Íslenski boltinn

FH hélt topp­sætinu með stór­sigri í Víkinni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
FH hefur verið ósigrandi í sumar.
FH hefur verið ósigrandi í sumar. FH

Alls fóru fjórir leikir fram í Lengjudeild kvenna í fótbolta í kvöld. FH heldur toppsæti deildarinnar þökk sé 3-0 sigri á Víkingum í Víkinni. HK vann góðan 1-0 sigur í Grafarvogi, Grindavík vann í Hafnafirði á meðan Tindastóll og Fylkir gerðu 1-1 jafntefli.

Í Víkinni var topplið FH í heimsókn og var aðeins hálftími liðinn þegar Esther Rós Arnarsdóttir gestunum úr Hafnafirði yfir, reyndist það eina mark fyrri hálfleiks.

Telma Hjaltalín Þrastardóttir bætti við öðru marki FH á 58. mínútu og Elísa Lana Sigurjónsdóttur gulltryggði sigurinn með þriðja marki liðsins á 78. mínútu, lokatölur 0-3 og FH áfram á toppi deildarinnar.

HK er í 2. sæti eftir 1-0 útisigur á Fjölni þökk sé marki Gabriella Lindsay Coleman á 62. mínútu. Þá vann Grindavík góðan 2-1 útisigur á Haukum á meðan Tindastóll og Fylkir gerðu 1-1 jafntefli.

FH er taplaust á toppi deildarinnar með 26 stig eftir 10 leiki. HK er í 2. sæti með 25 stig en hefur leikið leik meira. Tindastóll er svo þar á eftir með 24 stig eftir 11 leiki og Víkingur í 4. sæti með 19 stig eftir 10 leiki.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.