Veður

Á­gæt­lega viðrar til ferða­laga um helgina

Árni Sæberg skrifar
Svo virðist sem best muni viðra á Húsavík um helgina. Þar verður vafalítið gott að fá sér ís.
Svo virðist sem best muni viðra á Húsavík um helgina. Þar verður vafalítið gott að fá sér ís. Vísir/Vilhelm

Hæglætisveður verður á landinu um helgina. Hægir vindar verða um helgina, skýjað með köflum en víða skúrir síðdegis í dag, einkum inn til landsins.

„Með öðrum orðum ágætis útivistarveður og líkur á sólarglætum, ekki síst á Norðurlandi og Vestfjörðum,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Hæg suðlæg eða breytileg átt og súld eða þokumóða verður á sunnanverðu landinu í dag, en skýjað með köflum og þurrt að kalla fyrir norðan. Víða verða skúrir eftir hádegi, einkum inn til landsins, en súld við suðurströndina.

Hægviðri verður og skýjað með köflum á morgun, en skúrir, einkum seinni partinn.

Á sunnudag verður hæg norðlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum og sums staðar skúrir, einkum síðdegis.

Hiti verður á bilinu níu til sautján stig alla helgina, hlýast inn til landsins í dag og á morgun en suðvestanlands á sunnudag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×