Erlent

Til­felli lömunar­veiki greindist í New York ríki

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Samkvæmt vef landlæknis eru börn bólusett við lömunarveiki fjórum sinnum hér á landi.
Samkvæmt vef landlæknis eru börn bólusett við lömunarveiki fjórum sinnum hér á landi. Getty/Catherine Falls Commercial

Tilfelli lömunarveiki hefur greinst í New York ríki í Bandaríkjunum en þetta er í fyrsta skipti síðan 2013 sem sjúkdómurinn greinist þar í landi.

Samkvæmt Vísindavefnum er lömunarveiki smitsjúkdómur af völdum veirusýkingar, smit berist oftast manna á milli með saurgerlum sem komist í snertingu við munn og meltingarveg. Níutíu prósent þeirra sem smitist séu einkennalausir en í innan við eitt prósent tilvika berist veiran í miðtaugakerfið, skaði hreyfitaugar og valdi þannig lömun og mögulega dauða.

Heilbrigðisyfirvöld í Rockland sýslu, þar sem tilfellið greindist, segja sjúklinginn hafa byrjað að upplifa lömun og veikleika fyrir um mánuði síðan. Upptök veirunnar í þessu tilfelli eru enn óljós en CNN greinir frá þessu.

Ekki er til lækning við lömunarveiki en samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í Bandaríkjunum er mögulegt að meðhöndla einkenni sjúkdómsins með til dæmis lyfjagjöf og sjúkraþjálfun en öll lömun sem verði út frá veikindunum sé varanleg.

Samkvæmt vef landlæknis eru börn bólusett við lömunarveiki fjórum sinnum hér á landi en bóluefnið verndi ekki lengur en í tíu ár. Mælt sé með því að fullorðnir láti bólusetja sig á tíu ára fresti ferðist þeir til landa þar sem hætta sé á smiti. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.