Dómsmálaráðuneytið rannsakar aðild Trumps að áhlaupinu á þinghúsið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. júlí 2022 15:40 Í ræðu sem Trump flutti 6. janúar 2021 fyrir framan Hvíta húsið í Washington hvatti hann stuðningsmenn sína, sem höfðu safnast saman fyrir framan þinghúsið, áfram. Þeir enduðu á að ráðast þangað inn sem leiddi til dauða nokkurra. Getty/Tayfun Coskun Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur til rannsóknar aðild Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta að tilraunum til að snúa við niðurstöðu forsetakosninganna þar í landi árið 2020. Alríkissaksóknarar eru sagðir hafa spurt vitni beint út í hegðun forsetans fyrrverandi í tengslum við málið. Frá þessu greina fjölmiðlar vestanhafs en samkvæmt þeim hefur sakamálarannsókn á hegðun Trumps ekki verið opnuð formlega. Fyrirspurnir saksóknaranna um hegðun Trumps tengjast rannsóknum þeirra á áhlaupi stuðningsmanna hans á bandaríska þinghúsið 6. janúar 2021, en það var tilraun þeirra til að koma í veg fyrir að sigur Joe Bidens, Bandaríkjaforseta, í kosningunum yrði staðfestur. Trump hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir hegðun sína þennan dag en hann sendi mjög misvísandi skilaboð hvatti annars vegar stuðningsmenn sína áfram og hrósaði þeim og hvatti þá hins vegar til að halda sig hæga og standa við bakið á viðbragðsaðilum. Samkvæmt fréttum frá Bandaríkjunum þýðir það eitt, að saksóknarar séu að spyrjast fyrir um hlutverk Trumps þennan dag, ekki að þeir muni enda á því að ákæra hann. Enginn bandarískur forseti hefur nokkurn tíma verið sakfelldur fyrir saknæmt athæfi. Þessi rannsókn tengist þá ekki rannsókn öldungadeildarinnar, sem hefur verið sjónvarpað undanfarnar vikur, en sú hefur vakið mikla athygli og Trump hefur sagt hana pólitískar nornaveiðar. Að sögn heimildamanna voru vitni spurð að því hvaða fyrirskipanir Trump hafi gefið til að koma í veg fyrir að bandaríska þingið staðfesti kosningasigur Bidens. Einhverjar spurninganna beindust þá að starfsmönnum Mike Pence, fyrrverandi varaforseta. Hingað til hefur dómsmálaráðuneytið neitað að greina frá hvort það hyggist rannsaka aðild Trumps að atburðunum í janúar 2021. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Tengdar fréttir Bannon sekur um vanvirðingu gegn þinginu Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður Donald Trump, hefur verið dæmdur sekur um vanvirðingu gegn bandaríska þinginu. Hann gæti þurft að sitja í fangelsi í allt að tvö ár. 22. júlí 2022 19:09 Vitnisburður staðfesti aðgerðarleysi Trump Seinustu réttarhöld vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna í Washington D.C. þangað til í september voru haldin í gær. Þingnefndin nýtti réttarhöldin til þess að sýna fram á aðgerðarleysi Trump þegar það kom að árás stuðningsfólks hans á þinghúsið. Einblínt var á þær 187 mínútur sem liðu milli þess að Trump hvatti stuðningsfólk sitt til að ráðast að þinghúsinu og þegar hann sagði þeim að fara heim. 22. júlí 2022 11:40 Fleiri Repúblikanar ósáttir við Trump Stór hluti kjósenda Repúblikanaflokksins segist tilbúinn til að snúa bakinu við Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hann er sagður íhuga að bjóða sig aftur fram til embættis forseta Bandaríkjanna í kosningunum 2024 en staða hans innan Repúblikanaflokksins hefur versnað að undanförnu. 12. júlí 2022 14:15 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Frá þessu greina fjölmiðlar vestanhafs en samkvæmt þeim hefur sakamálarannsókn á hegðun Trumps ekki verið opnuð formlega. Fyrirspurnir saksóknaranna um hegðun Trumps tengjast rannsóknum þeirra á áhlaupi stuðningsmanna hans á bandaríska þinghúsið 6. janúar 2021, en það var tilraun þeirra til að koma í veg fyrir að sigur Joe Bidens, Bandaríkjaforseta, í kosningunum yrði staðfestur. Trump hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir hegðun sína þennan dag en hann sendi mjög misvísandi skilaboð hvatti annars vegar stuðningsmenn sína áfram og hrósaði þeim og hvatti þá hins vegar til að halda sig hæga og standa við bakið á viðbragðsaðilum. Samkvæmt fréttum frá Bandaríkjunum þýðir það eitt, að saksóknarar séu að spyrjast fyrir um hlutverk Trumps þennan dag, ekki að þeir muni enda á því að ákæra hann. Enginn bandarískur forseti hefur nokkurn tíma verið sakfelldur fyrir saknæmt athæfi. Þessi rannsókn tengist þá ekki rannsókn öldungadeildarinnar, sem hefur verið sjónvarpað undanfarnar vikur, en sú hefur vakið mikla athygli og Trump hefur sagt hana pólitískar nornaveiðar. Að sögn heimildamanna voru vitni spurð að því hvaða fyrirskipanir Trump hafi gefið til að koma í veg fyrir að bandaríska þingið staðfesti kosningasigur Bidens. Einhverjar spurninganna beindust þá að starfsmönnum Mike Pence, fyrrverandi varaforseta. Hingað til hefur dómsmálaráðuneytið neitað að greina frá hvort það hyggist rannsaka aðild Trumps að atburðunum í janúar 2021.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Tengdar fréttir Bannon sekur um vanvirðingu gegn þinginu Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður Donald Trump, hefur verið dæmdur sekur um vanvirðingu gegn bandaríska þinginu. Hann gæti þurft að sitja í fangelsi í allt að tvö ár. 22. júlí 2022 19:09 Vitnisburður staðfesti aðgerðarleysi Trump Seinustu réttarhöld vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna í Washington D.C. þangað til í september voru haldin í gær. Þingnefndin nýtti réttarhöldin til þess að sýna fram á aðgerðarleysi Trump þegar það kom að árás stuðningsfólks hans á þinghúsið. Einblínt var á þær 187 mínútur sem liðu milli þess að Trump hvatti stuðningsfólk sitt til að ráðast að þinghúsinu og þegar hann sagði þeim að fara heim. 22. júlí 2022 11:40 Fleiri Repúblikanar ósáttir við Trump Stór hluti kjósenda Repúblikanaflokksins segist tilbúinn til að snúa bakinu við Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hann er sagður íhuga að bjóða sig aftur fram til embættis forseta Bandaríkjanna í kosningunum 2024 en staða hans innan Repúblikanaflokksins hefur versnað að undanförnu. 12. júlí 2022 14:15 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Bannon sekur um vanvirðingu gegn þinginu Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður Donald Trump, hefur verið dæmdur sekur um vanvirðingu gegn bandaríska þinginu. Hann gæti þurft að sitja í fangelsi í allt að tvö ár. 22. júlí 2022 19:09
Vitnisburður staðfesti aðgerðarleysi Trump Seinustu réttarhöld vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna í Washington D.C. þangað til í september voru haldin í gær. Þingnefndin nýtti réttarhöldin til þess að sýna fram á aðgerðarleysi Trump þegar það kom að árás stuðningsfólks hans á þinghúsið. Einblínt var á þær 187 mínútur sem liðu milli þess að Trump hvatti stuðningsfólk sitt til að ráðast að þinghúsinu og þegar hann sagði þeim að fara heim. 22. júlí 2022 11:40
Fleiri Repúblikanar ósáttir við Trump Stór hluti kjósenda Repúblikanaflokksins segist tilbúinn til að snúa bakinu við Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hann er sagður íhuga að bjóða sig aftur fram til embættis forseta Bandaríkjanna í kosningunum 2024 en staða hans innan Repúblikanaflokksins hefur versnað að undanförnu. 12. júlí 2022 14:15