Freyr réttir Leiknismönnum hjálparhönd Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júlí 2022 10:19 Leiknismaðurinn Freyr Alexandersson stýrði Lyngby upp í dönsku úrvalsdeildina á síðasta tímabili. getty/Lars Ronbog Leiknir R. hefur fengið danska framherjann Zean Dalügge á láni frá Lyngby. Lánssamningurinn gildir út tímabilið. Þjálfari Lyngby, Freyr Alexandersson, er Leiknismönnum að góður kunnur en hann er fyrrverandi leikmaður og þjálfari félagsins. Hann vonast væntanlega til að Dalügge hjálpi Leikni að halda sæti sínu í Bestu deildinni. „Við bindum vonir við að þessi sending frá vinum okkar í Kóngsins Lyngby reynist farsæl fyrir alla aðila og bjóðum þennan unga leikmann velkominn í Breiðholtið,“ sagði Oscar Clausen, formaður Leiknis, í frétt á heimasíðu félagsins. Dalügge, sem er nítján ára, er nýstiginn upp úr erfiðum meiðslum og kemur til Íslands í von um meiri spiltíma. Hann er uppalinn hjá Esbjerg en kom til Lyngby í byrjun þessa árs. Leikni veitir ekki af liðsstyrk en liðið er í ellefta og næstneðsta sæti Bestu deildarinnar og hefur tapað síðustu tveimur leikjum sínum, 1-9 samanlagt. Ekkert lið hefur skorað færri mörk í Bestu deildinni en Leiknir, eða tólf. Næsti leikur Leiknismanna er ekki fyrr en mánudaginn 8. ágúst þegar þeir fá Keflvíkinga í heimsókn. Auk Dalügges fékk Leiknir Adam Örn Arnarson á láni frá Breiðabliki. Maciej Makuszewski og Arnór Ingi Kristinsson yfirgáfu hins vegar Breiðholtsliðið á lokadegi félagaskiptagluggans. Besta deild karla Leiknir Reykjavík Danski boltinn Tengdar fréttir Pólski landsliðsmaðurinn yfirgefur Leikni Maciej Makuszewski, sem á að baki fimm leiki fyrir pólska landsliðið í fótbolta, hefur yfirgefið Leikni og heldur heim á leið. 27. júlí 2022 10:01 Adam Örn leikur með Leikni fram á haustið Adam Örn Arnarson, leikmaður Breiðabliks, hefur verið lánaður í Leikni Reykjavík og mun hann leika þar út yfirstandandi leiktíð. 26. júlí 2022 19:47 Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Fótbolti Fleiri fréttir „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjá meira
Þjálfari Lyngby, Freyr Alexandersson, er Leiknismönnum að góður kunnur en hann er fyrrverandi leikmaður og þjálfari félagsins. Hann vonast væntanlega til að Dalügge hjálpi Leikni að halda sæti sínu í Bestu deildinni. „Við bindum vonir við að þessi sending frá vinum okkar í Kóngsins Lyngby reynist farsæl fyrir alla aðila og bjóðum þennan unga leikmann velkominn í Breiðholtið,“ sagði Oscar Clausen, formaður Leiknis, í frétt á heimasíðu félagsins. Dalügge, sem er nítján ára, er nýstiginn upp úr erfiðum meiðslum og kemur til Íslands í von um meiri spiltíma. Hann er uppalinn hjá Esbjerg en kom til Lyngby í byrjun þessa árs. Leikni veitir ekki af liðsstyrk en liðið er í ellefta og næstneðsta sæti Bestu deildarinnar og hefur tapað síðustu tveimur leikjum sínum, 1-9 samanlagt. Ekkert lið hefur skorað færri mörk í Bestu deildinni en Leiknir, eða tólf. Næsti leikur Leiknismanna er ekki fyrr en mánudaginn 8. ágúst þegar þeir fá Keflvíkinga í heimsókn. Auk Dalügges fékk Leiknir Adam Örn Arnarson á láni frá Breiðabliki. Maciej Makuszewski og Arnór Ingi Kristinsson yfirgáfu hins vegar Breiðholtsliðið á lokadegi félagaskiptagluggans.
Besta deild karla Leiknir Reykjavík Danski boltinn Tengdar fréttir Pólski landsliðsmaðurinn yfirgefur Leikni Maciej Makuszewski, sem á að baki fimm leiki fyrir pólska landsliðið í fótbolta, hefur yfirgefið Leikni og heldur heim á leið. 27. júlí 2022 10:01 Adam Örn leikur með Leikni fram á haustið Adam Örn Arnarson, leikmaður Breiðabliks, hefur verið lánaður í Leikni Reykjavík og mun hann leika þar út yfirstandandi leiktíð. 26. júlí 2022 19:47 Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Fótbolti Fleiri fréttir „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjá meira
Pólski landsliðsmaðurinn yfirgefur Leikni Maciej Makuszewski, sem á að baki fimm leiki fyrir pólska landsliðið í fótbolta, hefur yfirgefið Leikni og heldur heim á leið. 27. júlí 2022 10:01
Adam Örn leikur með Leikni fram á haustið Adam Örn Arnarson, leikmaður Breiðabliks, hefur verið lánaður í Leikni Reykjavík og mun hann leika þar út yfirstandandi leiktíð. 26. júlí 2022 19:47