Fleiri Repúblikanar ósáttir við Trump Samúel Karl Ólason skrifar 12. júlí 2022 14:15 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er sagður líklegur til að tilkynna annað forsetaframboð á næstunni. AP/John Locher Stór hluti kjósenda Repúblikanaflokksins segist tilbúinn til að snúa bakinu við Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hann er sagður íhuga að bjóða sig aftur fram til embættis forseta Bandaríkjanna í kosningunum 2024 en staða hans innan Repúblikanaflokksins hefur versnað að undanförnu. Nærri því helmingur kjósenda flokksins segist vilja annan frambjóðanda og margir segjast sömuleiðis ekki ætla að kjósa hann, bjóði hann sig fram á nýjan leik. Þetta kemur fram í nýrri könnun New York Times. Miðillinn sagði frá því í gær að sama könnun sýndi að meirihluti kjósenda Demókrataflokksins vill ekki að Joe Biden, forseti, bjóði sig fram til annars kjörtímabils. Sjá einnig: Vilja ekki að Biden bjóði sig aftur fram Kjósendur Repúblikanaflokksins undir 35 ára aldri virðast sérstaklega mótfallnir Trump en 64 prósent þeirra sögðust ekki muna kjósa hann, ef hann bíður sig fram aftur. 64 prósent fólks með háskólamenntun sagði það sama. Flestir sem voru andvígir Trump vísu til hegðunar hans þann 6. janúar 2021 og tilrauna hans til að snúa niðurstöðum forsetakosninganna 2020, sem helstu ástæðu þess að þau vildu ekki kjósa hann. Þó að hafi veikst eitthvað, heldur Trump þó enn tangarhaldi á Repúblikanaflokknum og yrði hann valinn forsetaframbjóðandi flokksins í forvali, ef atkvæðagreiðslan færi fram í dag. 49 prósent kjósenda Repúblikanaflokksins sögðust vilja hann í framboð. 25 prósent nefndu Ron DeSantis, ríkisstjórna Flórída. Þá nefndu sjö prósent Ted Cruz, öldungadeildarþingmann frá Flórída. Sex prósent nefndu Mike Pence, fyrrverandi varaforseta, og önnur sex prósent nefndu Nikki Haley, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Íhaldsöfl við völd í Hæstarétti Bandaríkjanna Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur á síðustu vikum tekið afdrifaríkar ákvarðanir sem snerta bæði umhverfisstefnu landsins og mannréttindi. Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segist eiga von á því að rétturinn haldi áfram á braut íhaldssemi og segir gjánna milli íhaldssamra og frjálslyndra dómara réttarins aldrei hafa verið meiri. 9. júlí 2022 07:20 Stefna bandamönnum Trumps vegna sakamálarannsóknar í Georgíu Nokkrum af ráðgjöfum og bandamönnum Donalds Trump hefur verið stefnt vegna sakamálarannsóknar sem stendur nú yfir í Georgíuríki vegna viðleitni Trumps við að breyta úrslitum forsetakosninganna 2020. Meðal þeirra sem búið er að stefna eru Rudy Giuliani, fyrrverandi einkalögmaður Trumps, og Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður. 5. júlí 2022 22:15 Helmingur vill ákæra Trump fyrir aðkomu hans að óeirðunum í þinghúsinu Um helmingur Bandaríkjamanna er á þeirri skoðun að ákæra eigi Donald Trump fyrrverandi forseta fyrir aðild hans að óeirðunum í bandaríska þinghúsinu 6. janúar í fyrra. Þetta eru niðurstöður könnunar sem AP fréttaveitan lét framkvæma. 30. júní 2022 07:08 Trump vildi leiða vopnaða stuðningsmenn að þinghúsinu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, vildi leiða stuðningsmenn sína að þinghúsinu þrátt fyrir að honum hefði verið sagt að sumir þeirra væru vopnaðir. Starfsmaður í Hvíta húsinu segir að Trump hafi viljað að málmleitarhlið yrðu fjarlægð til að hægja ekki á stuðningsmönnunum. 29. júní 2022 09:11 Ræða við vitni sem sá skjöl brennd í Hvíta húsinu Þingnefnd sem rannsakar á árás á bandaríska þinghúsið boðaði óvænt til opins fundar í dag. Starfsmaður Hvíta hússins sem sá skrifstofustjóra þess brenna skjöl á meðan Donald Trump og félagar reyndu að snúa úrslitum forsetakosninganna við er sagður ætla að bera vitna á fundinum. 28. júní 2022 14:11 Trump hunsaði ráðgjafa og var „aftengdur raunveruleikanum“ Nokkrir af nánustu ráðgjöfum Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sögðu að hann hefði hunsað ráð þeirra um að játa ósigur í forsetakosningunum árið 2020. Fyrrverandi dómsmálaráðherra Trump sagði hann hafa verið „aftengdan raunveruleikanum“. 13. júní 2022 23:35 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Nærri því helmingur kjósenda flokksins segist vilja annan frambjóðanda og margir segjast sömuleiðis ekki ætla að kjósa hann, bjóði hann sig fram á nýjan leik. Þetta kemur fram í nýrri könnun New York Times. Miðillinn sagði frá því í gær að sama könnun sýndi að meirihluti kjósenda Demókrataflokksins vill ekki að Joe Biden, forseti, bjóði sig fram til annars kjörtímabils. Sjá einnig: Vilja ekki að Biden bjóði sig aftur fram Kjósendur Repúblikanaflokksins undir 35 ára aldri virðast sérstaklega mótfallnir Trump en 64 prósent þeirra sögðust ekki muna kjósa hann, ef hann bíður sig fram aftur. 64 prósent fólks með háskólamenntun sagði það sama. Flestir sem voru andvígir Trump vísu til hegðunar hans þann 6. janúar 2021 og tilrauna hans til að snúa niðurstöðum forsetakosninganna 2020, sem helstu ástæðu þess að þau vildu ekki kjósa hann. Þó að hafi veikst eitthvað, heldur Trump þó enn tangarhaldi á Repúblikanaflokknum og yrði hann valinn forsetaframbjóðandi flokksins í forvali, ef atkvæðagreiðslan færi fram í dag. 49 prósent kjósenda Repúblikanaflokksins sögðust vilja hann í framboð. 25 prósent nefndu Ron DeSantis, ríkisstjórna Flórída. Þá nefndu sjö prósent Ted Cruz, öldungadeildarþingmann frá Flórída. Sex prósent nefndu Mike Pence, fyrrverandi varaforseta, og önnur sex prósent nefndu Nikki Haley, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Íhaldsöfl við völd í Hæstarétti Bandaríkjanna Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur á síðustu vikum tekið afdrifaríkar ákvarðanir sem snerta bæði umhverfisstefnu landsins og mannréttindi. Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segist eiga von á því að rétturinn haldi áfram á braut íhaldssemi og segir gjánna milli íhaldssamra og frjálslyndra dómara réttarins aldrei hafa verið meiri. 9. júlí 2022 07:20 Stefna bandamönnum Trumps vegna sakamálarannsóknar í Georgíu Nokkrum af ráðgjöfum og bandamönnum Donalds Trump hefur verið stefnt vegna sakamálarannsóknar sem stendur nú yfir í Georgíuríki vegna viðleitni Trumps við að breyta úrslitum forsetakosninganna 2020. Meðal þeirra sem búið er að stefna eru Rudy Giuliani, fyrrverandi einkalögmaður Trumps, og Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður. 5. júlí 2022 22:15 Helmingur vill ákæra Trump fyrir aðkomu hans að óeirðunum í þinghúsinu Um helmingur Bandaríkjamanna er á þeirri skoðun að ákæra eigi Donald Trump fyrrverandi forseta fyrir aðild hans að óeirðunum í bandaríska þinghúsinu 6. janúar í fyrra. Þetta eru niðurstöður könnunar sem AP fréttaveitan lét framkvæma. 30. júní 2022 07:08 Trump vildi leiða vopnaða stuðningsmenn að þinghúsinu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, vildi leiða stuðningsmenn sína að þinghúsinu þrátt fyrir að honum hefði verið sagt að sumir þeirra væru vopnaðir. Starfsmaður í Hvíta húsinu segir að Trump hafi viljað að málmleitarhlið yrðu fjarlægð til að hægja ekki á stuðningsmönnunum. 29. júní 2022 09:11 Ræða við vitni sem sá skjöl brennd í Hvíta húsinu Þingnefnd sem rannsakar á árás á bandaríska þinghúsið boðaði óvænt til opins fundar í dag. Starfsmaður Hvíta hússins sem sá skrifstofustjóra þess brenna skjöl á meðan Donald Trump og félagar reyndu að snúa úrslitum forsetakosninganna við er sagður ætla að bera vitna á fundinum. 28. júní 2022 14:11 Trump hunsaði ráðgjafa og var „aftengdur raunveruleikanum“ Nokkrir af nánustu ráðgjöfum Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sögðu að hann hefði hunsað ráð þeirra um að játa ósigur í forsetakosningunum árið 2020. Fyrrverandi dómsmálaráðherra Trump sagði hann hafa verið „aftengdan raunveruleikanum“. 13. júní 2022 23:35 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Íhaldsöfl við völd í Hæstarétti Bandaríkjanna Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur á síðustu vikum tekið afdrifaríkar ákvarðanir sem snerta bæði umhverfisstefnu landsins og mannréttindi. Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segist eiga von á því að rétturinn haldi áfram á braut íhaldssemi og segir gjánna milli íhaldssamra og frjálslyndra dómara réttarins aldrei hafa verið meiri. 9. júlí 2022 07:20
Stefna bandamönnum Trumps vegna sakamálarannsóknar í Georgíu Nokkrum af ráðgjöfum og bandamönnum Donalds Trump hefur verið stefnt vegna sakamálarannsóknar sem stendur nú yfir í Georgíuríki vegna viðleitni Trumps við að breyta úrslitum forsetakosninganna 2020. Meðal þeirra sem búið er að stefna eru Rudy Giuliani, fyrrverandi einkalögmaður Trumps, og Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður. 5. júlí 2022 22:15
Helmingur vill ákæra Trump fyrir aðkomu hans að óeirðunum í þinghúsinu Um helmingur Bandaríkjamanna er á þeirri skoðun að ákæra eigi Donald Trump fyrrverandi forseta fyrir aðild hans að óeirðunum í bandaríska þinghúsinu 6. janúar í fyrra. Þetta eru niðurstöður könnunar sem AP fréttaveitan lét framkvæma. 30. júní 2022 07:08
Trump vildi leiða vopnaða stuðningsmenn að þinghúsinu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, vildi leiða stuðningsmenn sína að þinghúsinu þrátt fyrir að honum hefði verið sagt að sumir þeirra væru vopnaðir. Starfsmaður í Hvíta húsinu segir að Trump hafi viljað að málmleitarhlið yrðu fjarlægð til að hægja ekki á stuðningsmönnunum. 29. júní 2022 09:11
Ræða við vitni sem sá skjöl brennd í Hvíta húsinu Þingnefnd sem rannsakar á árás á bandaríska þinghúsið boðaði óvænt til opins fundar í dag. Starfsmaður Hvíta hússins sem sá skrifstofustjóra þess brenna skjöl á meðan Donald Trump og félagar reyndu að snúa úrslitum forsetakosninganna við er sagður ætla að bera vitna á fundinum. 28. júní 2022 14:11
Trump hunsaði ráðgjafa og var „aftengdur raunveruleikanum“ Nokkrir af nánustu ráðgjöfum Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sögðu að hann hefði hunsað ráð þeirra um að játa ósigur í forsetakosningunum árið 2020. Fyrrverandi dómsmálaráðherra Trump sagði hann hafa verið „aftengdan raunveruleikanum“. 13. júní 2022 23:35