Enski boltinn

Talaði hreint út á Sky Sports um vanda­málið með eig­endur Man. United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Manchester United spilar nú undir stjórn Erik ten Hag sem er í miklum vandræðum með Christiano Ronaldo sem vill komast í burtu frá félaginu.
Manchester United spilar nú undir stjórn Erik ten Hag sem er í miklum vandræðum með Christiano Ronaldo sem vill komast í burtu frá félaginu. Getty/Jan Kruger

Fyrir þá sem hafa velt fyrir sér af hverju eigendur Manchester United eru svona óvinsælir þá ættu þeir að horfa greiningu sem kom fram á Sky Sports í gær.

Eigendur Manchester United er Glazer fjölskyldan sem hefur átt félagið síðan árið 2005.

Það hefur lítið gengið hjá félaginu síðasta áratuginn eða síðan að Sir Alex Ferguson hætti sem knattspyrnustjóri.

Stjórar hafa komið og farið síðan þá og sá nýjasti af þeim, Erik ten Hag, byrjaði á því að tapa fyrsta heimaleiknum á móti Brighton um síðustu helgi.

Kaveh Solhekol, fréttamaður á Sky Sports, talaði ekki undir rós þegar hann fór yfir stöðu eiganda Manchester United.

Hann fór þar yfir það hvernig Glazer fjölskyldan tók lán fyrir kaupunum á Manchester United á sínum tíma og færði það yfir á félagið. Glazer fjölskyldan hefur í staðinn tekinn mikinn pening út úr félaginu.

„Eins og Manchester United er í dag er eins og félagið verður áfram undir þessum eigendum út frá því hvernig þeir keyptu félagið og hlóðu í framhaldinu skuldum á félagið. Félag þarf nú að greiða af þessum skuldum og dregst fyrir vikið alltaf lengur og lengur aftur úr,“ sagði Kaveh Solhekol.

„United mun því halda áfram að dragast aftur úr vel reknum félögum eins og Manchetser City, Liverpool, PSG og nú afur Chelsea. Þar ertu með eigendur sem setja pening inn í félagið en taka hann ekki út,“ sagði Solhekol.

„Fyrir fimmtán árum þá tók Glazer fjölskyldan sex hundruð milljónir punda lán til að kaupa Manchester United. Fimmtán árum síðar ef skuldin enn sex hundruð milljónir sem liggja á félaginu. Yfirtakan hefur á endanum kostað United einhvers staðar á milli 1,5 milljarða og tveggja milljarða punda. Það er peningur sem hefur farið út úr félaginu,“ sagði Solhekol eins og sjá má hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×