Erlent

Sagðir hafa óskað óformlega eftir njósnara í stað Griner og Whelan

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Griner var handtekin í febrúar síðastliðnum. 
Griner var handtekin í febrúar síðastliðnum.  Getty/Pavel Pavlov/Anadolu Agency

Rússnesk yfirvöld eru sögð hafa beðið um njósnarann Vadim Krasikov auk vopnasalans Viktor Brut í skiptum fyrir Brittney Griner og Paul Whelan í óformlegum viðræðum um fangaskipti við bandarísk yfirvöld.

Griner hefur verið í haldi Rússa síðan í febrúar en hún var handtekin á flugvelli í Rússlandi vegna hassolíu sem hún hafði meðferðis í rafrettu.

Samkvæmt heimildum CNN eiga rússnesk yfirvöld að hafa beðið um þessi skipti fyrr í mánuðinum í gegnum óformlegar samskiptaleiðir. Krasikov hlaut lífstíðardóm í desember síðastliðnum fyrir að myrða mann í Þýskalandi. Bandarískum yfirvöldum á að hafa þótt beiðnin vandráðin þar sem Krasikov sé í Þýskalandi og beiðnin hafi ekki borist á formlegan máta.

Viðbót Krasikov í skiptin á ekki að hafa verið tekið alvarlega  en bandarísk yfirvöld hafi athugað hver skoðun þýskra yfirvalda væri á málinu.

Talskona þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna sagði í samtali við CNN að það væri ekki lögmætt gagntilboð að „halda tveimur saklausum Bandaríkjamönnum í gíslingu gegn lausn leigumorðingja sem sé í haldi annarrar þjóðar.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.