Vildu ekki sjá Partey: „Ofbeldismenn verða að sæta ábyrgð burt séð frá mikilvægi þeirra“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. ágúst 2022 07:00 Partey í leik föstudagsins. Stuart MacFarlane/Arsenal FC via Getty Images Borða sem var flogið aftan úr flugvél yfir Selhurst Park, heimavelli Crystal Palace, þegar Arsenal vann þar 2-0 sigur í upphafsleik ensku úrvalsdeildarinnar á föstudagskvöld hefur vakið athygli. Stuðningsmenn Arsenal voru að baki borðanum ásamt kvenréttindabaráttuhreyfingunni Level Up. Stuðningsmennirnir vilja ekki sjá Ganamanninn Thomas Partey í liði sínu á meðan nauðgunarkærur hanga yfir honum. Greint var frá því fyrr í sumar að ónefndur leikmaður í ensku úrvalsdeildinni ætti yfir höfði sér kæru frá konu fyrir nauðgun. Síðar hefur komið í ljós að leikmaðurinn sem um ræðir er Thomas Partey, miðjumaður Arsenal. Alls voru þrjár ákærur lagðar fram af tveimur konum gegn Partey en ein þeirra kæra hefur verið látin niður falla. Hinar tvær eru aftur á móti enn til meðferðar. Þrír aðrir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni hafa á síðastliðnum tólf mánuðum verið ákærðir fyrir ofbeldi gegn konum og enginn þeirra hefur spilað leik eða æft með liði sínu síðan. Þeir eru Gylfi Þór Sigurðsson, sem var hjá Everton, Benjamin Mendy, úr Manchester City, og Mason Greenwood, úr Manchester United. Arsenal hefur farið aðra leið en áðurnefnd félög og hafa ákærurnar sem hanga yfir Partey engin áhrif haft á hans stöðu hjá félaginu. Hann hefur æft með félaginu og spilaði allan leikinn fyrir Arsenal er liðið vann 2-0 á föstudagskvöldið. There's a plane flying over Selhurst Park tonight before kickoff between @Arsenal and @CPFC that has a banner attached about kicking rapists off the pitch. #unexpected pic.twitter.com/S3soOg5NOP— (@OperaCreep) August 5, 2022 Ekki eru allir Arsenal-stuðningsmenn sáttir við það en á borðanum sem var flogið yfir Selhurst Park á föstudagskvöldið var ritað: „Sparkið nauðgurum af vellinum,“. Kvenréttindasamtökin Level Up hafa tekið ábyrgð á borðanum sem var fjármagnaður af stuðningsmönnum Arsenal sem styðja mótmælin gegn Partey. The Athletic hefur eftir Mikey Franklin stuðningsmanni Arsenal: „Sem Arsenal stuðningsmaður frá blautu barnsbeini vil ég sjá félagið okkar leiða deildina í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Hver sá sem beitir konur ofbeldi verður að sæta ábyrgð, burt séð frá því hversu mikilvægur hann er velgengni síns liðs,“ Enska úrvalsdeildin tók það skref í vikunni að skylda alla leikmenn til fræðslu um samþykki í kynlífi til að bregðast við þeim málum sem komið hafa upp að undanförnu og í von um að koma í veg fyrir að þau verði fleiri. Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
Greint var frá því fyrr í sumar að ónefndur leikmaður í ensku úrvalsdeildinni ætti yfir höfði sér kæru frá konu fyrir nauðgun. Síðar hefur komið í ljós að leikmaðurinn sem um ræðir er Thomas Partey, miðjumaður Arsenal. Alls voru þrjár ákærur lagðar fram af tveimur konum gegn Partey en ein þeirra kæra hefur verið látin niður falla. Hinar tvær eru aftur á móti enn til meðferðar. Þrír aðrir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni hafa á síðastliðnum tólf mánuðum verið ákærðir fyrir ofbeldi gegn konum og enginn þeirra hefur spilað leik eða æft með liði sínu síðan. Þeir eru Gylfi Þór Sigurðsson, sem var hjá Everton, Benjamin Mendy, úr Manchester City, og Mason Greenwood, úr Manchester United. Arsenal hefur farið aðra leið en áðurnefnd félög og hafa ákærurnar sem hanga yfir Partey engin áhrif haft á hans stöðu hjá félaginu. Hann hefur æft með félaginu og spilaði allan leikinn fyrir Arsenal er liðið vann 2-0 á föstudagskvöldið. There's a plane flying over Selhurst Park tonight before kickoff between @Arsenal and @CPFC that has a banner attached about kicking rapists off the pitch. #unexpected pic.twitter.com/S3soOg5NOP— (@OperaCreep) August 5, 2022 Ekki eru allir Arsenal-stuðningsmenn sáttir við það en á borðanum sem var flogið yfir Selhurst Park á föstudagskvöldið var ritað: „Sparkið nauðgurum af vellinum,“. Kvenréttindasamtökin Level Up hafa tekið ábyrgð á borðanum sem var fjármagnaður af stuðningsmönnum Arsenal sem styðja mótmælin gegn Partey. The Athletic hefur eftir Mikey Franklin stuðningsmanni Arsenal: „Sem Arsenal stuðningsmaður frá blautu barnsbeini vil ég sjá félagið okkar leiða deildina í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Hver sá sem beitir konur ofbeldi verður að sæta ábyrgð, burt séð frá því hversu mikilvægur hann er velgengni síns liðs,“ Enska úrvalsdeildin tók það skref í vikunni að skylda alla leikmenn til fræðslu um samþykki í kynlífi til að bregðast við þeim málum sem komið hafa upp að undanförnu og í von um að koma í veg fyrir að þau verði fleiri.
Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira