Víkingar allra landsmanna eiga erfitt verkefni fyrir höndum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júlí 2022 12:00 Víkingur tekur á móti Malmö í dag. Þeir hafa ekki enn tapað Evrópuleik á Heimavelli Hamingjunnar á leiktíðinni. Vísir/Hulda Margrét Víkingur mætir Malmö í síðari leik liðanna í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Víkingar eiga á brattan að sækja eftir fyrri leikinn gegn Svíþjóðarmeisturunum en einvígið er vel á lífi þökk sé marki ofur-varamannsins Helga Guðjónssonar undir lok leiks ytra. Þegar Víkingar drógust gegn Malmö var ekki búist við miklu af Íslands- og bikarmeisturunum enda íslensk lið ekki riðið feitum hesti í Evrópu undanfarin ár. Það sannaðist þegar Víkingar þurftu að fara í forkeppni fyrir undankeppnina. Þar kláruðu lærisveinar Arnars Gunnlaugssonar Levadia Tallinn frá Eistlandi og Inter Escaldes frá Andorra. Eftir þá tvo sigra var komið að Malmö. Víkingar fjölmenntu á Elada-völlinn í Malmö og þá lét einnig fjöldi Íslendinga sem búsettir eru í Svíþjóð og Danmörku sjá sig þó svo að þeir styðji önnur félög. Það er nefnilega þannig að sem stendur er Víkingar liðið okkar allra í Meistaradeild Evrópu. Því betri árangri sem þeir ná, því meiri möguleikar eru að Besta deildin fái fjórða Evrópusætið sem leiðir af sér meira fjármagn inn í deildina. Hér má sjá stöðu neðstu þjóða á UEFA ranking listanum. Fimm neðstu þjóðirnar að Liechtestein frátöldum fá aðeins 3 sæti í keppnunum árið 2024. Við eru því enn "fyrir neðan strik" en höfum samt náð fleiri stigum en árin 2019 og 2020. Það góða er að engin þjóð í neðri hlutanum 1/3 pic.twitter.com/TawQs0PO2N— Haraldur Haraldsson (@HarHaralds) July 7, 2022 Víkingar stóðu sig með prýði í Svíþjóð þrátt fyrir að mótlætið hafi verið mikið. Hlutlaust mat blaðamanns er að dómgæslan hafi hallað á Víkinga snemma leiks. Þó svo að dómarastéttin geti grafið upp regluverk sem segja það vera „ögrun“ að setja fingur upp að vörum sínum þá var síðara gula spjaldið á Kristal Mána Ingason vafasamt í besta falli. Sérstaklega ef horft er til þess að hann fékk fyrra spjaldið fyrir að dýfa sér þegar hann var í raun sparkaður niður. Það er hins vegar eins og áður sagði allt galopið fyrir leik kvöldsins. Vissulega verða Víkingar án síns besta manns en liðið er vel mannað og takist þeim að halda gestunum í skefjum framan af leik er allt hægt. Víkingar geta vel skorað tvö mörk á heimavelli hamingjunnar en stóra spurningin er hvort liðið geti haldið marki sínu hreinu. Það er vonandi að leikmenn láti ekki tilefnið bera sig ofurliði en Arnar Gunnlaugsson talaði á blaðamannafundi í gær, mánudag, um að leikurinn væri einn sá stærsti í sögu Víkings. „Við náðum frábærum úrslitum í útileiknum miðað við aðstæður. Við teljum okkur eiga góða möguleika en erum jafnframt minnugir þess að við erum ólíklegri í þessu einvígi, við erum að spila á móti einu af þessum topp liðum í Skandinavíu.“ Þá tók hann fram að pressan á Malmö væri töluvert meiri en Víkingum fyrir leik kvöldsins. „Leikmenn þeirra vilja alls ekki lenda í þeirri aðstöðu að vera liðið sem tapaði á móti einhverju sveitaliði frá Íslandi. Það er pressa á þeim en við þurfum að spila topp leik á morgun ef við ætlum að komast áfram.“ Miloš Milojević, þjálfari Malmö, þekkir vel til á Íslandi en hann þjálfaði Víking um árabil eftir að hafa spilað með liðinu og verið aðstoðarþjálfari þess þar á undan. Hann segir Ísland vera sitt annað heimili en alls bjó þessi 39 ára gamli Serbi hér á landi í 11 ár. Um leikinn hafði Milos þetta að segja: „Ég tel að við þurfum að einbeita okkur að litlu atriðunum sem fóru úrskeiðis í síðasta leik. Við vissum fyrir leikinn að Víkingar myndu nota hvert tækifæri til að særa okkar, sama hvort það væru skyndisóknir eða föst leikatriði. Það gekk upp, þeir áttu tvo skot á markið og skoruðu tvö mörk.“ „Þeim tókst að halda einvíginu á lífi með því og nú spila þeir heima, við verðum að virða það en að sama skapi þurfum við að spila okkar leik, á því getustigi sem við getum og trúa á það sem við erum að gera,“ bætti hann svo við. Leikur Víkings og Malmö verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan 19.30 en útsending hefst stundarfjórðungi fyrr, klukkan 19.15. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Sjá meira
Þegar Víkingar drógust gegn Malmö var ekki búist við miklu af Íslands- og bikarmeisturunum enda íslensk lið ekki riðið feitum hesti í Evrópu undanfarin ár. Það sannaðist þegar Víkingar þurftu að fara í forkeppni fyrir undankeppnina. Þar kláruðu lærisveinar Arnars Gunnlaugssonar Levadia Tallinn frá Eistlandi og Inter Escaldes frá Andorra. Eftir þá tvo sigra var komið að Malmö. Víkingar fjölmenntu á Elada-völlinn í Malmö og þá lét einnig fjöldi Íslendinga sem búsettir eru í Svíþjóð og Danmörku sjá sig þó svo að þeir styðji önnur félög. Það er nefnilega þannig að sem stendur er Víkingar liðið okkar allra í Meistaradeild Evrópu. Því betri árangri sem þeir ná, því meiri möguleikar eru að Besta deildin fái fjórða Evrópusætið sem leiðir af sér meira fjármagn inn í deildina. Hér má sjá stöðu neðstu þjóða á UEFA ranking listanum. Fimm neðstu þjóðirnar að Liechtestein frátöldum fá aðeins 3 sæti í keppnunum árið 2024. Við eru því enn "fyrir neðan strik" en höfum samt náð fleiri stigum en árin 2019 og 2020. Það góða er að engin þjóð í neðri hlutanum 1/3 pic.twitter.com/TawQs0PO2N— Haraldur Haraldsson (@HarHaralds) July 7, 2022 Víkingar stóðu sig með prýði í Svíþjóð þrátt fyrir að mótlætið hafi verið mikið. Hlutlaust mat blaðamanns er að dómgæslan hafi hallað á Víkinga snemma leiks. Þó svo að dómarastéttin geti grafið upp regluverk sem segja það vera „ögrun“ að setja fingur upp að vörum sínum þá var síðara gula spjaldið á Kristal Mána Ingason vafasamt í besta falli. Sérstaklega ef horft er til þess að hann fékk fyrra spjaldið fyrir að dýfa sér þegar hann var í raun sparkaður niður. Það er hins vegar eins og áður sagði allt galopið fyrir leik kvöldsins. Vissulega verða Víkingar án síns besta manns en liðið er vel mannað og takist þeim að halda gestunum í skefjum framan af leik er allt hægt. Víkingar geta vel skorað tvö mörk á heimavelli hamingjunnar en stóra spurningin er hvort liðið geti haldið marki sínu hreinu. Það er vonandi að leikmenn láti ekki tilefnið bera sig ofurliði en Arnar Gunnlaugsson talaði á blaðamannafundi í gær, mánudag, um að leikurinn væri einn sá stærsti í sögu Víkings. „Við náðum frábærum úrslitum í útileiknum miðað við aðstæður. Við teljum okkur eiga góða möguleika en erum jafnframt minnugir þess að við erum ólíklegri í þessu einvígi, við erum að spila á móti einu af þessum topp liðum í Skandinavíu.“ Þá tók hann fram að pressan á Malmö væri töluvert meiri en Víkingum fyrir leik kvöldsins. „Leikmenn þeirra vilja alls ekki lenda í þeirri aðstöðu að vera liðið sem tapaði á móti einhverju sveitaliði frá Íslandi. Það er pressa á þeim en við þurfum að spila topp leik á morgun ef við ætlum að komast áfram.“ Miloš Milojević, þjálfari Malmö, þekkir vel til á Íslandi en hann þjálfaði Víking um árabil eftir að hafa spilað með liðinu og verið aðstoðarþjálfari þess þar á undan. Hann segir Ísland vera sitt annað heimili en alls bjó þessi 39 ára gamli Serbi hér á landi í 11 ár. Um leikinn hafði Milos þetta að segja: „Ég tel að við þurfum að einbeita okkur að litlu atriðunum sem fóru úrskeiðis í síðasta leik. Við vissum fyrir leikinn að Víkingar myndu nota hvert tækifæri til að særa okkar, sama hvort það væru skyndisóknir eða föst leikatriði. Það gekk upp, þeir áttu tvo skot á markið og skoruðu tvö mörk.“ „Þeim tókst að halda einvíginu á lífi með því og nú spila þeir heima, við verðum að virða það en að sama skapi þurfum við að spila okkar leik, á því getustigi sem við getum og trúa á það sem við erum að gera,“ bætti hann svo við. Leikur Víkings og Malmö verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan 19.30 en útsending hefst stundarfjórðungi fyrr, klukkan 19.15. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Sjá meira