Hinn fjölhæfi Viktor Örlygur er einnig fimur á saumavélinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2022 09:30 Viktor Örlygur í einum af fjórum Evrópuleikjum Víkings til þessa á leiktíðinni. Vísir/Hulda Margrét Undirbúningur leikmanna er misjafn fyrir stóran Evrópuleik. Víkingurinn Viktor Örlygur Andrason verður að öllum líkindum í byrjunarliðinu er Íslands- og bikarmeistararnir mæta The New Saints frá Wales í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Undirbúningur hans er töluvert frábrugðinn öðrum leikmönnum liðsins. Leikmaðurinn fjölhæfi hannar og saumar snyrtitöskur og kortaveski úr leðri sem kemur úr bóndabæ langafa hans. Áður hefur verið fjallað um fjölhæfni Viktors Örlygs í tölvuleiknum Football Manager en þar getur hann leikið að því virðist allar stöður nema í marki þó hann hafi einnig spilað þar á sínum tíma. „Þetta byrjaði fyrir alvöru fyrir svona einu og hálfu ári. Þá byrjaði ég að gera kortaveski og svo í janúar fékk í Covid-19 og fór aðeins að pæla í þessu, horfði á nokkur myndbönd og eftir það fór ég að gera snyrtitöskur. Fór til bólstrara, fékk afgangsleður þar og þá fór þetta að rúlla,“ sagði Viktor Örlygur um iðn sína. „Þetta er mest bara Youtube, einhver myndbönd þar ásamt Instagram og Google, fullt af upplýsingum þar. Það eru ekkert rosalega margir í þessu á Íslandi,“ sagði Viktor Örlygur aðspurður hvar hann hefði lært fag sitt. Leðrið hefur lengi verið í fjölskyldunni. „Þetta er frá kindunum sem langafi átti, sem bróðir mömmu lét súta. Það var eitthvað til af því sem hafði ekki verið notað svo ég fékk það frá mömmu.“ „Það er smá biðlisti og ég for vonandi að vinna í honum bráðum. Það eru einhverjar pantanir komnar. Svo þegar ég er búinn að hanna betur töskurnar og fullkomna þær þá fer kannski alvöru framleiðsla í gang.“ Einn þeirra sem hefur fengið tösku er nýjasti leikmaður norska stórliðsins Rosenborg. „Hún er geggjuð,“ sagði Kristall Máni Ingason um töskuna sem hann fékk frá samherja sínum. „Það er alveg hægt að segja það. Að hafa eitthvað annað að gera en fótboltann þegar hann er í smá pásu yfir daginn. Þá er fínt að fara í þetta,“ sagði Viktor Örlygur að endingu í viðtali sem sjá má hér að neðan. Leikur Víkings og The New Saints frá Wales hefst klukkan 19.30. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport en útsending hefst klukkan 19.20. Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira
Leikmaðurinn fjölhæfi hannar og saumar snyrtitöskur og kortaveski úr leðri sem kemur úr bóndabæ langafa hans. Áður hefur verið fjallað um fjölhæfni Viktors Örlygs í tölvuleiknum Football Manager en þar getur hann leikið að því virðist allar stöður nema í marki þó hann hafi einnig spilað þar á sínum tíma. „Þetta byrjaði fyrir alvöru fyrir svona einu og hálfu ári. Þá byrjaði ég að gera kortaveski og svo í janúar fékk í Covid-19 og fór aðeins að pæla í þessu, horfði á nokkur myndbönd og eftir það fór ég að gera snyrtitöskur. Fór til bólstrara, fékk afgangsleður þar og þá fór þetta að rúlla,“ sagði Viktor Örlygur um iðn sína. „Þetta er mest bara Youtube, einhver myndbönd þar ásamt Instagram og Google, fullt af upplýsingum þar. Það eru ekkert rosalega margir í þessu á Íslandi,“ sagði Viktor Örlygur aðspurður hvar hann hefði lært fag sitt. Leðrið hefur lengi verið í fjölskyldunni. „Þetta er frá kindunum sem langafi átti, sem bróðir mömmu lét súta. Það var eitthvað til af því sem hafði ekki verið notað svo ég fékk það frá mömmu.“ „Það er smá biðlisti og ég for vonandi að vinna í honum bráðum. Það eru einhverjar pantanir komnar. Svo þegar ég er búinn að hanna betur töskurnar og fullkomna þær þá fer kannski alvöru framleiðsla í gang.“ Einn þeirra sem hefur fengið tösku er nýjasti leikmaður norska stórliðsins Rosenborg. „Hún er geggjuð,“ sagði Kristall Máni Ingason um töskuna sem hann fékk frá samherja sínum. „Það er alveg hægt að segja það. Að hafa eitthvað annað að gera en fótboltann þegar hann er í smá pásu yfir daginn. Þá er fínt að fara í þetta,“ sagði Viktor Örlygur að endingu í viðtali sem sjá má hér að neðan. Leikur Víkings og The New Saints frá Wales hefst klukkan 19.30. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport en útsending hefst klukkan 19.20.
Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira