Veður

Rigning í kortunum þessa vikuna

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Hlaupahjólarar verða að gera rigninguna sér að góðu þessa vikuna.
Hlaupahjólarar verða að gera rigninguna sér að góðu þessa vikuna. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Vilhelm Gunnarsson

Skilin sem gengu yfir landið í gær eru nú komin norður fyrir land og í dag verða sunnan 8-15 m/s og skúrir, en lengst af þurrt og bjart veður á norðaustanverðu landinu. Næsta lægð kemur inn á Grænlandshaf seinnipartinn og þá færist úrkomubakki inn yfir sunnanvert landið með samfelldri rigningu. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast norðaustanlands.

Þetta kemur fram í textaspá Veðurstofunnar.

 Þá verður suðlæg eða breytileg átt 5-13 og allvíða talsverð rigning í fyrramálið, en væta með köflum eftir hádegi á morgun. Þurrt að kalla á Austurlandi seinnipartinn og gengur í suðvestan 10-18 við suðausturströndina. 

Veðurhorfur næstu daga

Á þriðjudag:

Suðlæg átt 5-13 m/s og allvíða talsverð rigning um morguninn, en væta með köflum eftir hádegi. Úrkomulítið á Austurlandi seinnipartinn og gengur í suðvestan 10-18 við suðausturströndina. Hiti 10 til 19 stig, hlýjast austantil.

Á miðvikudag:

Vestlæg eða breytileg átt 5-13 og skúrir, en rigning norðvestanlands fram eftir morgni. Suðvestan 8-15 og bjartviðri á suðaustanverðu landinu. Hiti 7 til 16 stig, mildast austanlands. Lægir um kvöldið.

Á fimmtudag:

Suðvestlæg eða breytileg átt 3-10 og skúrir. Hiti 8 til 14 stig.

Á föstudag:

Breytileg átt og rigning, en dregur úr vætu eftir hádegi. Hiti breytist lítið.

Á laugardag og sunnudag:

Suðlæg eða breytileg átt og væta með köflum, en lengst af þurrt austanlands. Hiti áfram svipaður.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.