Erlent

Sveppa­hringur slær heims­met

Bjarki Sigurðsson skrifar
Á hringnum eru 24.679 demantar.
Á hringnum eru 24.679 demantar. SWA Diamonds

Indverska fyrirtækið SWA Diamonds hefur skráð sig í heimsmetabók Guinness fyrir flesta demanta á einum hring. Á nýjasta hring þeirra eru 24.679 demantar.

Hringurinn á að líkjast bleikum ostrusvepp og vegur hann heil 340 grömm. Samkvæmt fréttatilkynningu á vef heimsmetabókar Guinness er hringurinn verðmetinn á 95 þúsund dollara eða tæpar þrettán milljónir króna.

Harshit Bansal átti metið áður en SWA Diamonds slógu það, en á hans hring voru 12.638 demantar. Demantafjöldinn er því tæplega tvöfaldaður í nýja heimsmetinu.

Hringurinn var gerður með því að hella gulli í 41 plastmót en hvert og eitt mót var gert til að líkjast útliti ostrusvepps. Demantarnir voru síðan settir ofan á gullið, einn í einu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×