Erlent

Fær að nefna risa­eðluna eftir að hann keypti beina­grindina

Bjarki Sigurðsson skrifar
Ekki er búið að nefna gogrónueðluna sem þessi bein tilheyrðu.
Ekki er búið að nefna gogrónueðluna sem þessi bein tilheyrðu. Sotheby's

Beinagrind gogrónueðlu seldist á uppboði hjá uppboðshúsinu Sotheby‘s í gær á sex milljónir dollara, rúmlega átta hundruð milljónir íslenskra króna. Venjan er að fornleifafræðingarnir sem finna beinin nefni eðluna sem þau tilheyrðu en þessi hefur enn ekki verið skírð. Því er það í verkahring kaupandans að sjá um það.

Beinin fundust við ánna Judith í Montana árið 2018 en alls eru þau 79 talsins. Allar aðrar beinagrindur gogrónueðlu eru í eigu safna svo þessi er sú eina í heiminum í einkaeigu. Ekki er vitað hver keypti beinagrindina.

Svæðið sem beinin fundust á er í einkaeigu og því voru beinin í eigu þess sem á landið. Ef beinin finnast á landi sem er ekki í einkaeigu eignast það ríki sem þau fundust í beinagrindina. Bein sem fara á söfn og eru í eigu hins opinbera eru oftar en ekki betur rannsökuð en þau sem fara beint í einkaeigu.

Gogrónueðlur voru uppi fyrir rúmum 75 milljónum ára síðan en þeir líktust grameðlum í vexti en voru þó hraðari og með meiri bitkraft.


Tengdar fréttir

Heil beinagrind risaeðlu seld á uppboði

Beinagrind klóeðlu var seld á uppboði í Christie‘s uppboðshúsinu í vikunni. Beinagrindin seldist á 12 milljónir dollara, rúmlega 1,6 milljarði íslenskra króna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.