Væta í kortunum víðast hvar um verslunarmannahelgina Árni Sæberg skrifar 26. júlí 2022 10:41 Einar Sveinbjörnsson hefur oft reynst sannspár um veðrið. Spár gera ráð fyrir því að tvær lægðir gangi yfir landið í vikunni. Skil þeirrar fyrri ganga inn á landið seint á morgun, þriðjudag, og þeirrar síðari á föstudag, fyrsta dag stærstu ferðahelgi landsins. „Sú lægð á að dýpka hér fyrir sunnan landið á seinnipartinn á föstudaginn. Það rignir helst frá henni og einna mest til að byrja með um suðaustan- og austanvert landið, en allt í hægum vindi á meðan hún er að dýpka,“ sagði Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur um lægðina sem kemur inn á landið í blábyrjun verslunarmannahelgi í Reykjavík síðdegis í gær. Á laugardag sé svo spáð samfelldri úrkomu um norðan- og vestanvert landið og lægðin dragi inn í sig svo kalt loft að snjóa muni í hæstu fjöllum á þeim svæðum sem og á hálendinu. „Suðurlandið sleppur ekki, það verður norðanátt með einhverri vætu og úrkomu. Það er nú yfirleitt á sumrin þegar eru lægðir sem eru vaxandi og fara beint yfir landið, þá sleppur enginn landshluti. Við getum ekki sagt að leiðinlega veðrið sé þarna og þá sé veður betra á hinu landshorninu,“ segir Einar. Ekki öll von úti enn Spurður hvort engin sól sé í kortunum um verslunarmannahelgina bendir Einar á að helgin sé löng. Hann segir að líklegt sé að létti til með norðanátt á Suðurlandi á seinni hluta laugardags eða á sunnudag. „Síðan er hlé frá þessu öllu saman í lok helgarinnar, bæði á sunnudag og eins á mánudag. Það er nú langt í þessa daga,“ segir hann. Þá segir hann að ekki sé útséð um að veður verði slæmt á föstudag og laugardag. „Þetta er bara veðurspá. Það er mánudagur í dag og oft hafa nú spárnar breyst mikið á færri dögum en það,“ segir Einar. Veður Ferðalög Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Ákveðin suðaustanátt, milt og skúrir síðdegis Hiti að sjö stigum og mildast syðst Fer að lægja norðvestantil um hádegi Djúp lægð grefur um sig Sjá meira
„Sú lægð á að dýpka hér fyrir sunnan landið á seinnipartinn á föstudaginn. Það rignir helst frá henni og einna mest til að byrja með um suðaustan- og austanvert landið, en allt í hægum vindi á meðan hún er að dýpka,“ sagði Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur um lægðina sem kemur inn á landið í blábyrjun verslunarmannahelgi í Reykjavík síðdegis í gær. Á laugardag sé svo spáð samfelldri úrkomu um norðan- og vestanvert landið og lægðin dragi inn í sig svo kalt loft að snjóa muni í hæstu fjöllum á þeim svæðum sem og á hálendinu. „Suðurlandið sleppur ekki, það verður norðanátt með einhverri vætu og úrkomu. Það er nú yfirleitt á sumrin þegar eru lægðir sem eru vaxandi og fara beint yfir landið, þá sleppur enginn landshluti. Við getum ekki sagt að leiðinlega veðrið sé þarna og þá sé veður betra á hinu landshorninu,“ segir Einar. Ekki öll von úti enn Spurður hvort engin sól sé í kortunum um verslunarmannahelgina bendir Einar á að helgin sé löng. Hann segir að líklegt sé að létti til með norðanátt á Suðurlandi á seinni hluta laugardags eða á sunnudag. „Síðan er hlé frá þessu öllu saman í lok helgarinnar, bæði á sunnudag og eins á mánudag. Það er nú langt í þessa daga,“ segir hann. Þá segir hann að ekki sé útséð um að veður verði slæmt á föstudag og laugardag. „Þetta er bara veðurspá. Það er mánudagur í dag og oft hafa nú spárnar breyst mikið á færri dögum en það,“ segir Einar.
Veður Ferðalög Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Ákveðin suðaustanátt, milt og skúrir síðdegis Hiti að sjö stigum og mildast syðst Fer að lægja norðvestantil um hádegi Djúp lægð grefur um sig Sjá meira