Íslenski boltinn

Arnar sér bara rautt þegar hann mætir KR

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnar Grétarsson, þjálfari KA, er á leiðinni í tveggja leikja bann.
Arnar Grétarsson, þjálfari KA, er á leiðinni í tveggja leikja bann. Vísir/Hulda Margrét

Arnar Grétarsson, þjálfari KA, fékk rauða spjaldið í leik liðsins á móti KR á Akureyri í gær. Þetta er í annað skiptið í sumar sem Arnar fær rautt í leik á móti Vesturbæjarliðinu.

Arnar fékk rautt spjald á 48. mínútu í fyrri leiknum sem fór fram 7. maí. Dómarinn leiksins var þá Elías Ingi Árnason og fjórði dómarinn Arnar Þór Stefánsson.

Arnar fékk rauða spjaldið í uppbótatíma leiksins í gær eftir samskipti sín við fjórða dómarann Sveinn Arnarsson en dómari leiksins, Egill Arnar Sigurþórsson, sýndi honum rauða spjaldið í framhaldinu.

KA-liðið náði ekki að skora á 180 mínútum á móti KR í Bestu deildinni í sumar en liðið fékk aftur á móti þrjú rauð spjöld. Auk spjalda Arnars fékk varnarmaðurinn Oleksii Bykov einni rautt spjald í fyrri leiknum.

Arnar tók úr leikbann á móti FH (1-0 sigur) eftir fyrra rauða spjaldið sitt á móti KR en fer væntanlega í tveggja leikja bann núna. Næstu tveir leikir liðsins eru á móti FH og ÍA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×