Erlent

Frakt­flutninga­vél með átta farþega hrapaði í Grikk­landi

Bjarki Sigurðsson skrifar
Alls voru átta manns um borð í vélinni.
Alls voru átta manns um borð í vélinni. AP/Ilias Kotsireas

Fraktflutningavél á leiðinni frá Serbíu til Jórdaníu hrapaði í Grikklandi fyrr í kvöld. Átta manns voru um borð í vélinni þegar hún brotlenti.

Flugvélin var af gerðinni Antonov An-12 og samkvæmt fréttaveitu Reuters var hún í eigu úkraínsks fyrirtækis.

Fimmtán slökkviliðsmenn voru sendir á staðinn til að slökkva eldinn en ekki er vitað hvort einhverjir af farþegum vélarinnar hafi lifað af. Eldur logar enn í vélinni.

Þá er farmur vélarinnar talinn hættulegur og greina grískir fjölmiðlar frá því að einhverjir viðbragðsaðilar séu með grímur á svæðinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×