Kviðdómur í Washington D.C. komst að þeirri niðurstöðu rétt í þessu að Bannon hafi gerst sekur um vanvirðingu gegn þinginu í sambandi við áhlaupið á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar árið 2021.
Hann var ákærður í fyrra fyrir að hafa ekki unnið með yfirvöldum í Bandaríkjunum þegar þingið rannsakaði atburðina fyrir áhlaupið. BBC segir að Bannon hafi á þeim tíma verið óopinber ráðgjafi Trump.
„Kerfið okkar virkar bara ef fólk mætir, það mætir bara ef fólk spilar eftir reglunum og það virkar bara ef fólk er látið taka ábyrgð á gjörðum sínum þegar það vill það ekki,“ sagði Molly Gaston, lögfræðingur, í dómsal í dag.
Eins og segir hér fyrir ofan þá komst kviðdómur að þeirri niðurstöðu að hann væri sekur en refsing hans hefur ekki verið ákveðin.