Erlent

Útbreiðsla apa­bólu í Bret­landi tvö­faldist á tveggja vikna fresti

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi segja engin merki þess að faraldur apabólu sé í rénun og telja hann tvöfaldast að stærð á tveggja vikna fresti.
Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi segja engin merki þess að faraldur apabólu sé í rénun og telja hann tvöfaldast að stærð á tveggja vikna fresti. Getty/Nikos Pekiaridis

Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi segja 1.735 tilfelli af apabólu nú hafa verið staðfest þar í landi. Þar af hafi 75 prósent tilfellanna greinst í Lundúnum. Vísindamenn segja engin merki þess að faraldur apabólu sé í hnignun á Bretlandi og telja þeir útbreiðslu faraldursins tvöfaldast á tveggja vikna fresti.

Samkvæmt frétt AP um málið segja bresk heilbrigðisyfirvöld að vírusinn smitist áfram aðallega milli samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og karla sem stunda samfarir með öðrum körlum. 

Vísindamenn hafa hins vegar varað við því að hver sá sem kemst í nána snertingu við einhvern sem ber apabóluna, klæðnað þess eða rúmföt sé í hættu á að smitast, sama hver kynhneigð viðkomandi sé.

Breskir vísindamenn telja að útbreiðsla faraldursins tvöfaldist að stærð á tveggja vikna fresti og segja líklegt að fjöldi raunverulegra tilfella sé vanmetinn. Þá segja þeir að í 80 prósent tilvika séu engar upplýsingar til um hvort smitaður einstaklingur hafi komist í snertingu við áður staðfest tilfelli sem þýði að vírusinn breiðist út óséður.

Sérfræðingur segja að það séu engin merki þess að vírusinn smitist gegnum loftið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×