Enski boltinn

West Ham fær vængmann frá Burnley

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Maxwel Cornet er genginn til liðs við West Ham.
Maxwel Cornet er genginn til liðs við West Ham. Dave Howarth - CameraSport via Getty Images

Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham hefur fest kaup á vængmanninum Maxwel Cornet frá Burnley.

Cornet skrifaði undir fimm ára samning við West Ham, en kaupverðið á leikmanninum er ekki gefið upp. Hann var þó með klásúlu í samningi sínum við Burnley sem sagði að hann mætti fara ef tilboð upp á 17, 5 milljónir punda myndi berast í hann.

Fílabeinsstrendingurinn var markahæsti leikmaður Burnley á seinasta tímabili. Hann skoraði níu mörk í 28 deildarleikjum er liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni.

Cornet leikur alla jafna á vinstri kanti, en hann getur einnig leyst stöðu vængbakvarðar eða bakvarðar.

„Hann er fjölhæfur leikmaður með mikla reynslu, bæði í ensku úrvalsdeildinni og Evrópubolta. Hann mun styrkja liðið okkar mikið,“ sagði knattspyrnustjórinn David Moyes um nýja leikmanninn.

„Hann lagði mark sitt á leikina hjá Burnley á seinasta tímabili og ég er hrifinn af því hversu viljugur hann er að bæta sig hér hjá West Ham.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×