Enski boltinn

Segir þetta vera stór­slys fyrir orð­spor Manchester United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marko Arnautovic er landsliðsmaður Austurríkis en hefur spilað á Ítalíu síðustu misseri.
Marko Arnautovic er landsliðsmaður Austurríkis en hefur spilað á Ítalíu síðustu misseri. Getty/Robbie Jay Barratt

Knattspyrnusérfræðingur breska ríkisútvarpsins segir það alls ekki gott út á við fyrir Manchester United að félagið sé að reyna að kaupa hinn 33 ára gamla Marko Arnautovic.

Chris Sutton er nú sérfræðingur hjá BBC en var áður farsæll leikmaður í ensku úrvalsdeildinni.

Hann tjáði sig um þær fréttir að United væri að reyna að kaupa Kínafarann Marko Arnautovic frá ítalska félaginu Bologna.

Arnautovic lék á sínum tíma fyrir bæði West Ham og Stoke City í ensku úrvalsdeildinni áður en hann elti peningana til Kína.

Eftir Cristiano Ronaldo sápuóperuna og tap á móti Brighton á heimavelli í fyrsta leik þá fóru forráðamenn Manchester United í það að reyna að styrkja liðið. Nöfnin á mögulegum nýjum mönnum heilla ekki alla.

Sutton segir áhuga United á Arnautovic vera stórslys í almannatengslum.

„Þetta er klikkun. Að vera að hugsa um að kaupa Arnautovic. Ég hélt að þetta væri grín þegar ég heyrði þetta enda er þetta fáránlegt,“ sagði Chris Sutton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×