Boris Johnson segir af sér Bjarki Sigurðsson skrifar 7. júlí 2022 11:32 Boris Johnson hefur sagt af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins á breska þinginu. AP/Stefan Rousseau Boris Johnson hefur sagt af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins í Bretlandi. Boris mun þó starfa áfram sem forsætisráðherra Bretlands þar til í október þegar nýr leiðtogi verður kjörinn á landsfundi. Boris tilkynnti afsögn sína í dag en fjöldi háttsettra einstaklinga innan flokksins hefur sagt af sér síðustu daga, til dæmis menntamálaráðherra, fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra. Boris Johnson, fullu nafni Alexander Boris de Pfeffel Johnson, hóf feril sinn sem þingmaður Íhaldsflokksins árið 2001 í Henley-kjördæminu. Á þeim tíma var hann einnig ritstjóri tímaritsins The Spectator og lofaði Johnson að hann myndi hætta sem ritstjóri tímaritsins ef hann næði kjöri sem þingmaður. Hann hætti hins vegar ekki og ritstýrði tímaritinu allt til ársins 2005. Árið 2008 var Johnson kjörinn sem borgarstjóri Lundúnaborgar eftir að hafa fengið 53 prósent atkvæða gegn Ken Livingstone, frambjóðanda Verkamannaflokksins. Boris var borgarstjóri til ársins 2016 en árið 2015 var hann kjörinn aftur inn á þing. Því var hann um tíma þingmaður og borgarstjóri Lundúna. Árið 2016 var Johnson skipaður utanríkisráðherra Bretlands af Theresu May sem þá var forsætisráðherra. May og Johnson voru ekki miklir vinir á þessum tíma og talið er að hún hafi skipað hann til að veikja stöðu hans innan flokksins. Hann sagði af sér sem ráðherra í júlí árið 2018. Vormánuðina árið 2019 tilkynnti Theresa May að hún myndi hætta sem leiðtogi Íhaldsflokksins eftir að hafa mistekist að semja um útgöngu úr Evrópusambandinu. Hann sigraði kosningarnar með 66 prósentum atkvæða gegn 34 prósentum Jeremy Hunt. Hann var því vígður sem forsætisráðherra 24. júlí árið 2019. Johnson leiddi flokkinn inn í þingkosningarnar í desember sama ár. Þar vann Íhaldsflokkurinn stórsigur og hlaut hreinan meirihluta á þinginu. Sigurinn var sá stærsti síðan flokkurinn var undir stjórn Margaret Thatcher árið 1987. Nokkur nöfn hafa verið nefnd í umræðunni um hver taki við af Johnson sem forsætisráðherra. Suella Braverman, ríkissaksóknari hefur tilkynnt að hún vilji leiða flokkinn og er þingmaðurinn Steve Baker talinn líklegur til að bjóða sig einnig fram. Baker er mjög umdeildur meðal vinstri manna en hann er til dæmis ekki mikill aðdáandi umhverfisvænna breytinga. Ben Wallace,varnarmálaráðherra, Rishi Sunak, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og Penny Mordaunt, aðstoðarviðskiptaráðherra, eru einnig talin líkleg til að bjóða sig fram til leiðtogaembættisins.
Boris tilkynnti afsögn sína í dag en fjöldi háttsettra einstaklinga innan flokksins hefur sagt af sér síðustu daga, til dæmis menntamálaráðherra, fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra. Boris Johnson, fullu nafni Alexander Boris de Pfeffel Johnson, hóf feril sinn sem þingmaður Íhaldsflokksins árið 2001 í Henley-kjördæminu. Á þeim tíma var hann einnig ritstjóri tímaritsins The Spectator og lofaði Johnson að hann myndi hætta sem ritstjóri tímaritsins ef hann næði kjöri sem þingmaður. Hann hætti hins vegar ekki og ritstýrði tímaritinu allt til ársins 2005. Árið 2008 var Johnson kjörinn sem borgarstjóri Lundúnaborgar eftir að hafa fengið 53 prósent atkvæða gegn Ken Livingstone, frambjóðanda Verkamannaflokksins. Boris var borgarstjóri til ársins 2016 en árið 2015 var hann kjörinn aftur inn á þing. Því var hann um tíma þingmaður og borgarstjóri Lundúna. Árið 2016 var Johnson skipaður utanríkisráðherra Bretlands af Theresu May sem þá var forsætisráðherra. May og Johnson voru ekki miklir vinir á þessum tíma og talið er að hún hafi skipað hann til að veikja stöðu hans innan flokksins. Hann sagði af sér sem ráðherra í júlí árið 2018. Vormánuðina árið 2019 tilkynnti Theresa May að hún myndi hætta sem leiðtogi Íhaldsflokksins eftir að hafa mistekist að semja um útgöngu úr Evrópusambandinu. Hann sigraði kosningarnar með 66 prósentum atkvæða gegn 34 prósentum Jeremy Hunt. Hann var því vígður sem forsætisráðherra 24. júlí árið 2019. Johnson leiddi flokkinn inn í þingkosningarnar í desember sama ár. Þar vann Íhaldsflokkurinn stórsigur og hlaut hreinan meirihluta á þinginu. Sigurinn var sá stærsti síðan flokkurinn var undir stjórn Margaret Thatcher árið 1987. Nokkur nöfn hafa verið nefnd í umræðunni um hver taki við af Johnson sem forsætisráðherra. Suella Braverman, ríkissaksóknari hefur tilkynnt að hún vilji leiða flokkinn og er þingmaðurinn Steve Baker talinn líklegur til að bjóða sig einnig fram. Baker er mjög umdeildur meðal vinstri manna en hann er til dæmis ekki mikill aðdáandi umhverfisvænna breytinga. Ben Wallace,varnarmálaráðherra, Rishi Sunak, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og Penny Mordaunt, aðstoðarviðskiptaráðherra, eru einnig talin líkleg til að bjóða sig fram til leiðtogaembættisins.
Kosningar í Bretlandi Bretland Tengdar fréttir Fjöldi ráðherra segir af sér til viðbótar Enn berast fréttir af afsögnum ráðherra í ríkisstjórn Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, en Brandon Lewis, ráðherra í málefnum Norður-Írlands og Helen Whatley, aðstoðarráðherra í fjármálaráðuneytinu, tilkynntu um afsagnir sínar nú í morgun. Guy Opperman, lífeyrismálaráðherra, George Freeman, vísindamálaráðherra, Chris Philp, tæknimálaráðherra, Damian Hinds, öryggismálaráðherra, og James Cartlidge, ráðherra málefna dómstóla, bættust síðan í hópinn rétt í þessu. 7. júlí 2022 07:23 Boris rak ráðherra sem bað hann um að segja af sér Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist alls ekki ætla að segja af sér. Nú í kvöld rak hann ráðherrann Michael Gove úr ríkisstjórn sinni en Gove er sagður hafa beðið Johnson um að láta gott heita og segja af sér. 6. júlí 2022 21:23 Staða Johnsons hafi beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að hann lifi málið af Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands berst fyrir pólitísku lífi sínu eftir að á annan tug ráðherra og embættismanna Íhaldsmanna hafa sagt af sér í mótmælaskyni. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðu Johnsons hafa beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að honum takist að halda embætti. 6. júlí 2022 12:22 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Fjöldi ráðherra segir af sér til viðbótar Enn berast fréttir af afsögnum ráðherra í ríkisstjórn Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, en Brandon Lewis, ráðherra í málefnum Norður-Írlands og Helen Whatley, aðstoðarráðherra í fjármálaráðuneytinu, tilkynntu um afsagnir sínar nú í morgun. Guy Opperman, lífeyrismálaráðherra, George Freeman, vísindamálaráðherra, Chris Philp, tæknimálaráðherra, Damian Hinds, öryggismálaráðherra, og James Cartlidge, ráðherra málefna dómstóla, bættust síðan í hópinn rétt í þessu. 7. júlí 2022 07:23
Boris rak ráðherra sem bað hann um að segja af sér Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist alls ekki ætla að segja af sér. Nú í kvöld rak hann ráðherrann Michael Gove úr ríkisstjórn sinni en Gove er sagður hafa beðið Johnson um að láta gott heita og segja af sér. 6. júlí 2022 21:23
Staða Johnsons hafi beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að hann lifi málið af Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands berst fyrir pólitísku lífi sínu eftir að á annan tug ráðherra og embættismanna Íhaldsmanna hafa sagt af sér í mótmælaskyni. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðu Johnsons hafa beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að honum takist að halda embætti. 6. júlí 2022 12:22