Erlent

Myndhöggvarinn Claes Oldenburg er látinn

Bjarki Sigurðsson skrifar
Claes Oldenburg við hjá einu af verkum sínum.
Claes Oldenburg við hjá einu af verkum sínum. Getty/Brill

Claes Oldenburg, myndhöggvari þekktur fyrir að gera stóra skúlptúra af hversdagslegum hlutum, er látinn. Hann lést í gær á heimili sínu, 93 ára að aldri, eftir að hafa dottið illa nýlega.

Oldenburg fæddist í Svíþjóð en flutti ungur að aldri til Bandaríkjanna ásamt sænskum foreldrum sínum. Hann bjó þar alla sína ævi, lengst af í New York-borg.

Listaverk Oldenburg má finna um allan heim, til dæmis risavaxnar keilur og keilukúlu í Eindhoven, risa garðslöngu í Baden-Württemberg, risa kíki í Los Angeles og risa badmintonflugur í Kansas-borg.

Oldenberg gerði flest risavaxin verk sín í samstarfi við eiginkonu sína heitna, Coosje van Bruggen. Hún lést úr brjóstakrabbameini árið 2009.

Verkið „Shuttlecocks“ við Nelson-Atkins listasafnið í Kansas-borg.Getty/Raymond Boyd


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×