lýsti ráðamönnum í Tehran sem lygurum, hryðjuverkamönnum og óvinum Bandaríkjanna. I wish to thank the Justice Dept for initiating the criminal proceeding unsealed today; the FBI for its diligence in discovering and tracking the Iranian regime s criminal threat to American citizens; and the Secret Service for providing protection against Tehran s efforts. pic.twitter.com/QDjkX6gUWM— John Bolton (@AmbJohnBolton) August 10, 2022 Poursafi er sagður hafa notað dulkóðaðar samskiptaleiðir til að bjóða launmorðingjum þrjú hundruð þúsund dali fyrir að myrða Bolton í Washington DC, höfuðborg Bandaríkjanna, eða í Maryland. Hann byrjaði á því að bjóða manni fúlgur fjár fyrir myndir af Bolton, sem Poursafi sagði að væru vegna bókar. Sá maður vísaði Poursafi á annan mann og eftir viðræður við hann bauð Poursafi honum 250 þúsund dali fyrir að finna launmorðingja sem Poursafi gæti rætt við. Eftir frekari viðræður var upphæðin komin í þrjú hundruð þúsund. Poursafi sagði að ekki skipti máli hvernig Bolton yrði myrtur en samtök hans þyrftu myndband sem staðfesti dauða þjóðaröryggisráðgjafans þáverandi. Í nóvember 2021 spurði maðurinn Poursafi hvar hann gæti fundið Bolton. Shahram Poursafi er nú eftirlýstur í Bandaríkjunum en hann verður líklegast aldrei framseldur frá Íran.AP/FBI Virtist senda skilaboð frá Tehran Poursafi sendi manninum, sem virðist hafa verið uppljóstrari fyrir Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), skjáskot af korti þar sem finna mætti skrifstofu Boltons í Washington DC. Á skjáskotinu má sjá texta sem segir að skrifstofan sé í 10.162 kílómetra fjarlægð, sem samsvarar fjarlægðinni milli Washington DC og Tehran, höfuðborg Írans. Í janúar lýsti Poursafi vonbrigðum yfir því að Bolton væri enn á lífi og sagði mikilvægt að hann yrði ráðinn af dögum sem fyrst. Best hefði verið að gera það á afmæli dauðadags Soleimani. Hann sendi honum einnig frekari ráðleggingar um hvernig hægt væri að myrða Bolton og sagðist undir þrýstingi frá yfirmönnum sínum. Qassem Soleimani dó í loftárás Bandaríkjanna í Írakí byrjun árs 2020. Hann stýrði lengi Quds-deild íranska byltingarvarðarins og þar af leiðandi aðgerðum íranska hersins á erlendri grundu. Bandaríkjamenn segja hann hafa borið ábyrgð á fjölmörgum dauðsföllum bandarískra hermanna og annarra í Mið-Austurlöndum í gegnum árin. Mike Pompeo, þáverandi utanríkisráðherra Trumps, staðhæfði einnig að árásin hefði verið gerð til að koma í veg fyrir yfirvofandi árás sem hefði sett bandaríska borgara í hættu. Hafði annað verkefni í huga Þann 18. janúar sendi maðurinn Poursafi opinberar upplýsingar um að Bolton yrði á ferðalagi frá Washington DC á þeim tíma sem hann vildi að maðurinn myrti þjóðaröryggisráðgjafann. Poursafi bað manninn um að bíða aðeins og innan við klukkustund síðar sagði hann að Bolton yrði ekki á ferðalagi. Samkvæmt áðurnefndri yfirlýsingu veitti Poursafi manninum upplýsingar um dagskrá Boltons sem voru ekki aðgengilegar á opinberum vettvangi. Nokkrum dögum síðar sagðist Poursafi hafa annað verkefni fyrir manninn, eftir að Bolton hefði verið myrtur. Þegar væri búið að safna upplýsingum um viðkomandi skotmark gaf hann í skyn að það hefði verið gert af öðrum útsendara Quds í Bandaríkjunum. Ekkert varð þó af banatilræðinu og er búið að ákæra Poursafi. Hann stendur frammi fyrir allt að tíu ára fangelsisvist og mögulegri 250 þúsund dala sekt. Hann er þó ekki í haldi Bandaríkjamanna og verður líklegast aldrei framseldur frá Íran. Bandaríkin Íran Donald Trump Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ Sjá meira
Ákærur voru opinberaðar gegn Shahram Poursafi en hann er meðlimur svokallaðra Byltingarvarða Írans, sem er valdamikil deild íranska hersins. Poursafi er sakaður um að hafa í október árið 2021, að skipan forsvarsmanna Quds-deildar Byltingarvarðanna, sem sér um aðgerðir íranska hersins á erlendri grundu, byrjað að reyna að ráða launmorðingja í Bandaríkjunum til að myrða Bolton. Í yfirlýsingu frá forsvarsmönnum dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna segir að líklegast hafi verið um hefndaraðgerð að ræða. Bolton var þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump en hafði hætt þegar Bandaríkjamenn réðu íranska herforingjann Qasem Soleimani af dögum árið 2020. Bolton sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann þakkaði Alríkislögreglu Bandaríkjanna fyrir og lýsti ráðamönnum í Tehran sem lygurum, hryðjuverkamönnum og óvinum Bandaríkjanna. I wish to thank the Justice Dept for initiating the criminal proceeding unsealed today; the FBI for its diligence in discovering and tracking the Iranian regime s criminal threat to American citizens; and the Secret Service for providing protection against Tehran s efforts. pic.twitter.com/QDjkX6gUWM— John Bolton (@AmbJohnBolton) August 10, 2022 Poursafi er sagður hafa notað dulkóðaðar samskiptaleiðir til að bjóða launmorðingjum þrjú hundruð þúsund dali fyrir að myrða Bolton í Washington DC, höfuðborg Bandaríkjanna, eða í Maryland. Hann byrjaði á því að bjóða manni fúlgur fjár fyrir myndir af Bolton, sem Poursafi sagði að væru vegna bókar. Sá maður vísaði Poursafi á annan mann og eftir viðræður við hann bauð Poursafi honum 250 þúsund dali fyrir að finna launmorðingja sem Poursafi gæti rætt við. Eftir frekari viðræður var upphæðin komin í þrjú hundruð þúsund. Poursafi sagði að ekki skipti máli hvernig Bolton yrði myrtur en samtök hans þyrftu myndband sem staðfesti dauða þjóðaröryggisráðgjafans þáverandi. Í nóvember 2021 spurði maðurinn Poursafi hvar hann gæti fundið Bolton. Shahram Poursafi er nú eftirlýstur í Bandaríkjunum en hann verður líklegast aldrei framseldur frá Íran.AP/FBI Virtist senda skilaboð frá Tehran Poursafi sendi manninum, sem virðist hafa verið uppljóstrari fyrir Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), skjáskot af korti þar sem finna mætti skrifstofu Boltons í Washington DC. Á skjáskotinu má sjá texta sem segir að skrifstofan sé í 10.162 kílómetra fjarlægð, sem samsvarar fjarlægðinni milli Washington DC og Tehran, höfuðborg Írans. Í janúar lýsti Poursafi vonbrigðum yfir því að Bolton væri enn á lífi og sagði mikilvægt að hann yrði ráðinn af dögum sem fyrst. Best hefði verið að gera það á afmæli dauðadags Soleimani. Hann sendi honum einnig frekari ráðleggingar um hvernig hægt væri að myrða Bolton og sagðist undir þrýstingi frá yfirmönnum sínum. Qassem Soleimani dó í loftárás Bandaríkjanna í Írakí byrjun árs 2020. Hann stýrði lengi Quds-deild íranska byltingarvarðarins og þar af leiðandi aðgerðum íranska hersins á erlendri grundu. Bandaríkjamenn segja hann hafa borið ábyrgð á fjölmörgum dauðsföllum bandarískra hermanna og annarra í Mið-Austurlöndum í gegnum árin. Mike Pompeo, þáverandi utanríkisráðherra Trumps, staðhæfði einnig að árásin hefði verið gerð til að koma í veg fyrir yfirvofandi árás sem hefði sett bandaríska borgara í hættu. Hafði annað verkefni í huga Þann 18. janúar sendi maðurinn Poursafi opinberar upplýsingar um að Bolton yrði á ferðalagi frá Washington DC á þeim tíma sem hann vildi að maðurinn myrti þjóðaröryggisráðgjafann. Poursafi bað manninn um að bíða aðeins og innan við klukkustund síðar sagði hann að Bolton yrði ekki á ferðalagi. Samkvæmt áðurnefndri yfirlýsingu veitti Poursafi manninum upplýsingar um dagskrá Boltons sem voru ekki aðgengilegar á opinberum vettvangi. Nokkrum dögum síðar sagðist Poursafi hafa annað verkefni fyrir manninn, eftir að Bolton hefði verið myrtur. Þegar væri búið að safna upplýsingum um viðkomandi skotmark gaf hann í skyn að það hefði verið gert af öðrum útsendara Quds í Bandaríkjunum. Ekkert varð þó af banatilræðinu og er búið að ákæra Poursafi. Hann stendur frammi fyrir allt að tíu ára fangelsisvist og mögulegri 250 þúsund dala sekt. Hann er þó ekki í haldi Bandaríkjamanna og verður líklegast aldrei framseldur frá Íran.
Bandaríkin Íran Donald Trump Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ Sjá meira